Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

240. fundur

Árið 2001, mánudaginn 19. mars kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 13/3. 121. fundur
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 13/3. 47. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 13/3. 41. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - 40% stöðugildi liðveislu.

Lagt fram bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu dagsett 16. mars s.l., varðandi kostnað við 40% stöðugildi í liðveislu hjá Skóla-og fjölskylduskrifstofu. Heildar kostnaður fyrir sex mánaða tímabil er um kr. 276.888.-

Bæjarráð samþykkir 40% stöðugildi í liðveislu, kostnaður færist á liðinn liðveisla og fjármagnist með lántöku.

3. Bréf bæjarstjóra. - Grunnskólinn á Ísafirði.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. mars s.l., þar sem hann gerir grein fyrir samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar og skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, dagsettum 13. mars s.l.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir samkomulagið við skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði.

Lárus G. Valdimarsson, bæjarráðsmaður, sat hjá við afgreiðslu málsins.

4. Bréf heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytis. - Dvalar- og hjúkrunarheimilið á Þingeyri.

Lagt fram bréf heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytis dagsett 27. febrúar s.l., þar sem tilkynnt er að ákveðið hefur verið að veita lokaframlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra kr. 7.600.000.- vegna dvalar- og hjúkrunarheimilis á Þingeyri. Framlagið mun væntanlega verða greitt með fjórum greiðslum, hin fyrsta í apríl n.k.

Lagt fram til kynningar.

5. Hjá Settu ehf., Ísafirði. - Erindi vegna sorpeyðingargjalds.

Lagt fram bréf frá Hjá Settu ehf., Ísafirði, dagsett 7. mars s.l., þar sem óskað er eftir endurskoðun á álagningu sorpeyðingargjalds á fyrirtækið fyrir árið 2001.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfissviðs.

6. Bréf Landsbanka Íslands hf., Ísafirði. - Lóðin Hafnarstræti 9-11, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Landsbanka Íslands hf., Ísafirði, dagsett 13. mars s.l., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær afhendi lóðina Hafnarstræti 9-11, Ísafirði, í byggingarhæfu ástandi eigi síðar en 1. maí n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra, þar sem hann vinnur nú að samningum við aðila er eiga fasteignir á svæðinu.

7. Bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði. - Verðmat á Grænagarði á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 13. mars s.l., sem er svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 16. febrúar s.l., varðandi möguleika á endurskoðun á verðmati eignarinnar Grænigarður við Seljalandsveg á Ísafirði, er metin var til uppkaupa í september árið 2000. Að mati bréfritara er ekki grundvöllur fyrir endurmati, en tekur fram að hann hafi ekki náð sambandi við Gunnar Torfason, verkfræðing, er vann jafnframt að þessu mati, þannig að hér er einungis um sjónarmið bréfritara að ræða.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort aðrir möguleikar en uppkaup komi til greina.

8. Bréf Fjölnis hf., Þingeyri. - Umsókn um leyfi til kvíaeldis í Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá Fjölnir hf., Þingeyri, dagsett 14. mars s.l., þar sem sótt er um leyfi til kvíaeldis á þorski í Dýrafirði. Staðsetning og fjöldi kvía verði í samráði við bæjaryfirvöld.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og hafnarstjórnar.

9. Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf., Ísafirði. Styrkir til kaupa á fjarfundabúnaði.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf., Ísafirði, dagsett þann 12. mars s.l., þar sem gerð er grein fyrir styrkjum frá Byggðastofnun til kaupa á fjarfundabúnaði, meðal annars til Ísafjarðarbæjar vegna Þingeyrar kr. 200.000,-
Jafnframt fylgir yfirlit um styrkveitingar Byggðastofnunar til kaupa á fjarfundabúnaði.

Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í fræðslunefnd.

10. Afrit bréfs Kirkjubólshrepps, Strandasýslu. - Vegagerð um Arnkötludal og Gautsdal.

Lagt fram afrit af bréfi Kirkjubólshrepps, Strandasýslu, til Vegur, Miðstræti 1, Bolungarvík, dagsett 13. mars s.l. og varðar vegalagningu um Arnkötludal og Gautsdal á milli Stranda og Reykhólasveitar.

Bæjarráð vísar bréfinu til samgöngunefndar Ísafjarðarbæjar.

11. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Starfsleyfistillögur vegna fiskeldis.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 8. mars s.l., ásamt auglýsingu um starfsleyfistillögur um fiskeldi. Tillögurnar eru um leyfi til fiskeldis í Dýrafirði á vegum Sölva Pálssonar og í Skutulsfirði og Álftafirði í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðftystihússins-Gunnvarar hf. Um er að ræða alls þrjár eldisstöðvar hver um sig 199 tonn/1.
Athugasemdum þarf að skila til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, Aðalstræti 21, Bolungarvík, eigi síðar en 13. apríl n.k.

Lagt fram til kynningar.

12. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 676. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 676. fundi er haldinn var að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík, þann 23. febrúar s.l.

Lagt fram til kynningar.

13. Framkvæmdasjóður Skrúðs. - Ársreikningar 1999 og 2000.

Lagt fram afrit af bréfi Framkvæmdasjóðs Skrúðs til formanns Framkvæmda- nefndar Skrúðs, dagsett í mars 2001. Í bréfinu er stuttlega greint frá starfsemi sjóðsins og því sem í vændum er. Jafnframt eru lagðir fram ársreikningar fyrir árin 1999 og 2000.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.