Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

237. fundur

Árið 2001, mánudaginn 26. febrúar kl. 18:10 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 21/2. 5. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 20/2. 144. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 21/2. 126. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Kauptilboð Sigurðar R. Guðmundssonar í Kofrahús, Skeiði.

Lagt fram kauptilboð frá Sigurði R. Guðmundssyni, Stórholti 7, Ísafirði, dagsett 15. febrúar s.l., í eignarhluta Ísafjarðarbæjar í svonefndu Kofrahúsi á Skeiði í Skutulsfirði. Tilboðið hljóðar upp á kr. 1.000.000.- og gildir til 2. mars n.k. Jafnframt er lögð fram umsögn Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, varðandi málið.
Jafnframt lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fram bréf frá fjármálastjóra Þóri Sveinssyni, dagsett 26. febrúar 2001 varðandi viðkomandi eign.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.

3. Bréf til bæjarráðs. - Erindi varðandi Orkubú Vestfjarða vísað frá bæjarstjórn 15. febrúar s.l., til bæjarráðs til frekari umfjöllunar.

Lagt fram bréf bæjarritara dagsett 23. febrúar s.l., vegna vísan bæjarstjórnar frá 94. fundi 15. febrúar s.l., til bæjarráðs á 4. lið í 235. fundargerð bæjarráðs og varðar Orkubú Vestfjarða, samkomulag um breytingu á félagsformi.

Bæjarráð leggur áherslu á að undirritað samkomulag er í fullu samræmi við þau drög sem kynnt voru á fundi með bæjarfulltrúum Ísafjarðarbæjar. Samkomulagið kveður á um að sameigendur OV samþykkja að breyta OV úr sameignarfélagi í hlutafélag. Ekki er minnst á tengingu við félagslega íbúðakerfið í samkomulaginu.
Bæjarráð ítrekar afstöðu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem er: Ekki er fallist á af hálfu bæjarstjórnar að blanda saman hugsanlegri sölu OV við lausnir í félagslega íbúðakerfinu.

Lárus G. Valdimarsson bæjarráðsmaður ítrekar þá afstöðu K-lista er fram kemur í bókun K-lista frá síðasta fundi bæjarstjórnar um málefni Orkubús Vestfjarða.

4. Bréf bæjarstjóra. – Timbur og Íshús ehf., Suðureyri.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 23. febrúar s.l., er varðar viðskiptastöðu Timburs og Íshúss ehf., Suðureyri, við Ísafjarðarbæ og væntanlegan frágang þeirra mála.

Málið lagt fram til kynningar í bæjarráði.

5. Bréf bæjarstjóra. - Foreldrafélag skíðabarna, bygging skíðaskála.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. febrúar s.l., er varðar Foreldrafélag skíðabarna og lokauppgjör vegna byggingar skíðaskála í Tungudal. Meðfylgjandi er byggingarsamningur Ísafjarðarbæjar við Foreldrafélag skíðabarna, dagsettur 3. júní 1998.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með bæjarráði og fulltrúum frá Foreldrafélagi skíðabarna.

6. Bréf Verkalýðsf. Baldurs, Ísafirði. - Starfsfólk þjónustudeildar Hlífar.

Lagt fram bréf Verkalýðsfélagsins Baldurs, Ísafirði, dagsett 21. febrúar s.l., sem er svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 16. febrúar s.l., þar sem tilkynnt var samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um uppgjör við starfsmenn þjónustudeildar Hlífar, vegna ágreinings um yfirvinnu er felld var niður frá og með 1. mars 2000.
Verkalýðsfélagið fellst á samþykkt bæjarstjórnar en tekur fram að hún nái aðeins til 31. desember 2000 og áskilur sér rétt til að taka málið upp við gerð kjarasamninga.

Lagt fram til kynningar.

7. Greinargerð Ísafjarðarbæjar í héraðsdómi vegna stefnu Eiríks Kristóferssonar og Margrétar B. Ólafsdóttur.

Lögð fram greinargerð Andra Árnasonar hrl. bæjarlögmanns, í héraðsdómi Vestfjarða þann 21. febrúar s.l., vegna stefnu Eiríks Kristóferssonar og Margrétar B. Ólafsdóttur er varða uppkaup eða bætur vegna húseignarinnar Seljalands 9, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Álit umboðsmanns Alþingis á innheimtu fasteignagjalda í Hafnarfirði.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 19. febrúar s.l., þar sem ráðuneytið vekur athygli allra sveitarstjórna á áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. janúar s.l., varðandi kvörtun vegna innheimtu fasteignagjalda í Hafnarfirði. Í álitinu kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu, að það stríði gegn lögum um tekjustofna sveitarfélaga og lögum um skráningu og mat fasteigna að hafa þann hátt á við útsendingu greiðsluseðla vegna fasteignagjalda að senda einungis út einn greiðsluseðil þegar fasteign er í eigu tveggja eða fleiri aðila. Jafnframt er lögð fram umsögn umboðsmanns Alþingis frá 30. janúar s.l.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármálasviðs.

9. Landssími Íslands hf. - Eignarréttur á símalínum og símastaurum.

Lagðar fram bréf Landssíma Íslands hf., dagsett 16. febrúar s.l., varðandi niðurrif og eignarrétt á símalínum og símastaurum. Í bréfinu er þess farið á leit að sveitarfélög kanni hvort til séu samningar um niðurrif og einnig hvort áhugi sé á að sveitarfélagið eða einhverjir aðilar í sveitarfélaginu hafi áhuga á að hreinsa upp þá staura eða símalínur sem ef til vill eru uppistandandi, sem hugsanlega fjáröflun fyrir félagasamtök.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs.

10. Samningur Námsgagnastofnunar og Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Ísafirði.

Lagður fram samningur á milli Námsgagnastofnunar og Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Ísafirði, þar sem bókasafnið tekur að sér að annast dreifingu myndefnis frá Námsgagnastofnun í umdæmi sínu.

Lagt fram til kynningar.

11. Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Lagðar fram fundargerðir skólanefndar Tónlistarskóla Ísafjarðar frá 1. ágúst 2000, 6. september 2000 ásamt gjaldskrá um skólagjöld og frá 21. nóvember 2000.

Lagt fram til kynningar.

12. Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. - Rekstrar- og efnahagsreikningur 2000.

Lagður fram rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði fyrir starfsárið 2000.

Lagt fram til kynningar.

13. Vinnumálastofnun. - Atvinnuástand í janúar 2001.

Lagt fram bréf Vinnumálastofnunar dagsett 20. febrúar s.l., yfirlit um atvinnuástand í janúar 2001. Bréfinu fylgja skýringar með skýrslu um atvinnuástandið.

Lagt fram til kynningar.

14. Landbúnaðarnefnd Alþingis. - Frumvarp til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði nr. 76/1970.

Lagt fram bréf frá formanni landbúnaðarnefndar Alþingis dagsett 16. febrúar s.l., ásamt frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiðar nr. 76/1970. Óskað er umsagnar sveitarfélags og að umsögn berist eigi síðar en 12. mars 2001.

Bæjarráð óskar eftir umsög frá atvinnumálanefnd og umhverfisnefnd.

15. Skólaskrifstofa Vestfjarða. - Ársreikningur 2000.

Lagður fram ársreikningur Skólaskrifstofu Vestfjarða fyrir starfsárið 2000, unninn af Löggiltum endurskoðendum Vestfjörðum ehf. Í ársreikningnum er skýrsla og undirritun skiptastjórnar Skólaskrifstofu Vestfjarða.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.