Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

236.fundur

Árið 2001, mánudaginn 19. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir.

Fræðslunefnd 13/2. 120. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 13/2. 46. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjarstjóra. - Reykjavíkurflugvöllur.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. febrúar s.l., er fjallar um þá umræðu er verið hefur um flutning Reykjavíkurflugvallar og mikilvægi hans á núverandi stað fyrir landsbyggðina. Í bréfinu kemur fram efni er birst hefur á heimasíðu Hollvina Reykjavíkurflugvallar.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf bæjarstjóra. - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar, könnunarviðræður við Flugmálastjórn á Ísafirði.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. febrúar s.l., varðandi könnunarviðræður Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar við Flugmálastjórn á Ísafirði, um hugsanlegt samstarf eða sameiningu slökkviliða Ísafjarðarbæjar og slökkviliðs Ísafjarðarflugvallar. Meðfylgjandi er bréf slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar dagsett 10. janúar s.l. ásamt drögum að hugsanlegum samningum.

Bæjarráð heimilar áframhaldandi viðræður við Flugmálastjórn á Ísafirði.

4. Bréf bæjarstjóra. – Samgöngunefnd á vegum Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. febrúar s.l., varðandi skipan samgöngunefndar á vegum Ísafjarðarbæjar með tilvísan til samþykktar bæjarstjórnar á 90. fundi þann 7. desember 2000.

Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn tilnefni í nefndina á næsta fundi sínum.

5. Afrit bréfs Súðavíkurhrepps til menntamálaráðuneytis. - Sala fasteigna í Reykjanesi við Djúp.

Lagt fram afrit af bréfi Súðavíkurhrepps til menntamálaráðuneytis, dagsett 8. febrúar s.l., varðandi sölu fasteigna í Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna Ísafjarðarbæjar varðandi eignir Ísafjarðarbæjar í Reykjanesi.

6. Bréf Sighvats Björgvinssonar, fráfarandi þingmanns Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá Sighvati Björgvinssyni, fráfarandi þingmanni Vestfjarða dagsett 12. febrúar s.l., þar sem hann tilkynnir að hann láti af þingmennsku og þakkar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fyrir góð samskipti og samstarf og sendir Ísfirðingum svo og öllum öðrum íbúum Ísafjarðarbæjar einlægar kveðjur og þakkir og árnar þeim allra heilla í framtíðinni.

Bæjarráð þakkar Sighvati Björgvinssyni fyrir störf hans í þágu Vestfirðinga og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

7. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ. - Tillaga að nafngift á Vallargötu 7 á Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ, dagsett 13. febrúar s.l., um tillögu að nafni á bygginguna Vallargötu 7, Þingeyri. Meðfylgjandi er bréf dómnefndar um nafngift, dagsett 13. janúar s.l., þar sem dómnefndin gerir að tillögu sinni að nafnið Tjörn verði samþykkt sem heiti á Vallargötu 7, Þingeyri.

Bæjarráð þakkar fyrir framkomna tillögu heimamanna í Dýrafirði og leggur til við bæjarstjórn að Vallargata 7 á Þingeyri, sem er heilsugæslustöð og dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, fái nafnið Tjörn.

8. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Landsmót UMFÍ 2004.

Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað dagsett 8. febrúar s.l., þar sem tilkynnt er samþykkt frá fundi bæjarstjórnar Bolungarvíkur þann 8. febrúar s.l. og varðar landsmót UMFÍ árið 2004.

Lagt fram til kynningar.

9. Fjarvinnslan Suðureyri ehf. - Þjónusta í boði.

Lagðar fram bréf frá Fjarvinnslunni Suðureyri ehf., ódagsett þar sem fyrirtækið gerir grein fyrir þeirri þjónustu sem það getur boðið upp á og kostnaði við slíka þjónustu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort sveitarfélagið geti nýtt sér þessa þjónustu.

10. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 675. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 675. fundi er haldinn var þann 19. janúar s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Það vekur athygli bæjarráðs að samkvæmt fundargerðarbók hefur tekið 45 mínútur að afgreiða jafn marga dagskrárliði.

11. Bréf bæjarstjóra. – Snjóflóðaránnsóknastöð í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. febrúar s.l., þar sem hann greinir frá væntanlegri stofnun snjóflóðarannsóknastöðvar í Ísafjarðarbæ. Bréfi bæjarstjóra fylgir minnisblað frá Magnúsi Jónssyni, veðurstofustjóra, dagsett þann 17. nóvember 2000.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með jákvæð viðbrögð Veðurstofu og ráðuneytis og felur bæjarstjóra að kanna leiðir til að fjármagna undirbúning að stofnun snjóflóðarannsóknastöðvar í Ísafjarðarbæ.

12. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Reikningur vegna nema í sérskóla.

Lagt fram tölvubréf frá forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu til bæjarstjóra, dagsett 16. febrúar s.l., er varðar skuld Ísafjarðarbæjar við Reykjavíkurborg vegna nemanda frá Ísafjarðarbæ sem var í sérskóla í Reykjavík veturinn 1997-1998.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvað hefur valdi þeirri töf er orðið hefur á uppgjöri þessa máls.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.