Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

235.fundur

Árið 2001, mánudaginn 12. febrúar kl. 17:30 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þar sem fulltrúi B-lista í bæjarráði Jón Reynir Sigurvinsson var veðurtepptur í Reykjavík, var samþykkt að hann tæki þátt í fundinum í gegnum síma.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir.

Félagsmálanefnd 6/2. 143. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 7/2. 125. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, sala á snjótroðara.

Lagt fram bréf frá Birni Helgasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 8. febrúar s.l., þar sem hann óskar heimildar til sölu á gamla Kassbohrer snjótroðaranum fyrir kr. 600.000.- samkvæmt meðfylgjandi tilboði.

Bæjarráð samþykkir beiðni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

3. Kauptilboð í Skógarbraut 2, Ísafirði, frá 234. fundi bæjarráðs.

Lagt fram bréf frá bæjarritara þar sem hann gerir grein fyrir viðræðum sínum við tilboðsgjafa í húseignina Skógarbraut 2, Ísafirði, en á 234. fundi bæjarráðs voru lögð fram tvö kauptilboð í eignina. Annað tilboðið er frá Einari Ármannssyni að upphæð kr. 60.000.- hitt er frá Elíasi Skaftasyni að upphæð kr. 100.000.-

Bæjarráð hafnar báðum kauptilboðum og frestar sölu eignarinnar að sinni.

4. Bréf bæjarstjóra. – Orkubú Vestfjarða, samkomulag um breytingu á félagsformi.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. febrúar s.l., varðandi Orkubú Vestfjarða og samkomulag um breytingu á félagsformi samþykktu á eigendafundi þann 7. febrúar 2001.
Meðfylgjandi er samkomulag ríkisins og vestfirskra sveitarfélaga, drög að frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða ásamt athugasemdum, bréf þriggja ráðuneytisstjóra til eigendafundar OV og fundarboð á eigendafundinn.

Lagt fram til kynningar.

5. Fjórðungssamband Vestfirðinga. – Skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 9. febrúar s.l., þar sem gert er gagntilboð við tilboð Ísafjarðarbæjar frá 7. febrúar s.l., í kaup á eignarhluta Fjórðungssambandsins á húsnæði á fjórðu hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Tilboð Ísafjarðarbæjar, sem jafnfram er fram lagt, hljóðaði upp á kr. 17.476.000.- , en gagntilboð Fjórðungssambandsins er upp á kr. 22.066.200.-

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við stjórnarformann Fjórðungssambandsins um gagntilboðið.

6. Edinborgarhúsið ehf., Ísafirði. – Fasteignagjöld ársins 2001.

Lagt fram bréf frá Edinborgarhúsinu ehf., Ísafirði, dagsett 5. febrúar s.l., þar sem óskað er niðurfellingar fasteignagjalda af Edinborgarhúsinu ehf., Aðalstræti 7, Ísafirði, fyrir árið 2001 eða kr. 245.426.-

Bæjarráð tekur fram að nú þegar er veittur styrkur til félagasamtaka að upphæð kr. 100.000.- til greiðslu fasteignaskatts og holræsagjalds. Bæjarráð hafnar niðurfellingu umfram þá fjárhæð svo jafnræðis sé gætt milli félagasamtaka í Ísafjarðarbæ.

7. Málflutningsskrifstofan Selfossi. – Afrit bréfs til Elísabetar Pétursdóttur.

Lagt fram afrit bréfs frá Málflutningsskrifstofunni, Austurvegi 6, Selfossi, til Elísabetar Pétursdóttur, Sæbóli II, Ingjaldssandi, dagsett 1. febrúar s.l., þar sem henni er tilkynnt að hún hafi ekki forkaupsrétt að sölu jarðanna Sæbóls I og II á Ingjaldssandi, samkvæmt túlkun lögmanns seljanda.

Lagt fram til kynningar.

8. HF. Djúpbáturinn. – Aðalfundarboð 24. febrúar 2001.

Lagt fram fundarboð um aðalfund HF. Djúpbátsins fyrir árið 2000. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 24. febrúar og hefst kl. 14:00 á Hótel Ísafirði. Fundarefni tillaga um slit á félaginu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á aðalfundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

9. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ. – Fundargerðir 26. og 27. stjórnarfunda.

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ frá 26. og 27. stjórnarfundi.

Lagt fram til kynningar.

10. Drög að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2001-2004.

Lögð fram drög að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2001-2004.

Bæjarráð vísar drögum að þriggja ára áætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

11. Bréf bæjarstjóra. – Íslensk erfðagreining, samstarfsverkefni.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. febrúar s.l., þar sem hann greinir frá hugsanlegu samstarfsverkefni við Íslenska erfðagreiningu. En til þess að geta stigið næsta skref þarf heimild til að ráða ráðagjafa inn í verkefnið og er óskað eftir þeirri heimild frá bæjarráði. Fram kemur að á þessu stigi er engin trygging fyrir því að þetta verkefni takist.

Bæjarráð heimilar ráðningu ráðgjafa inn í verkefnið.

12. Bréf bæjarstjóra. – Hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýting hættusvæða, gerð bráðabirgðahættumats.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. febrúar s.l., þar sem hann leggur fram reglugerð um hættumat vegna ofanflóða o.s.fr. nr. 505/2000. Í reglugerðinni kemur fram að sveitarstjórnir í þeim sveitarfélögum þar sem ofanflóð hafa fallið á byggð eða nærri henni eða hætta er talin á slíku skulu láta meta hættu á ofanflóðum. Beiðni sveitarstjórna um gerð hættumats skal berast umhverfisráðherra og skipar hann fjögurra manna nefnd um hættumat, hættumatsnefnd.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að óskað verði eftir að ráðherra skipi fjóra fulltrúa í hættumatsnefnd, tvo frá Ísafjarðarbæ, en tveir eru skipaðir af ráðherra án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og óskar eftir að umhverfisnefnd leggi til hverjir verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:55

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinsson. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.