Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

232.fundur

Árið 2001, mánudaginn 22. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir.

Atvinnumálanefnd 18/1. 4. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 16/1. 141. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Fasteignagjöld árið 2001. - Afslættir til elli- og örorkulífeyrisþega.

Til fundar við bæjarráð mætti Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, til viðræðna um framkvæmd og ákvörðun afslátta til elli- og örorkulífeyrisþega vegna fasteignagjalda á árinu 2001.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að útfæra hugmyndir bæjarráðs um breytingar á reglum.

3. Bréf Elísabetar Pétursdóttur. - Forkaupsréttur jarða á Ingjaldssandi.

Lagt fram bréf frá Elísabetu Pétursdóttur, Ingjaldssandi, dagsett 15. janúar s.l., þar sem þess er óskað að bæjarráð Ísafjarðarbæjar beiti sér fyrir því að hún fái notið forkaupsréttar að jörðunum Sæbóli I og II á Ingjaldssandi. Í bréfinu er jafnframt bent á að hún Elísabet, sé eigandi að helmings jarðarhluta í Hálsi og Villingadal á Ingjaldssandi á móti Ágústi Péturssyni.
Jafnfram er fram lagt afrit af bréfi Elísabetar til Ágústar Péturssonar, Hjarðarholti, Búðardal, dagsett 15. janúar s.l., er varðar sama mál.
Svo og er lagt fram bréf frá Kjartani Ágústssyni og Dorothee Lubecki, Sundstræti 14, Ísafirði, dagsett 18. janúar s.l., þar sem þau skora á bæjarráð Ísafjarðarbæjar að beita sér fyrir því að Elísabet Pétursdóttir geti keypt jarðirnar Sæból I og II, Ingjaldssandi.
Á fundi bæjarráðs lagði bæjarstjóri fram afrit af bréfi og greinargerð Jarðanefndar Vestur-Ísafjarðarsýslu, dagsett 10. janúar s.l., er varðar væntanlega sölu á Sæbóli I og II, Ingjaldssandi, þar sem Jarðanefnd samþykkir fyrir sitt leyti gerða samninga, enda sé farið að ákvæðum laga um forkaupsrétt og uppsögn ábúðar og eða afnota. Svo og lagði bæjarstjóri fram afrit af bréfi Jarðanefndar, dagsett 10. janúar s.l., um sölu jarðarhluta Háls og Villingadals, Ingjaldssandi, þar sem niðurstaða Jarðanefndar var að samþykkja ekki gerða samninga um sölu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti að ofangreindum jörðum verði hafnað.

4. Íbúðarlánasjóðs. - Lán til innlausnaríbúða sem breyta skal í leiguíbúðir.

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dagsett 15. janúar s.l., þar sem tilkynnt er að samþykkt hefur verið í stjórn Íbúðalánasjóðs að veita Ísafjarðarbæ lán til innlausnar-íbúða, sem breyta skal í leiguíbúðir, sbr. ákvæði III til bráðabirgða í lögum um húsnæðismál. Samþykkt fjárhæð er kr. 5.000.000,-

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Gámaþjónustu Vestfjarða. - Brotajárn úr Bolungarvík.

Lagt fram bréf frá Gámaþjónustu Vestfjarða, dagsett 17. janúar s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð vegna geymslu á brotajárni fyrir Bolungarvík.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

6. Veðurstofa Íslands. - Breytt boðunarkerfi snjóflóðaeftirlitsmanna.

Lagt fram bréf frá Veðurstofu Íslands, dagsett 16. janúar s.l., þar sem tilkynnt er eð Landssíminn hafi tekið ákvörðun um að loka símboðakerfi sínu 31. janúar 2001. Tillaga Veðurstofu er að í stað símboðakerfis fái snjóflóðaeftirlitsmann GSM síma til afnota.

Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.

7. Skattstjóri í Vestfjarðaumdæmi. - Skýrslur forðagæslumanna.

Lagt fram bréf frá Skattstjóra í Vestfjarðaumdæmi, dagsett 16. janúar s.l., þar sem óskað er eftir að embættinu verði látnar í té skýrslur forðagæslumanna Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar.

8. Áhugahópur um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum. Þjóðahátíð Vestfirðinga 17.-24. mars 2001.

Lagt fram bréf frá Áhugahópi um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum, dagsett 12. janúar s.l., þar sem tilkynnt er að hin árlega Þjóðahátíð Vestfirðinga fyrir árið 2001 verði haldin dagana 17.-24. mars 2001. Áhugahópurinn óskar eftir afnotum af Íþrótta- húsinu á Torfnesi, Ísafirði, þann 24. mars n.k. fyrir lokahátíði sér að kostnaðarlausu.

Bæjarráð samþykkir beiðni bréfritara.

9. Ungt fólk í Evrópu. - Kynningarbréf.

Lagt fram bréf til sveitarstjórna á Íslandi frá samtökunum „Ungt fólk í Evrópu“ dagsett 17. janúar s.l. Tilgangur bréfsins er að vekja athygli sveitarfélaga á sjálfboðaþjónustu á vegum Evrópusambandsins. Sveitarfélög geta tekið á móti sjálfboðaliðum sem starfa að samfélagslegum verkefnum í 6 til 12 mánuði.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

10. Menntamálaráðuneytið. - Skýrsla um nýtingarmöguleika Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði.

Lagt fram afrit bréfs frá menntamálaráðuneyti, dagsett 17. janúar s.l., þar sem tilkynnt er að ákveðið hefur verið að greiða kr. 300.000.- fyrir skýrslu um nýtingarmöguleika Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði. Bæjarstjóri upplýsti að bréfið er svar til nefndar, um nýtingarmöguleika Héraðsskólans á Núpi á vegum menntamálaráðherra.

Lagt fram til kynningar.

11. Flateyri. - Frágangur mála, drög að samningi Ísafjarðarbæjar við ríkissjóð og Ofanflóðasjóð.

Bæjarstjóri lagði fram drög að samningi Ísafjarðarbæjar við ríkissjóð og Ofanflóðasjóð til lúkningar á eftirmálum snjóflóðsins sem féll á Flateyri 26. október 1995.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:25

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinsson. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.