Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

230.fundur

Árið 2001, mánudaginn 8. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir.

Félagsmálanefnd 19/12. 140. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla og fjölskylduskrifstofu, mætti til fundar við bæjarráð undir þessum dagskrárlið og lagði fram greinargerð við 2. lið fundargerðar félagsmálanefndar, er varðar hugsanlega niðurgreiðslu dagvistargjalda til dagmæðra. Jafnframt var komið inn á 3. lið fundargerðarinnar varðandi fjárhagsaðstoð á árinu 2000.
2. liður. Bæjarráð telur hér um athyglisverðar hugmyndir að ræða er þarfnast frekari skoðunar einkum hvar varðar kostnaðarhliðina.
3. liður. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað við fjárhagsaðstoð á s.l. ári.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf byggingarfulltrúa. - Forkaupsréttur fasteigna í Hnífsdal og Skutulsfirði.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 5. janúar s.l., bréfinu fylgir endurskoðaður listi yfir eignir í Hnífsdal og Skutulsfirði sem ástæða er til fyrir Ísafjarðarbæ að áskilja sér forkaupsrétt að, sbr. 31. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindur listi verði samþykktur.

3. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar janúar-nóvember 2000.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 4. janúar s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar-nóvember 2000.

Lagt fram til kynningar.

4. Íbúðalánasjóður. - Vaxtabreyting viðbótarlána og lána til leiguíbúða á árinu 2001.

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dagsett 28. desember 2000, þar sem verið er að tilkynna um vaxtabreytingar á viðbótarlánum og lánum til leiguíbúða á árinu 2001.
Vextir af viðbótarlánum hækka úr 4,54% í 5,70%, jafnframt að vextir af lánum til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði skv. VIII. kafla laga nr. 44/1998 verði 4,9% (voru 1,0% s.l. tvö ár), vextir af lánum til að breyta innlausnaríbúðum í leiguíbúðir sbr. bráðabirgðaákvæði III. laga nr. 44/1998, verði 4,9% (voru 3,9% árið 2000) og vaxtakjör lána til byggingar eða kaupa á leiguhúsnæði skv. 16. gr. laga nr. 44/1998, sbr. 7. tölulið 2. gr. reglugerðar nr. 458/1999, verði 4,9% (voru 3,9% árið 2000).

Lagt fram til kynningar.

5. Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, 2001 - 2004.

Umræða var um þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2001-2004 og farið yfir þriggja ára áætlun 2000-2003 er dreift var með gögnum bæjarráðs.
Reiknað er með að þriggja ára áætlun 2001-2004 verði tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 1. febrúar n.k. og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar þann l5. febrúar n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að þriggja ára áætlun.

6. Hagstofa Íslands. - Fréttabréf, mannfjöldi á Íslandi 1. desember 2000.

Lagt fram fréttabréf Hagstofu Íslands dagsett 22. desember 2000, er greinir meðal annars frá mannfjölda á Íslandi 1. desember 2000. Bráðabirgðatölur. Á Vestfjörðum fækkaði fólki um 168 eða 2%. Mest varð fækkunin á Patreksfirði eða 47 sem er fækkun um 6,0%, en íbúum fjölgaði mest á Suðureyri um 18 eða 5,7%.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf bæjarstjóra. - Skýrsla Byggðastofnunar um atvinnuástand á norðanverðum Vestfjörðum. Stöðumat.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 5. janúar s.l., ásamt minnisblaði Byggðastofnunar um stöðumat á atvinnuástandi á norðanverðum Vestfjörðum dagsettu 20. desember 2000, bréfi Fjórðungssambands Vestfirðinga um sama málefni dagsettu 4. janúar s.l. og afriti af bréfi Atvinnuþróunarfélags Vestfirðinga til Fjórðungssambandsins dagsettu 4. janúar 2001.
Bæjarstjóri hefur og sent atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar ofangreind gögn og óskað eftir athugasemdum.

Bæjarráð felur atvinnufulltrúa að ganga frá svari.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:37

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinsson. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.