Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

227.fundur

Árið 2000, mánudaginn 11. desember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, mætir til fundar við bæjarráð vegna úrskurðar umboðsamnns Alþingis um Fitjateig 4, Hnífsdal.

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, kom til fundar við bæjarráð vegna úrskurðar umboðsmanns Alþingis um erindi Steinunnar F. Gunnlaugsdóttur, vegna búsetu í Fitjateigi 4 í Hnífsdal, útskurðurinn er dagsettur 24. október s.l.

2. Fundargerðir.

Félagsmálanefnd 8/12. 138. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Nefnd um uppbyggingu íþróttamannvirkja og landsmót UMFÍ 2004 4/12.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði 8/12.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf Sigurðar M. Óskarssonar, tæknideild. - Vatnsveitumannvirki í Tungudal og á Dagverðardal.

Lagt fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, tæknideild, dagsett 6. desember s.l., þar sem hann að ósk bæjarráðs gerir grein fyrir vatnsveitumannvirkjum í Tungudal og á Dagverðardal í Skutulsfirði.
Jafnframt er fram lagt bréf frá Valdimar Steinþórssyni dagsett 9. desember s.l., það sem hann ítrekar óskir sínar um að fá afnot af gömlu vatnsveitumannvirkjunum á Dagverðardal. Bréfi Valdimars fylgir aftir af bréfi Orkubús Vestfjarða til hans dagsett 7. desember s.l., þar sem stjórn Orkubúsins gerir ekki athugasemdir við að vatn úr fyrirliggjandi vatnsleiðslu á Dagverðardal verði nýtt til rafmagnsframleiðslu af öðrum en Orkubúinu. Að öðru leiti frestar stjórn O.V. afgreiðslu umsókna um vatnsréttindi í Tungudal og Dagverðardal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til viðræðna við Valdimar Steinþórsson um nýtingu gömlu vatnsveitumannvirkjanna á Dagverðardal til raforkuframleiðslu.

4. Bréf tveggja einstaklinga, er óskast farið með sem trúnaðarmál.

Lagt fram bréf tveggja einstaklinga dagsett 7. desember s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð. Óskað er eftir að farið verði með erindið sem trúnaðarmál.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

5. Erindi sent formanni bæjarráðs og lagt fram af honum, óskast farið með sem trúnaðarmál.

Lagt fram afrit af erindi er borist hefur Guðna G. Jóhannessyni, formanni bæjarráðs, dagsett 7. desember s.l. og varðar viðskipti fyrirtækis í Ísafjarðarbæ við Ísafjarðarbæ. Formaður óskar eftir að farið verði með erindið sem trúnaðarmál.

Lagt fram til kynningar, umfjöllun frestað til næsta fundar bæjarráðs.

6. Upp tekinn 6. liður fundargerðar félagsmálanefndar frá 21. nóvember s.l.

Tekinn fyrir að nýju í bæjarráði 6. liður fundargerðar félagsmálanefndar frá 137. fundi þann 21. nóvember s.l. Liðnum var frestað í bæjarráði þann 27. nóvember s.l., þar sem undirgögn varðandi málið voru ekki lögð fram fyrr en á fundinum sjálfum.
Um er að ræða drög að samþykkt um skipan félagsmála í Ísafjarðarbæ og reglur um félagslega heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að drög að samþykkt um skipan félagsmála í Ísafjarðarbæ og reglur um félagslega heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ verði samþykkt.

7. Umhverfisráðuneytið. - Snjóflóðavarnir við Fremstuhús í Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dagsett 4. desember s.l., er varðar beiðni Ísafjarðarbæjar um stuðning við frumathugun snjóflóðavarna við Fremstuhús í Dýrafirði. Að tillögu Ofanflóðasjóðs fellst ráðuneytið á beiðni Ísafjarðarbæjar og hefur óskað eftir að Sigurjón Hauksson, verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Austurlands, taki að sér þetta verkefni.

Bæjarráð felur tæknideild afgreiðslu málsins.

8. Kauptilboð í Aðalgötu 14 og 14b, Suðureyri.

Lagt fram kauptilboð að upphæð kr. 50.000.- í húseignirnar Aðalgötu 14 og 14b, Suðureyri, frá Elíasi Guðmundssyni, Suðureyri, dagsett 7. desember s.l. Jafnframt er fram lagt bréf frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, dagsett 8. desember s.l., þar sem hann gerir grein fyrir ástandi eignanna.

Bæjarráð samþykkir kauptilboð í Aðalgötu 14 og 14b, Suðureyri.

9. Umhverfisráðuneytið. - Uppkaup Skíðheima á Seljalandsdal.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dagsett 30. nóvember s.l., varðandi beiðni Ísafjarðarbæjar um stuðning Ofanflóðasjóðs við uppkaupum á Skíðheimum á Seljalandsdal. Í bréfinu kemur fram að stuðningur Ofanflóðasjóðs við aðgerðir sveitarfélaga, í slíkum málum, á aðeins við um íbúðarhúsnæði sbr. lög nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum með síðari breytingum og erindinu því hafnað.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf þriggja slökkviliðsstjóra. - Sameining slökkviliða á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf undirritað af slökkviliðsstjórum Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur og Súðavíkur, ódagsett þar sem rætt er um sameiningu slökkviliða á Vestfjörðum og stofnun byggðasamlags um rekstur þess.

Bæjarráð tekur vel í hugmyndir slökkviliðsstjóranna og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

11. Foreldrafélag Grunnskólans á Ísafirði. - Ályktun vegna almenningsvagna.

Lagt fram bréf frá foreldrafélagi Grunnskólans á Ísafirði, ódagsett. Efni bréfsins er svohljóðandi ályktun frá aðalfundi foreldrafélagsins er haldinn var þann 19. október 2000. ,,Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Ísafirði beinir því til bæjaryfirvalda, að almenningsvagn fari frá miðbæ Ísafjarðar kl. 22:10 í stað 22:20 virka daga eins og nú er. Með því væri betur hægt að nálgast lögbundinn útivistartíma barna og unglinga."

Bæjarráð þakkar ábendinguna og beinir því til bæjarstjóra að athuga hvort unt sé að verða við beiðni foreldrarfélagsins.

12. Bréf fjármálastjóra. - Gjaldskrá fyrir sorphirðu.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 6. desember s.l., ásamt drögum að nýrri gjaldskrá fyrir sorphirðu í Ísafjarðarbæ. Gjaldskrá fyrir íbúða- húsnæði var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 5. október s.l., en hér er lagt til að gjald- skrá sorpeyðingargjalda á lögaðila (B-liður) hækki samkvæmt gjaldflokkum 1 - 10 um 6.8%, en gjaldskrá hækkaði síðast í janúar 1999. Gjald samkvæmt flokki 11 og fyrir brotajárn er óbreytt.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt.

13. Bréf fjármálastjóra. - Reglur um holræsagjöld.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 4. desember s.l., er varðar reglur um holræsagjöld í Ísafjarðarbæ. Meðfylgjandi eru drög að nýrri reglugerð um holræsagjöld í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglugerðin verði samþykkt.

14. Stefna Láru V. Júlíusdóttur hrl., f.h. Eiríks Kristóferssonar.

Lögð fram stefna frá Láru V. Júlíusdóttur hrl., f.h. Eiríks Kristóferssonar og Margrétar B. Ólafsdóttur, Seljalandi 9, Ísafirði. Stefnan var lögð fram í Héraðsdómi Vestfjarða 6. desember 2000. Megin mál stefnunnar er að stefndi leysi til sín húseignina að Seljalandi 9, Ísafirði og greiði stefnanda skaðabætur.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni Andra Árnasyni hrl., að fara með málið fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

15. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða. - Atvinnuleysisskráning.

Lagt fram bréf Svæðisvinnumiðlunar Vestfjarða dagsett 27. nóvember s.l., þar sem þess er farið á leit við Ísafjarðarbæ, að endurnýjaðir verði samningar um að Ísafjarðarbær annist atvinnuleysisskráningar á Suðureyri og Þingeyri, eins og verið hefur. Bréfinu fylgir samningur um atvinnuleysisskráningar á þessum stöðum.

Bæjarráð samþykkir fram lagðan samning.

16. Afrit bréfs byggingarfulltrúa til nefndarsviðs Alþingis.

Lagt fram afrit af bréfi Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, til nefndarsviðs Alþingis dagsett 7. desember s.l. Í bréfinu er umsögn byggingarfulltrúa um frumvarp til breytinga á skipulags- og byggingarlögum nr.73/1997. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

Lagt fram til kynningar.

17. Bréf byggingarfulltrúa.-Gjaldskrá byggingarleyfis- og gatnagerðargjalda.

Lagt fram bréf frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, dagsett 6. desember s.l., varðandi gjaldskrá byggingarleyfis- og gatnagerðargjalda hjá Ísafjarðarbæ. Bréfinu fylgir tillaga byggingarfulltrúa að gjaldskrá byggingarleyfis- og gatnagerðarjalda ásamt öðrum þeim gjöldum sem eru á verksviði byggingarfulltrúa að reikna út eða gera reikninga fyrir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fram lagðar tillögur byggingarfulltrúa, að gjaldskrá um gatnagerðargjald og byggingarleyfisgjald, verði samþykktar.

18. Bréf leikskólastjóra Grænagarðs og formanns foreldrafélags Grænagarðs á Flateyri.

Lagt fram bréf frá leikskólastjóra Grænagarðs og formanns foreldrafélags Grænagarðs á Flateyri dagsett 5. desember s.l., athugasemdir við tillögu fræðslunefndar um nýja gjaldskrá fyrir leikskóla Ísafjarðarbæjar. Í bréfinu er farið fram á að hækkun verði frestað og að starfsmenn leikskóla Ísafjarðarbæjar fái afslátt af dagvistargjöldum eins og dæmi eru um í öðrum sveitarfélögum.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði þar sem atriði er tengjast málinu eru enn í vinnslu nefnda.

19. Bréf Fulltingis ehf., lögfræðiþjónustu. - Kvíaeldi í Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá Fulltingi ehf., lögfræðiþjónustu, Suðurlandsbraut 18, Reykjavík, dagsett 5. desember s.l., þar sem bréfritari f.h. Sölva Pálssonar, Aðalstræti 51, Þingeyri, biður um staðsetningarleyfi vegna fyrirhugaðs kvíaeldis á laxi í sjó í Dýrafirði.

Bæjarráð sendir erindið til umhverfisnefndar og atvinnumálanefndar til umsagnar.

20. Varasjóður viðbótarlána. - Endursölur félagslegra íbúða.

Lagt fram bréf frá Varasjóði viðbótarlána dagsett 5. desember s.l., í bréfinu er leitað upplýsinga frá sveitarfélögum um væntanlegar sölur á íbúðum, sem sveitarfélögin hafa innleyst eða munu innleysa og selja yfir á frjálsan markað á næstu árum. Farið er fram á þessar upplýsingar svo unnt verði að áætla fjárþörf sjóðsins til næstu ára.

Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindinu.

21. Bréf Skóla- og fjöldkylduskrifstofu. - Aukafjárveiting vegna niðurgreiðslu dagvistargjalda.

Lagt fram bréf frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu dagsett 8. desember s.l., þar sem skýrð er frekar beiðni frá 1. desember s.l., um aukafjárveitingu til að standa undir útgjöldum vegna niðurgreiðslu dagvistargjalda á fjárhagsárinu 2000. Farið er fram á aukafjárveitingu upp á samtals kr. 974.000.-

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu kr. 974.000.- á liðinn 02-11-648-1 er fjármagnist með lántöku.

22. Afrit bréfs bæjarstjóra til Roskilde Byråd.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Roskilde Byråd dagsett 4. desember s.l., þar sem hann f.h. Ísafjarðarbæjar vottar samúð við fráfall Henriks Christiansen, bæjarstjóra, Roskilde.

Lagt fram til kynningar.

23. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 2. desember 2000.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 4. desember s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 2. desember 2000.

Lagt fram til kynningar.

24. Samb. ísl. sveitarf. - Lög um tekjustofna og vatnsveitur sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 1. desember s.l., ásamt nýsamþykktum lögum um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum og nýsamþykktum lögum um breytingar á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 81/1991, með síðari breytingum.

Lagt fram til kynningar.

25. Samb. ísl. sveitarf. - Merking landsvæða.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 28. nóvember s.l., varðandi merkingu landsvæða, er auðveldi vegfarendum að finna markverða staði, mannvirki og svæði sem heppileg eru til útivistar í hverjum landshluta.

Lagt fram til kynningar.

26. Náttúruvernd ríkisins. - Náttúruverndaráætlun.

Lagt fram bréf frá Nátturuvernd ríkisins dagsett 5. desember s.l., er varðar náttúruverndaráætlun og náttúruminjaskrá. Náttúruvernd ríkisins bendir á að friðlýsing landsvæða samkvæmt lögum um náttúruvernd er leið til stjórnunar á nýtingu ákveðinna svæða. Ef Ísafjarðarbær hefur áhuga á formlegri friðlýsingu einhverra svæða innan sveitarfélagsins og þar með að setja reglur um nýtingu og umgengni á viðkomandi svæðum, er stofnunin reiðubúin að vinna með Ísafjarðarbæ að formlegri friðlýsingu.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

27. Bréf sex einstaklinga vegna snjótroðarakaupa.

Lagt fram bréf frá Gunnari Þórðarsyni, Jóhanni K. Torfasyni, Páli Sturlaugssyni, Einari Val Kristjánssyni, Pálma Stefánssyni og Gísla J. Hjaltasyni, dagsett 11. desember 2000, þar sem undirritaðir tjá vilja sinn til að standa fyrir kaupum á Laitner troðara árgerð 1994 og afhenda Ísafjarðarbæ til reksturs. Fyrisjáanlegt viðhald á troðaranum er kr. 1.500.000.- er falla mun á Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð þakkar gott boð og leggur til við bæjarstjórn að tilboðinu verði tekið í trausti þess að upplýsingar um ástand troðarans og viðhaldsþörf séu réttar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:10

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.