Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

225.fundur

Árið 2000, mánudaginn 27. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir.

Félagsmálanefnd 21/11. 137. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
6. liður. Bæjarráð fresta að taka afstöðu til þessa liðar.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Starfshópur um framtíðarlausn í húsnæðismálum
Grunnskólans á Ísafirði 21/11. 4. fundur.
Fundargerðin er í þremur lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Sigurðar Sigurdórssonar. - Sumarhús á lóð Túngötu 5, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Sigurði Sigurdórssyni, Reykjamörk 12, Hveragerði, dagsett 18. nóvmeber s.l., þar sem hann óskar eftir að sumarbústaður í eigu Ísafjarðarbæjar, sem er á lóðinni Túngötu 5, Flateyri, verði fjarlægður sem fyrst. Jafnframt að bætt verði fyrir malarlager 40 rúmmetra er var á lóðinni, þegar sumarhús voru sett á svæðið og Flateyrarhreppur nýtti sér í ofaníburð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna rýmingu á viðkomandi sumarhúsi og auglýsa það síðan til sölu og brottflutnings.

3. Bréf Ásthildar C. Þórðardóttur. - Flóttafólk frá El Salvador.

Lagt fram bréf frá Ásthildi C. Þórðardóttur, Ísafirði, dagsett 20. nóvember s.l., þar sem hún óskar liðsinnis vegna flóttafólks frá El Salvador.
Jafnframt fylgir bréf Hólmfríðar Gísladóttur hjá Rauða krossi Íslands til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um sama málefni, þar sem og er óskað liðsinnis Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða frekar við bréfritarana.

4. Byggðastofnun. - Synjun styrks um ráðgjöf í atvinnumálum.

Lagt fram bréf frá Byggðastofnun, dagsett 16. nóvember s.l., þar sem synjað er beiðni Ísafjarðarbæjar um styrk til ráðgjafar í atvinnumálum.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Súðavíkurhrepps. - Orkubú Vestfjarða, félagsform.

Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 15. nóvember s.l., þar sem kynntar eru samþykktir Súðavíkurhrepps frá hreppsnefndarfundi er haldinn var þann 14. nóvember s.l., er fjalla um breytingar á félagsformi Orkubús Vestfjarða og hugsanleg kaup ríkisins á hlutum sveitarfélaga í Orkubúi Vestfjarða.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Stígamóta. - Beiðni um fjárframlag.

Lagt fram bréf frá Stígamótum, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um kynferðisofbeldi, dagsett 19. nóvember s.l., ásamt fjárhagsáætlun Stígamóta fyrir árið 2001. Í bréfinu er starfsemin kynnt og þess farið á leit við sveitarfélög að þau styrki með fjár- framlegi rekstur Stígamóta.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

7. Skólaskrifstofa Vestfjarða. - Ársreikningur 1999.

Lagður fram ársreikningur Skólaskrifstofu Vestfjarða fyrir árið 1999. Reikningurinn er unninn af Löggiltum endurskoðendum Vestfjörðum ehf., Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

8. Samb. ísl. sveitarf. - Breyting á kjarasamningi við ASV.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 14. nóvember s.l., ásamt afriti af kjarasamningi milli Launanefndar sveitarfélaga f.h. Ísafjarðarbæjar, Hólmavíkurhrepps, Reykhólahrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar annars vegar og Alþýðusambands Vestfjarða f.h. aðildarfélaga sinna hins vegar. Samningurinn felur í sér framlengingu á gildandi samningi til 31. desember 2000.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að samningurinn verði samþykktur.

9. Samgöngunefnd Alþingis. - Frumvarp til laga um loftferðir.

Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 16. nóvember s.l., ásamt frumvarpi að lögum um breytingar á lögum nr. 60/1998, um loftferðir, með síðari breytingum. Erindið er sent sveitarstjórn til umsagnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir bæjarráð.

10. Samgöngunefnd Alþingis. - Samgöngubætur á Vestfjörðum. Tillaga til þingsályktunar flm. Guðjón A. Kristjánsson.

Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 16. nóvember s.l., ásamt tillögu til þingsályktunar um varanlegar samgöngubætur á Vestfjörðum, flm. Guðjón A. Kristjánsson. Tillagan er send sveitarstjórn til umsagnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir bæjarráð.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:05

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.