Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

223.fundur

Árið 2000, mánudaginn 13. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Valdimar Steinþórsson mætir til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð mætti Valdimar Steinþórsson, Seljalandsvegi 22, Ísafirði, í framhaldi af erindi hans fyrir 222. fundi bæjarráðs þann 6. nóvmeber s.l., er fjallar um beiðni á afnotum eða kaupum á gömlu vatnsveitumannvirkjunum á Dagverðardal. Jafnframt er fram lagt undir þessum lið bréf frá Valdimar, dagsett þann 7. nóvember s.l., þar sem hann óskar eftir viðræðum um afnotarétt af gömlu vatnsveitumannvirkjunum í Tungudal ásamt vatnsréttindum.
Á fundinn mætti og Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar erindum Valdimars frá 222. og 223. fundi bæjarráðs til umhverfisnefndar til umsagnar.

2. Fundargerðir.

Atvinnumálanefnd 8/11. 2. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 4/11. 135. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 7/11. 136. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 9/11. 59. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
7. liður. Bæjarráð telur menningarmálanefnd hafa umsjón með eftirliti og viðhaldi listaverka á opnum svæðum á vegum Ísafjarðarbæjar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði 7/11. 2. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf Birkis Þ. Guðmundssonar. - Vatnsréttindi Tungudal-Dagverðardal.

Lagt fram bréf frá Birki Þ. Guðmundssyni, Hagan, Noregi, dagsett þann 9. nóvember s.l., þar sem hann óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um leigu vatnsréttinda í Tungudal og Dagverðardal í Skutulsfirði.

Bæjarráð vísar erindi Birkis til umhverfisnefndar til umsagnar.

4. Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar. - Fjárhagsáætlun 2001.

Lagt fram bréf frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, dagsett 13. október s.l., greinargerð með fjárhagsáætlun 2001. Í bréfinu er óskað eftir að styrk- veitingum til skólans frá Ísafjarðarbæ verði haldið áfram á næsta fjárhagsári og aukið upp í styrk sem svarar til einnar stöðu við skólann. Stöðugildi við skólann kostar rúmar 2 milljónir króna á ári. Hjálagt fylgir afrir af bréfi Listaskóla RÓ. til skólamálafulltrúa dagsett 8. september 2000.

Bæjarráð leggur til að miðað verði við óbreytta styrkveitingu á árinu 2001.

5. Bréf byggingarfulltrúa. - Greinargerð vegna Pollgötu.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 10. nóvember s.l., ásamt greinargerð umhverfisnefndar varðandi Pollgötu.

Bæjarráð vísar greinargerðinni til bæjarstjóra vegna viðræðna við Vegagerðina.

6. Bréf forstöðum. Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Stöðugildi Eyrarskjóli.

Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu dagsett 10. nóvember s.l., er varðar beiðni um aukningu stöðugildis um 0,5 við leikskólann Eyrarskjól, vegna stuðnings við tvö börn, sem eru að koma inn á leikskólann.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forstöðumann Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu.

7. Bréf iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. - Málefni Orkubús Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti dagsett 7. nóvember s.l., er varðar hugsanleg kaup ríkisins á eignarhluta sveitarfélaga í Orkubúi Vestfjarða. Í bréfinu er gengið út frá því að heildarverðmæti Orkubús Vestfjarða sé 4,6 milljarðar króna og að söluverðmæti verði notað til að greiða niður skuldir sveitarsjóða á Vestfjörðum og til lausnar bráðavanda sveitarfélaganna í félagslega íbúðarkerfinu.
Fallist allar sveitarstjörnir á Vestfjörðum á að breyta félagsformi Orkubúsins mun ríkisvaldið gera hverju einstöku sveitarfélagi tilboð í hlut þess í Orkubúi Vestfjarða.
Ofangreint bréf er undirritað af ráðuneytisstjórum iðnaðarráðuneytis, félagsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis.

Bæjarráð vísað bréfinu til umræðu í bæjarstjórn.

8. Drög að bréfi Ísafjarðarbæjar til viðræðunefndar ríkisins vegna Orkubús Vestfjarða.

Lögð fram drög að bréfi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem svar við bréfi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis frá 7. nóvember s.l., varðandi hugsanleg kaup ríkisins á eignarhlutum sveitarfélaga á Vestfjörðum í Orkubúi Vestfjarða.

Bæjarráð vísar drögum að svarbréfi Ísafjarðarbæjar til umræðu í bæjarstjórn.

9. Fundarboð, almennur borgarafundur um málefni Orkubús Vestfjarða.

Lagt fram bréf til sveitarstjórnarmanna dagsett 9. nóvember s.l., ásamt fundarboði um almennan borgarafund þann 22. nóvember n.k., um málefni Orkubús Vestfjarða. Fundurinn verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 20:00

Lagt fram til kynningar.

10. Greiðsla styrkja vegna greiðslumarks mjólkur.

Lögð fram beiðni undirrituð af bæjarritara dagsett 9. nóvember s.l., þar sem farið er fram á heimild til greiðslu styrkja vegna kaupa nokkurra einstaklinga á greiðslumarik mjólkur, með tilvísun í samþykkt bæjarráðs 2. október s.l. og staðfestingar bæjarstjórnar 5. október s.l. Heildar upphæð er kr. 410.000.- er færist á bókhaldslykil 13-24-501-1.

Bæjarráð samþykkir greiðslu styrkja að upphæð kr. 410.000.- er fjármagnist með lántöku.

11. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. - Beiðni um fjárframlag vegna útgáfu þjónustubæklings ofl.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 3. október s.l., þar sem farið er fram á fjárframlag vegna þjónustubæklinga, þjónustuhandbókar og kynningar á Vestfjörðum. Bréfinu fylgir reikningur að upphæð kr. 180.000.-

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

12. Bréf bæjarstjóra. - Faktorshúsið í Hæstakaupstað.

Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 9. nóvember s.l., varðandi Faktorshúsið í Hæstakaupstað. Bréfinu fylgir afrit af bréfi Áslaugar J. Jensdóttur til bæjarstjóra dagsett 20. október s.l., er varðar fyrri erindi til Ísafjarðarbæjar, styrkveitingar og fasteignagjöld.
Í bréfi bæjarstjóra er vísað í þjóðminjalög nr. 88 29. maí 1989, þar sem segir að „Heimilt er að fella niður fasteignagjöld af friðuðum húsum“. Ekki eru til reglur hjá Ísafjarðarbæ um lækkun fasteignagjalda vegna friðaðra húsa.

Bæjarráð telur rétt að athuga með hvaða hætti er hægt að koma til móts við bréfritara og aðra í svipaðri stöðu. Er erindinu því vísað til árlegrar endurskoðunar á reglum um styrki til greiðslu fasteignagjalda.

13. Bréf bæjarstjóra. - Holtsskóli.

Lagr fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. nóvember s.l., varðandi Holtsskóla í Önundarfirði. Í bréfinu greinir bæjarstjóri frá umræðum er verið hafa um framtíð Holtsskóla frá því ákvörðun var tekin um að leggja niður skólastarf þar. Í lok bréfsins leggur bæjarstjóri til að Holtsskóli verði auglýstur til sölu og þá fái þeir aðilar er sýnt hafa húsnæðinu áhuga tækifæri til að bjóða í húsið. Í auglýsingu er hægt að taka fram að húsið þjóni hlutverki félagsheimilis fyrir sveitina í Önundarfirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Holtsskóli verði auglýstur til sölu með þeim fyrirvörum sem fram koma í bréfi bæjarstjóra.

14. Bréf nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði. - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá nemendaráði Menntaskólans á Ísafirði, þar sem farið er fram á styrk í formi lækkunar á húsaleigu fyrir Íþróttahúsið á Torfnesi, vegna tónleika er nemendafélag MÍ heldur með hljómsveitinni Urmli föstudaginn 17. nóvember n.k.
Bréfið var tekið fyrir í menningarmálanefnd þann 9. nóvember s.l., þar er lagt til að húsaleiga verði felld niður.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

15. Bréf Ingólfs Kjartanssonar. - Styrkbeiðni v/Dalbær, Snæfjallaströnd.

Lagt fram bréf frá Ingólfi Kjartanssyni, Klettarúni, Höfn, f.h. Ferðaþjónustunnar Dalbæ, dagsett 7. nóvember s.l., þar sem hann óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til að lagfæra Félagsheimilið Dalbæ á Snæfjallaströnd. Húsið er í eigu Átthagafélags Snæfjallahrepps.

Bæjarráð hafnar erindinu.

16. Bréf Heiðars Sigurðssonar. - Forkaupsréttur að Stekkjargötu 4, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Heiðari Sigurðssyni, Miðtúni 45, Ísafirði, dagsett þann 2. nóvember s.l., þar sem Ísafjarðarbæ er boðið að neyta forkaupsréttar að fasteigninni Stekkjargötu 4 í Hnífsdal.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

17. Minningarreitur í kirkjugarðinum í Engidal.

Lagt fram bréf undirritað af Margréti J. Birkisdóttur og Ólafi R. Sigurðssyni f.h. árgangsins 1959, dagsett 8. nóvember s.l., varðandi minningarreit, um þá sem hvíla í fjarlægð, er vígður var í október s.l. í kirkjugarðinum í Engidal. Verkið hefur verið kostnaðarsamt og er í bréfinu leitað til Ísafjarðarbæjar eftir framlagi til aðstoðar við greiðslu kostnaðar.

Bæjarráð samþykkir styrk upp á kr. 50.000.-

18. Eignarhaldsf. Brunabótaf. Íslands. - Úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett þann 6. nóvember s.l., þar sem tilkynnt er að ekki hafi, við úthlutun styrkja úr styrktarsjóði EBÍ, verið hægt að verða við umsókn Ísafjarðarbær um styrk til fornleifaskráningar í Ísafjarðarbæ eða húsakönnunar að þessu sinni.

Lagt fram til kynningar.

19. Sparisjóðir Önundarfjarðar og Þingeyrarhrepps. - Aukning stofnfjár.

Lögð fram tvö bréf sama efnis frá Sparisjóðum Önundarfjarðar og Þingeyrar- hrepps dagsett 1. og 2. nóvember s.l., þar sem greint er frá fundum stofnfjáraðila á Þingeyri 30. október s.l. Á fundunum var samþykkt tillaga um sameiningu þessarra sjóða við Eyrarsparisjóð og Sparisjóð Súðavíkur. Auk þess var ákveðið að auka stofnfé sjóðanna og er Ísafjarðarbæ boðið að nýta sér rétt sinn hvað það varðar. Framlögð er og samrunaáætlun ofangreindra fjögurra sparisjóða.

Bæjarráð óskar umsagnar fjármálastjóra.

20. Hafnarstræti 11, Ísafirði. - Afsal.

Lagt fram afrit af þinglýstu afsali til Ísafjarðarbæjar vegna kaupa bæjarins á Hafnarstræti 11, Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir að leita heimildar umhverfisnefndar til niðurrifs á eigninni.

21. Starfsmannafélag Orkubús Vestfjarða. - Ályktun til sveitarstj. á Vestfj.

Lögð fram ályktun til sveitarstjórna á Vestfjörðum frá stjórn starfsmannafélags Orkubús Vestfjarða þar sem stjórnin m.a. hvetur sveitarstjórnir á Vestfjörðum til að íhuga vandlega hvaða alvarlegu afleiðingar það getur haft fyrir byggð á Vestfjörðum til lengri tíma litið ef sveitarfélögin láta af hendi forræði Vestfirðinga í Orkubúi Vestfjarða með því að selja ríkinu hlut sinn til lausnar á vanda félagslega íbúðakerfisins.

Lagt fram til kynningar.

22. Samb. ísl. sveitarf. - Endurgreiðsla virðisaukaskatts.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 6. nóvember s.l., varðandi endur- greiðslu virðisaukaskatts vegna slökkvibifreiða og tækjabúnaðar slökkviliða.

Lagt fram til kynningar.

23. Skipulagsstofnun. - Kynningarfundir í nóvember 2000.

Lagt fram fréttabréf Skipulagsstofnunar um kynningarfundi um ný lög og nýja reglugerð um mat á umhverfisáhrifum. Kynningarfundur á Ísafirði verður haldinn miðvikudaginn 22. nóvember n.k. á Hótel Ísafirði og hefst kl. 13:00

Lagt fram til kynningar.

24. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2001.

Lagt var fram frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2001, er kemur fyrir næsta fund bæjarstjórnar þann 16. nóvember n.k. Frumvarpið er unnið samkvæmt fyrirmælum bæjarráðs um meðalhækkun gjalda. Til fundar bæjarráðs mætti Þórir Sveinsson, fjármálastjóri og fór yfir frumvarpið með bæjarráðsmönnum.

25. Bréf bæjarstjóra. - Trúnaðarmál.

Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, merkt trúnaðarmál, dagsett 8. nóvember s.l., þar sem greint er frá tveimur bréfum frá Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu er varða fjárhagsvanda fjölskyldu í Ísafjarðarbæ. Í bréfi bæjarstjóra er lagt til að frestað verði eða greiddar sem fjárhagsaðstoð skuld við Ísafjarðarbæ upp á kr. 903.865.-

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:15

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.