Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

222.fundur

Árið 2000, mánudaginn 6. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir.

Félagsmálanefnd 31/10. 134. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði 31/10. 1. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 1/11. 120. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Minnisblað bæjarritara. - Túngata 10, Suðureyri.

Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 3. nóvember s.l., þar sem skýrt er frá að Íbúðalánasjóður muni óska útburðarbeiðni vegna búsetu Magnúsar S. Jónssonar, skólastjóra Grunnskólans á Suðureyri, í Túngötu 10 á Suðureyri, en Íbúðalánasjóður er eigandi hússins eftir uppboð 8. apríl 1998. Magnús hefur verið í húsinu á vegum Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika á öðru húsnæði fyrir skólastjóra á Suðureyri.

3. Minnisblað bæjarritara. - Kaup og sala eigna.

Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 30. október s.l., þar sem greint er frá hugsanlegum kaupum Ísafjarðarbæjar á Fjarðarstræti 16, Ísafirði, af Gunnari Arnórssyni og sölu til hans á íbúð í Eyrargötu 6, Ísafirði. Í minnisblaðinu eru útreikningar um þessi eignaskipti.

Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á þeim nótum er fram koma í minnisblaði bæjarritara.

4. Erindi fyrir bæjarráð. - Höfnun forkaupsréttar útgáfa kvaðalausra afsala.

Lagt fram erindi frá bæjarritara dagsett 1. nóvember s.l., þar sem farið er fram á heimild til handa bæjarstjóra, að gefa út afsöl vegna þeirra húseigna/íbúða, sem þinglýstar eru á Byggingarfélag verkamanna og eru skuldlausar við bæjarsjóð Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð veiti bæjarstjóra heimild til að gefa út kvaðalaus afsöl.

5. Bréf Valdimars Steinþórssonar. - Vatnsveita Dagverðardal.

Lagt fram bréf frá Valdimar Steinþórssyni dagsett 31. október s.l., þar sem hann leitar svara um hugsanleg afnot eða kaup á gömlu vatnsveitumannvirkjum vatnsveitunnar á Dagverðardal, Skutulsfirði.

Bæjarráð boðar bréfritara á næsta fund bæjarráðs þann 13. nóvember 2000.

6. Bréf bæjarstjóra. - Fundur með Húsafriðunarnefnd 7. nóvember n.k.

Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 31. október s.l., þar sem tilkynnt er koma formanns Húsafriðunarnefndar ríkisins, ásamt framkvæmdastjóra, til Ísafjarðar þann 7. nóvember n.k. Tilefnið er að halda fund með fulltrúum Ísafjarðarbæjar um húsafriðunarmál og þá sérstaklega um gamla barnaskólann við Aðalstræti.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð mun sitja fundinn.

7. Bréf Gunnlaugs Finnssonar. - Sóknarnefnd Flateyrarsóknar.

Lagt fram bréf frá Gunnlaugi Finnssyni, Flateyri, dagsett 25. október s.l., þar sem hann leiðréttir áður upp gefinn kostnaðarhlut Ísafjarðarbæjar í endurbótum á kirkjugarðinum á Flateyri. Hlutur Ísafjarðarbæjar ætti að vera kr. 4.129.710.- í heildar- kostnaði sem er kr. 11.823.012.-

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf bæjarritara. - Hafnarvegur Ísafirði (636).

Lagt fram bréf frá bæjarritara dagsett 1. nóvember s.l., ásamt drögum að áætlun um Hafnarveg Ísafirði (636) milli Vegagerðarinnar og Ísafjarðarbæjar. Í áætluninni kemur fram að þjóðvegurinn Hafnarvegur Ísafirði lengist og liggi um Pollgötu og Suðurgötu að Ásgeirsgötu eða um Pollgötu og Njarðarsund að Sindragötu.

Lagt fram til kynningar.

9. Samkomulag Ísafjarðarbæjar og hestamannafélagsins Hendingar.

Lagt fram samkomulag Ísafjarðarbæjar og hestamannafélagsins Hendingar á Ísafirði dagsett 31. október s.l., um hesthúsabyggð í Engidal, Skutulsfirði. Samkomulagið er jafnframt undirritað af Héraðssambandi Vestfirðinga, því samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar skulu samningar við einstök íþróttafélög fara í gegnum heildarsamtök íþróttahreyfingarinnar.

Samningurinn hefur hlotið samþykki bæjarstjórnar og er lagður fram til kynningar í endanlegri mynd. Bæjarráð leggur áherslu á að húsfélagssamþykktir verði lagðar fram í umhverfisnefnd og til kynningar í bæjarráði.

10. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Vestfjörðum. - Framkvsj. fatlaðra.

Lagt fram bréf frá Svæðisskrifstofu málaefna fatlaðra á Vestfjörðum dagsett 26. október s.l., þar sem auglýst er eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð fatlaðra vegna úthlutunar fyrir árið 2001. Umsóknir sendist til Svæðisskrifstofu Vestfjarða, Hafnarstræti 1, Ísafirði, fyrir 20. nóvember n.k.

Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og tæknideildar.

11. Afrit bréfa Ferðaþjónustu Reykjaness ehf., til samgönguráðuneytis.

Lögð fram afrit af tveimur bréfum frá Ferðaþjónustu Reykjaness ehf., til samgönguráðuneytis dagsett 30. október s.l., er varða vegalagnir við Ísafjarðardjúp.

Lagt fram til kynningar.

12. Foreldraráð Grunnskólans á Ísafirði. - Beiðni um ferðastyrk.

Lagt fram bréf frá Foreldraráði Grunnskólans á Ísafirði dagsett 1. nóvember s.l., beiðni um stuðning við greiðslu ferðakostnaðar á þing EPA, þing evrópskra foreldrafélaga er haldið verður í Reykjavík 25. og 26. nóvember n.k. Sótt er um framlag að upphæð kr. 50.000.-

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

13. Afrit bréfs bæjarstjóra til félagsmálaráðuneytis. - Félagslegar íbúðir.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til félagsmála- ráðuneytis dagsett 31. október s.l., varðandi ábendingar vegna áfangaskýrslu starfshóps um félagslegar íbúðir á Vestfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

14. Samb. ísl. sveitarf. - Starfsmannaskipti sveitarfélaga á Norðurlöndum.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 30. október s.l., er varðar starfsmannaskipti sveitarfélaga á Norðurlöndum. Umsóknarfrestur er til 7. desember 2000.

Bréfið sent sviðstjórum til kynningar.

15. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 30. október s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27. október 2000. Fundargerðinni fylgir fjárhags- áætlun fyrir árið 2001. Jafnframt fylgir listi yfir þau fyrirtæki sem heilbrigðiseftirlitið er búið að heimsækja á árinu.

Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá fjármálastjóra um tillögu heilbrigðisnefndar að fjárhagsáætlun 2001.

16. Kynningarfundur.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að efnt verði til kynningarfundar fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar um fyrirhugaðar breytingar á orkulögum og hugsanlegar breytingar á félagsformi og eignaraðild að Orkubúi Vestfjarða.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Sæmundur Kr.Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.