Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

220. fundur

Árið 2000, mánudaginn 23. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóri GÍ, mætir til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð mætir Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði. Framlagt er í bæjarráði bréf frá Kristni, dagsett 19. október s.l., greinargerð varðandi viðmiðunarreglur um launað námsorlof kennara við grunnskóla Ísafjarðarbæjar. Jafnfram er lagt fram afrit af bréfi Kristins til fræðslunefndar, dagsett þann 16. desember 1999, greinargerð um endurmenntunarmál kennara við Grunnskólann á Ísafirði.

Bæjarráð vísar kostnaði vegna viðmiðunarreglna um launað námsorlof kennara til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, lagði fram svohljóðandi tillögu undir 1. lið dagskrár.

„Bæjarráð samþykkir að skipa starfshóp til að koma með tillögur að framtíðarlausn í húsnæðismálum Grunnskólans á Ísafirði. Hópurinn skal starfa sem vinnuhópur á vegum bæjarráðs og skila jafnóðum fundargerðum sínum og tillögum til bæjarráðs og fræðslunefndar til kynningar. Niðurstöður starfshópsins skal svo leggja fyrir bæjarstjórn eftir að bæjarráð og fræðslunefnd hafa staðfest þær. Í vinnu sinni skal hópurinn skoða alla valkosti sem geta komið til greina.“

Hópinn skipa: Elías Oddsson, formaður fræðslunefndar, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir tillögu formanns bæjarráðs.

2. Fundargerðir.

Almannavarnanefnd 17/10.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Atvinnumálanefnd 20/10.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 17/10.
Fundargerðin er í fimm liðum.
5. liður c. Bæjarráð vill taka fram að námskeiðunum er skipt í fjóra hluta og öllum nefndarmönnum verður gefin kostur á að sækja slíkt námskeið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 17/10.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 19/10.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Erindi fjármálastjóra. - Námskeið fyrir starfsmenn áhaldahúsa.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 20. október s.l., þar sem greint er frá fyrirhuguðu námskeiði fyrir starfsmenn áhaldahúsa, sem undirbúið er í samráði við Alþýðusamband Vestfjarða. Óskað er eftir aukafjárveitingu upp á kr. 200.000.- svo hægt verði að halda námskeiðið og færist kostnaður á bókhaldslykil „Starfsmenntun“ 15-25-428-1. Bréfinu fylgja minnispunktar frá fyrsta fundi samstarfsnefndar vegna kjarasamninga við starfsmenn í áhaldahúsi.

Bæjarráð samþykkir ofangreinda beiðni um aukafjárveitingu er fjármagnist með lántöku.

4. Bréf bæjarstjóra. - Viðbótarsamningar leikskólakennara/leikskólastjóra.

Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 20. október s.l., varðandi viðbótarsamninga við leikskólakennara/leikskólastjóra. Bréfinu fylgir afrit af bréfi þriggja leikskólastjóra þar sem gerð er krafa um rétt til viðbótarsamnings.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningum við leikskólastjóra.

5. Fyrirspurn um lóð við Neðri-Tungu í Skutulsfirði.

Lagt fram bréf frá Björgmundi Ö. Guðmundssyni og Guðrúnu J. Guðjónsdóttur dagsett 15. október s.l., þar sem þau kanna möguleika á lóð undir tvílyft bjálkahús á lóðinni við Neðri-Tungu í Skutulsfirði.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með erindið og felur bæjarstjóra að ræða við byggingarfulltrúa um svör við efni bréfsins. Erindinu vísað til umhverfisnefndar til kynningar.

6. Bréf bæjarstjóra til innheimtufulltrúa. - Fasteignagjöld björgunarsveita.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til innheimtufulltrúa dagsett 16. október s.l., varðandi ógreidd fasteignagjöld björgunarsveita í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð staðfestir að ekki skuli setja fasteignagjöld björgunarsveita í lögfræðinnheimtu á þessu stigi, en leggur þunga áherslu á að málinu verði lokið hið fyrsta.

7. Orkubú Vestfjarða. - Breytt félagsform.

Lagt fram bréf frá stjórn Orkubús Vestfjarða dagsett 13. október s.l., er varðar breytingar á félagsformi Orkubús Vestfjarða úr sameignarfélagi í hlutafélag. Í bréfinu kemur fram, að viðræðunefnd ríkisvaldsins og sveitarfélaganna á Vestfjörðum um hugsanlegar breytingar á eignaraðild að Orkubúi Vestfjarða leggur til að sveitarfélögin samþykki að breyta félagsformi Orkubúsins úr sameignarfélagi í hlutafélag.

Bæjarráð bendir á að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að félagsformi Orkubús Vestfjarða verði breytt úr sameignarfélagi í hlutafélag.

8. Bréf Bjarka R. Skarphéðinssonar. - Úrsögn úr almannavarnanefnd.

Lagt fram bréf frá Bjarka R. Skarphéðinssyni dagsett 9. október s.l., þar sem hann segir sig úr almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar vegna flutnings lögheimilis til Seltjarnarness. Bjarki þakkar samstarfið í almannavarnanefnd á liðnum árum.

Bæjarráð þakkar Bjarka fyrir vel unnin störf í almannavarnanefnd.
Vísað til bæjarstjórnar.

9. Afrit bréfs bæjarstjóra. - Greiðslur til kennara vegna skólaferðalags.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. október s.l., til þeirra Andreu Harðardóttur og Jónu Benediktsdóttur, grunnskólakennara við Grunnskólann á Ísafirði. Efni bréfsins er tillaga að samkomulagi vegna greiðslu til kennara fyrir útlagðan kostnað í skólaferðalagi. Tillaga bæjarstjóra hljóðar upp á kr. 40.000.- til hvors aðila fyrir sig.

Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar bæjarráðs.

10. Bréf frá Löggarði ehf. - Greiðslur til kennara vegna skólaferðalags.

Lagt fram bréf frá Löggarði ehf., Reykjavík, dagsett 16. október s.l., þar sem Löggarður ehf. hafnar f.h. Jónu Benediktsdóttur og Andreu Harðardóttur, tillögu Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til samkomulags um greiðslu á útlögðum kostnaði við skólaferðalag. Jafnframt kemur fram í bréfinu að ofangreindir aðilar hafi falið Löggarði ehf. að fara með þetta mál fyrir dómstóla og láta reyna á rétt þeirra.

Bæjarráð frestar afgreiðslu þessa liðar til næsta fundar bæjarráðs.

11. Bréf sóknarnefndar Flateyrarsóknar. - Kirkjugarðurinn á Flateyri.

Lagt fram bréf frá sóknarnefnd Flateyrarsóknar dagsett 10. október s.l., varðandi endurgerð kirkjugarðsins á Flateyri eftir snjóflóðið haustið 1995. Kostnaður er um kr. 11.550.675.- og segir í bréfinu að hlutur Ísafjarðarbæjar sé kr. 8.885.625.- af þeirri fjárhæð. Óskað er eftir hugmyndum bæjarsjóðs um greiðslur.
Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi haft samband við formann sóknarnefndar og fékk staðfest að hlutur Ísafjarðarbæjar í kostnaði sé kr. 4.129.710.-

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu í samræmi við lög og reglur.

12. Skipulagsnefnd kirkjugarða. - Kirkjugarðurinn á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Skipulagsnefnd kirkjugarða dagsett 14. október s.l., er varðar endurbyggingu og stækkun á kirkjugarðinum á Flateyri. Í bréfinu er gerð grein fyrir skyldum sveitarfélaga varðandi stækkun og viðhald kirkjugarða sókna er liggja innan sveitarfélagsins. Bréf nefndarinnar tengist erindi sóknarnefndar Flateyrarsóknar í 11. lið hér að ofan. Jafnframt fylgir afrit af bréfi Skipulagsnefndar til sóknarnefndar og sóknarprests Flateyrarsóknar frá 26. ágúst 1996.

Lagt fram til kynningar með tilvísun til 11. liðar þessa fundar.

13. Eignarhaldsfélag Brunabótaf. Ísl. - Fundarboð 1. nóvember 2000.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 16. október s.l., þar sem boðað er til fundar um málefni félagsins miðvikudaginn 1. nóvember n.k. á Hótel Sögu, Ársal. Fundurinn er boðaður með dagskrá.

Lagt fram til kynningar.

14. Bréf Jónínu Ó. Emilsdóttur ásamt afriti af bréfi til deildarforseta Félagsvísindadeildar HÍ.

Lagt fram bréf frá Jónínu Ó. Emilsdóttur, ódagsett, til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, ásamt afriti af bréfi hennar og Guðrúnar Á. Stefánsdóttur, Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur og Jóhönnu Kristjánsdóttur, til deildarforseta Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands og varðar hvatningu til forystumanna í Félagsvísindadeild um að komið verði á fjarnámi frá Háskóla Íslands í náms- og starfsráðgjöf.

Bæjarráð tekur heilshugar undir áskorunina.

15. Tvö bréf sama efnis frá Sparisjóði Önundarfjarðar og Sparisjóði Þingeyrarhrepps, tilkynning um aukafund 30. október n.k.

Lögð fram bréf frá Sparisjóði Önundarfjarðar og frá Sparisjóði Þingeyrar-hrepps dagsett 17. október s.l., þar sem sparisjóðirnir boða til aukafundar stofnfjáraðila mánudaginn 30. október n.k. í Félagsheimilinu á Þingeyri kl. 19:00 Fundurinn er boðaður með dagskrá.

Bæjarráð felur Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, að sækja fundina.

16. Viðlagatrygging Íslands. - Skíðalyfta nr. 2 á Ísafirði.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 20. október s.l., ásamt mati á tjóni vegna snjóflóðs þann 14. mars 1999 á skíðalyftu nr. 2 á Seljalandsdal á Ísafirði frá Viðlagatryggingu Íslands. Matið er unnið af Verkfræði- skrifstofu Sigurðar Thoroddsen hf., Ísafirði. Matinu fylgir samkomulag Viðlaga-tryggingar og Ísafjarðarbæjar um uppgjör á grundvelli þess. Heildarmat hljóðar upp á kr. 26.999.949.-

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

17. Bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. - Aukafjárveiting vegna skíðasvæða.

Lagt fram bréf frá Birni Helgasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa dagsett þann 20. október s.l., í bréfinu er gerð grein fyrir framúrkeyrslu skíðasvæða miðað við fjárhagsáætlun 2000. Óskað er eftir aukafjárveitingu upp á samtals kr. 5.300.000.- til að rétta af fjárhagsáætlun og svo að hægt verði að reka skíðasvæðið út þetta starfsár.

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu er fjármögnuð verði með lántöku.

18. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Dreifibréf vegna fjórðungsþings.

Lagt fram dreifibréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 11. október s.l., er varðar nýafstaðið fjórðungsþing og mætingu sveitarstjórnarmanna á þingið. Ljóst er að veitingaaðilinn í Súðavík verður fyrir töluverðum búsifjum vegna slælegrar mætingar boðaðra fulltrúa. Í bréfinu eru tilmæli frá stjórn Fjórðungssambandsins til sveitarfélaga að þau greiði fyrir kjörna fulltrúa sem rétt eiga til setu á fjórðungsþingi og höfðu verið tilkynntir sem fulltrúar.

Bæjarráð samþykkir erindið.

19. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Kynningarmyndband um Vestfirði.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 12. október s.l., þar sem greint er frá lokafrágangi kynningarmyndbands um Vestfirði, er unnið hefur verið á vegum Fjórðungssambandsins.

Lagt fram til kynningar.

20. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerð 49. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 49. fundi er haldinn var þann 6. október s.l. í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

21. Matsgerð vegna Grænagarðs á Ísafirði.

Lögð fram matsgerð vegna væntanlegra uppkaupa á Grænagarði við Seljalandsvegn á Ísafirði. Matsgerðin er unnin af Birni Jóhannessyni, hdl., Ísafirði og Gunnari Torfasyni, ráðgjafaverkfræðingi, Reykjavík, fyrir Ísafjarðarbæ og Ofanflóða- sjóð í september 2000. Staðgreiðslumatsverð eignarinnar er talið hæfilega metið á kr. 6.900.000.-

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við húseigendur á grundvelli matsgerðarinnar.

22. Samb. ísl. sveitarf. - Ólafsvíkuryfirlýsing Staðardagskrár 21.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 16. október s.l., um ráðstefnu íslenska Staðardagskráverkefnisins í Ólafsvík 12.-13. október s.l. Bréfinu fylgir „Ólafsvíkuryfirlýsingin“, yfirlýsing um framlag íslenskra sveitarfélaga til sjálfbærrar þróunar. Jafnframt fylgir bréf til sveitarfélaga sem vinna að gerð Staðardagskrár dagsett 12. október s.l., þar sem kynnt er hugmynd um kynningarfundi um hreinni framleiðslutækni, fundi sem einstök sveitarfélög halda með fulltrúum atvinnulífs og stofnana.

Bæjarráð óskar eftir umsögn staðardagskrárhóps Ísafjarðarbæjar.

23. Samb. ísl. sveitarf. - Fjármálaráðstefna 2. og 3. nóvember n.k.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 17. október s.l., varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2. og 3. nóvember s.l. ásamt dagskrá.

Lagt fram til kynningar.

24. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 667. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 667. fundi er haldinn var föstudaginn 29. september s.l. að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

25. Nefnd um endurskoðun laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur.

Lagt fram bréf frá nefnd um endurskoðun laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur sb. lög nr. 60/1992. Bréfinu fylgja drög að frumvarpi til laga og óskar nefndin eftir umsögn um drögin fyrir 27. október n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við Náttúrustofu Vestfjarða að semja drög að umsögn.

26. Hagstofa Íslands. - Búferlaflutningar janúar - september 2000.

Lagt fram bréf frá Hagstofu Íslands dagsett 9. október s.l., þar sem greint er frá búferlaflutningum janúar - september 2000.

Lagt fram til kynningar.

27. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. - Fundargerðir stjórnar.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 17. október s.l., ásamt fundargerðum stjórnar frá 35., 36. og 37. fundi.

Lagt fram til kynningar.

28. Vinnumálastofnun. - Yfirlit yfir atvinnuástand í september 2000.

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 17. október s.l., yfirlit yfir atvinnuástand í september 2000.

Lagt fram til kynningar.

29. Bréf byggingarfulltrúa og formanns umhverfisnefndar vegna

Öldugötu 1b, Flateyri.

Lagt fram bréf byggingarfulltrúa og formanns umhverfisnefndar dagsett 20. október s.l., varðandi byggingarframkvæmdir við bílskúr að Öldugötu 1b, Flateyri.

Bæjarráð þakkar greinargóð svör.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:50

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.