Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

219. fundur

Árið 2000, mánudaginn 16. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir.

Byggingarnefnd starfshóps um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðis á Ísafirði 10/10.
Fundargerðin er í sjö töluliðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 11/10.
Fundargerðin er í fimm töluliðum.
5. tölul. Bæjarráð óskar eftir rökstuðningi á tillögu umhverfisnefndar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Byggðastofnun. - Úthlutun byggðakvóta.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Byggðastofnun dagsett 10. október s.l., varðandi ráðstöfun byggðakvóta síðasta fiskveiðiár og áframhaldandi úthlutun. Í bréfinu er farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að sveitarfélagið láti í ljós álit sitt á því hvort skilyrði samnings um úthlutun fiskveiðiárið 1999/2000 og afleiddra samninga hafi verið efnd á því fiskveiðiári og hvort forsendur séu fyrir því að úthluta aftur á grundvelli þeirra samninga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá upplýsingar frá útgerðarfélaginu Fjölni á lönduðum og unnum afla á Þingeyri á síðasta fiskveiðiári.

3. Minnisvarði að Bessastöðum, Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá Þórhalli Vilhjálmssyni, dagsett 1. október s.l., fyrir hönd afkomenda Jóhannesar Guðmundssonar, vegna minnisvarða að Bessastöðum í Dýrafirði. Í bréfinu er bent á nokkur atriði er betur mega fara varðandi umhverfi minnisvarðans og aðgengi.

Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar og óskar eftir samstarfi við Vegagerðina um frágang á svæðinu.

4. Skipulagsstofnun. - Gerð aðalskipulags.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dagsett 9. október s.l., þar sem stofnunin vekur athygli sveitarstjórna á ákvæðum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. um gerð aðalskipulags.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

5. Tóbaksvarnanefnd - Krabbameinsfélagið. - Notkun tóbaksvarnanámsefnis í grunnskólum.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Tóbaksvarnanefnd og Krabbameinsfélaginu, dagsett 4. október s.l., þar sem greint er frá könnun um notkun tóbaksvarnanámsefnis í grunnskólum.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og félagsmálanefndar til kynningar.

6. Áfengis- og vímuvarnaráð. - Rannsóknin „Ungt fólk 2000.“

Lagt fram bréf frá Áfengis- og vímuvarnaráði dagsett 9. október s.l., þar sem vakin er athygli sveitarstjórna á rannsókninni „Ungt fólk 2000“ sem framkvæmd var í byrjun apríl s.l. af fyrirtækinu Rannsóknum og greiningu ehf.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og félagsmálanefndar til kynningar.

7. Minningarsjóður Maríu Össurardóttur.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá Maríu Jóhannsdóttur, Eyrarvegi 9, Flateyri, dagsett 14. september s.l., varðandi minningarsjóð Maríu Össurardóttur, en María hefur verið vörsluaðili sjóðsins. Í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir í 5. gr. að „í stjórn sjóðsins skulu sitja þrír menn, héraðslæknirinn á Flateyri og tvær konur, sem kosnar skulu af hreppsnefnd eða hreppsnefndum í Önundarfirði til 5 ára í senn.“ Með tilliti til sameiningar sveitarfélaga árið 1996 leggur María til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skipi alla þrjá fulltrúa til setu í stjórn sjóðsins, auk þess að tilnefna einn skoðunarmann reikninga sjóðsins.
Tillaga Maríu um skipan sjóðsstjórnar og endurskoðanda eru:
Vigdís Erlingsdóttir, Ólafstúni 4, Flateyri, vörsluaðili sjóðsins.
Bjarnheiður J. Ívarsdóttir, hjúkrunarforstjóri, Grundarstíg 5, Flateyri.
María Jóhannsdóttir, Eyrarvegi 9, Flateyri.
Eiríkur Finnur Greipsson, Grundarstíg 2, Flateyri, skoðunarmaður reikninga sjóðsins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipað verði í stjórn sjóðsins samkvæmt tillögu bréfritara.

8. Roskilde Kommune. - Vinabæjarsamskipti.

Lagt fram bréf frá Roskilde Kommune, dagsett 3. október s.l., þar sem þakkað er fyrir bréf Ísafjarðarbæjar frá 17. ágúst s.l. Í bréfinu frá Roskilde kemur fram að næsta vinabæjarmót verður í Joensuu í Finnlandi árið 2003.

Lagt fram til kynningar.

9. Ferðamálasamtök Íslands. - Ráðstefna 10. og 11. nóvember n.k.

Lagt fram bréf frá Ferðamálasamtökum Íslands dagsett 5. október s.l., þar sem boðað er til ráðstefnu um þátt sveitarfélaga í ferðaþjónustu á Íslandi haldið á Hótel KEA, Akureyri, dagana 10. og 11. nóvember n.k. Bréfinu fylgja drög að dagskrá ráðstefnunnar.

Lagt fram til kynningar.

10. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerðir stjórnar.

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 46. 47. og 48. stjórnarfundi.

Lagt fram til kynningar.

11. Friðfinnur Sigurðsson og Sófus Magnússon. - Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá Friðfinni Sigurðssyni og Sófusi Magnússyni, dagsett 12. október s.l., er varðar samning þeirra við Ísafjarðarbæ um almenningssamgöngur og skilning aðila um sérleyfi á leiðunum Ísafjörður - Suðureyri og Ísafjörður- Flateyri - Þingeyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga í málinu. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað vegna aksturs, annars en vegna starfsmanna, í sveitarfélaginu.

12. Bryndís Óskarsdóttir - Drafnargata 11, Flateyri.

Lagt fram tölvuorðsending frá Bryndísi Óskarsdóttur, dagsett 3. október s.l., þar sem hún óskar skýringa á afgreiðslu á erindi hennar á fundi húsnæðisnefndar 3. apríl s.l.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram greinargerð í málinu. Bæjarráð ræddi almennt um útleigu húsnæðis í eigu sveitarfélagsins.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.50.

Þórir Sveinsson, fundarritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.