Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

218. fundur

Árið 2000, mánudaginn 9. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir.

Félagsmálanefnd 3/10.
Fundargerðin er í þremur liðum.
3. liður. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu félagsmálanefndar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 5/10.
Fundargerðin er í sjö liðum.
4. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

2. Bréf bæjarstjóra. - Sala á greiðslumarki í sauðfé.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 5. október s.l., varðandi sölu á greiðslumarki í sauðfé sem er í eigu Ísafjarðarbæjar. Fram kemur í bréfinu að Ísafjarðarbær hafi um nokkra hríð verið eigandi að 80 ærgildum í svokölluðu greiðslumarki. 15,9 ærgildi hafa verið vistuð á lögbýlinu Eyri í Mjóafirði, en 64,1 ærgildi hafa verið vistuð á lögbýlinu Tungu í Skutulsfirði.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar janúar - ágúst 2000.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 2. október s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar - ágúst 2000. Heildar útgjöld fyrstu átta mánuði ársins eru nærri áætluðum útgjöldum á tímabilinu, en eins og áður hefur fram komið er ljóst að útgjöld ýmissa deilda verða hærri en áætlað er samkvæmt fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar.

4. Afrit bréfs bæjarstjóra til umhverfisnefndar. - Breyting á Pollgötu.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til umhverfis- nefndar dagsett 5. október s.l., varðandi hugsanlega breytingu á legu Pollgötu.
Í bréfinu óskar bæjarstjóri eftir umsögn umhverfisnefndar um tillögur Vegagerðarinnar og leggur þær fram til kynningar í bæjarráði.

Lagt fram til kynningar.

5. Erindi leigubifreiðastjóra. - Beiðni um stofnun leigubifreiðastöðvar.

Lagt fram bréf dagsett 29. september s.l., undirritað af tíu leigubifreiðastjórum í Ísafjarðarbæ með lögleg leyfi til aksturs leigubifreiða útgefin af samgönguráðuneyti. Í bréfinu er þess óskað að bæjarstjórn taki fyrir beiðni um stofnun á löglegri leigubifreiðastöð í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna með hvaða hætti þetta er hjá öðrum sveitarfélögum og ræða við bréfritara.

6. Veðurstofa Íslands. - Bráðabirgðahættumat fyrir Fremstuhús í Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá Veðurstofu Íslands dagsett 29. september s.l., ásamt minnisblaði um bráðabirgðahættumat fyrir Fremstuhús í Dýrafirði.
Niðurstaða Veðurstofu er sú, að bæjarhús eru á hættusvæði C gagnvart snjóflóðum, líklega er erfitt að verja öll húsin með jarðvegsgörðum ofan bæjarstæðisins, lágir plógar ofan við hvert hús á bænum eru hugsanlegur varnarkostur sem rétt er að kanna nánar og ef til kemur er mikilvægast að byggja slíkan plóg ofan íbúðarhússins á bænum.

Bæjarráð óskar eftir að Ofanflóðasjóður láti vinna frumathugun fyrir varnarvirki.

7. Bréf fjármálastjóra. - Skipan samstarfsnefndar vegna kjarasamnings við starfsmenn áhaldahúss.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 4. október s.l., er varðar skipan samstarfsnefndar vegna kjarasamnings við starfsmenn áhaldahúss. Frá ASV eru tilnefndir þeir Pétur Sigurðsson og Helgi Ólafsson. Lagt er til að af hálfu Ísafjarðarbæjar verði í samstarfsnefndinni Þórir Sveinsson og Þorleifur Pálsson.

Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.

8. Bréf Ferðamálaráðs Íslands. - 30. Ferðamálaráðstefnan.

Lagt fram bréf frá Magnúsi Oddssyni, ferðamálastjóra, f.h. Ferðamálaráðs dagsett 29. september s.l., stílað á Halldór Halldórsson, bæjarstjóra. Í bréfinu eru bornar fram þakkir til bæjarstjóra og Ísafjarðarbæjar fyrir góðar móttökur, undirbúning og framkvæmdir 30. Ferðamálaráðstefnunnar.

Lagt fram til kynningar.

9. Snerpa ehf. - Agora sýningin 11. - 13. október n.k.

Lagt fram bréf frá Snerpu ehf., Ísafirði, dagsett 4. október s.l., þar sem kynnt er að Snerpa muni taka þátt í Agora sýningunni sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 11. - 13. október n.k. Fulltrúar Ísafjarðarbæjar eru boðnir velkomnir í bás Snerpu sem er nr. E14 á sýningunni.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.