Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

217. fundur

Árið 2000, mánudaginn 2. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar hóps um rekstur Gamal apóteksins mættu til fundar við bæjarráð.

Sigríður Magnúsdóttir, Aldís Sigurðardóttir og Hlynur Snorrason, mættu til fundar við bæjarráð, sem fulltrúar hóps um rekstur Gamla apóteksins á Ísafirði. Sigríður gerði lauslega grein fyrir rekstri Gamla apóteksins og lagði fram stutta samantekt. Jafnframt var lagt fram erindi til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar dagsett 2. október 2000, þar sem fram kemur beiðni um framlag af fjárlögum Ísafjarðarbæjar árið 2000. Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2001.

Bæjarráð samþykkir að senda ofangreind gögn til félagsmálanefndar og fræðslunefndar með ósk um umsögn um forvarnar- og félagsgildi starfseminnar. Afrit sendist bæjarfulltrúum.

2. Fulltrúar hestamannafélagsins Hendingar mættu til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð mættu Marinó Hákonarson, formaður hestamanna- félagsins Hendingar og Elvar Reynisson, vegna lóðaúthlutunar til félagsins í Engidal. Rætt var um drög að samkomulagi milli hestamannafélagsins Hendingar og Ísafjarðarbæjar um úthlutun á landi undir hesthúsabyggð í Engidal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðbót við 2. grein samkomulagsins hljóði svo samanber 3. lið 216. fundar bæjarráðs, ,,ekkert beitarlan fylgir þeirri úthlutun, annað en sú hagagirðing sem fram kemur á deiliskipulagi. Hagagirðing er ætluð sem geymslustaður fyrir hesta meðan mót og æfingar standa yfir."

3. Fundargerðir.

Byggingarnefndar starfshóps um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðis á Ísafirði. 26/9.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 27/9.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 30/9.
Fundargerðin er í fimm liðum.
1. liður. Bæjarráð óskar eftir kostnaðarútreikningum á tillögu fræðslunefndar, þar sem ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði á fjárhagsáætlun ársins 2000 vegna heilsdagsskóla.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 27/9.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4. Erindi Sigmundar F. Þórðarsonar. - Steypustöðin Dyn hf., Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Sigmundi F. Þórðarsyni á Þingeyri, dagsett 28. september s.l., er varðar málefni steypustöðvarinnar Dyn hf., Þingeyri. Erindið varðar kröfu Ísafjarðarbæjar um nauðungarsölu á fyrirtækinu vegna vangoldinna fasteignagjalda.

Bæjarstjóri upplýsti að uppboðið hafi farið fram í dag.

5. Bréf fjármálastjóra. - Viðmiðunarreglur um launað námsorlof kennara.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 29. september s.l., sem svar við fyrirspurn bæjarráðs við 3. lið 214. fundargerðar bæjarráðs, um viðmiðunarreglur um launað námsorlof kennara. Fjármálastjóri leggur til að reglurnar taki ekki gildi, en málinu verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2001, svo frekari umræða fáist um málið.

Bæjarráð óskar eftir greingargerð frá skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði og felur bæjarstjóra að ræða við hann um framkvæmd viðmiðunarreglna.
Bæjarráð telur tímabært að hefja vinnu við starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar og sem fyrsta skref verði skilgreind þörf á endurmenntun starfsmanna.

6. Erindi vegna lóðamála við Sjávargötu á Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Ragnari Guðmundssyni og Lína Hannesi Sigurðssyni, Þingeyri, dagsett 24. september s.l. og varðar lóðamál við Sjávargötu við Þingeyrarhöfn. Í bréfinu er bent á markt er þarf að framkvæma áður en hægt yrði að byggja við götuna. Því benda bréfritarar á lóð fyrir utan Unnar húsið. Óskað er að málaleitan þessi fái skjóta afgreiðslu.

Bæjarráð bendir á að erindið hefur nú þegar verið afgreitt í umhverfisnefnd.

7. Bréf héraðsráðunauts til mjólkurframleiðenda Mjólkursaml. Ísafirðinga.

Lagt fram bréf frá Sigurði Jarlssyni, héraðsráðunaut, dagsett 28. september s.l., sem sent hefur verið mjólkurframleiðendum Mjólkursamlags Ísafirðinga. Í bréfinu er greint frá því að til sölu sé framleiðsluréttur rúmlega 44.000 lítra mjólkur frá Tröð í Önundarfirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að niðurgreiðsla Ísafjarðarbæjar verði 10% af kaupverði fyrir framleiðendur innan Ísafjarðarbæjar. Stuðningur verði skilyrtur.

8. Íbúasamtök Önundarfjarðar. - Ábendingar.

Lagt fram bréf frá stjórn Íbúasamtaka Önundarfjarðar dagsett 20. september s.l., þar sem upp eru taldar átta ábendingar til stjórnenda Ísafjarðarbæjar varðandi málefni á Flateyri. Jafnframt er fram lagt bréf bæjarstjóra til Íbúasamtakanna dagsett 24. ágúst s.l.

Bæjarráð þakkar Íbúasamtökum Önundarfjarðar fyrir ábendingarnar og felur bæjarstjóra að svara bréfinu efnislega.

9. Íbúðir húsnæðisnefndar til afnota fyrir félagasamtök.

Lagt fram yfirlit bæjarritara til bæjarstjóra dagsett 27. september s.l., yfir íbúðir húsnæðisnefndar Ísafjarðarbæjar er afhentar hafa verið félagasamtökum í Ísafjarðarbæ til afnota. Óskað er eftir ákvörðun um hvernig skuli fara með færslu á húsaleigu.

Bæjarráð samþykkir að gjaldfærsal fari á viðkomandi gjaldaliði og tekjuværsla fari á lið 57-32-034-1.

10. Kaupsamningur við Skólaskrifstofu Vestfjarða, kaup búnaðar.

Lagður fram kaupsamningur á milli Ísafjarðarbæjar og skiptastjórnar Skóla- skrifstofu Vestfjarða dagsettur 26. september s.l., vegna kaupa Ísafjarðarbæjar á húsgögnum og búnaði fyrrum Skólaskrifstofu Vestfjarða.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktu og kostnaður kr. 1.300.000.- verði færður á lið 04-02-852-6 og fjármagnist með lántöku.

11. Samb. ísl. sveitarf. - Fjármálaráðstefna 2. og 3. nóvember n.k.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 19. september s.l., þar sem tilkynnt er að ráðstefna sambandsins um fjármál sveitarfélaga verði í ár haldin á Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudaginn 2. og föstudaginn 3. nóvember n.k.

Bæjarráð samþykkir að bæjarráð, bæjarstjóri og fjármálastjóri sæki ráðstefnuna.

12. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Ályktanir 45. Fjórðungsþings o.fl.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 25. september s.l., ásamt ályktunum 45. Fjórðungsþings og þinggerð 44. Fjórðungsþings. Í bréfinu eru og upplýsingar um ný kjörna stjórn Fjórðungssambandsins, en hana skipa.
Ólafur Kristjánsson, formaður, Bolungarvík.
Guðni G. Jóhannesson, Ísafjarðarbæ.
Ragnheiður Hákonardóttir, Ísafjarðarbæ.
Þuríður Ingimundardóttir, Vesturbyggð.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Reykhólahreppi.
Lagt fram til kynningar.

13. Fjórðungss. Vestf. - Fundargerð 3. fundar framtíðarnefndar 1. sept. s.l.

Lögð fram fundargerð Framtíðarnefndar frá 3. fundi er haldinn var þann 1. september s.l. í gegnum fjarfundabúnað í húsnæði Þróunarseturs Vestfjarða á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

14. Rannsóknir og greining, kynningar- og fréttabréf.

Lagt fram bréf frá fyrirtækinu Rannsóknir og greining dagsett 15. september s.l., ásamt fréttabréfi, þar sem fram kemur að fyrirtækið fáist við að framkvæma rannsóknir á sviði félagsvísinda og beinast þær einkum að flestu því sem viðkemur ungu fólki á Íslandi í dag.

Lagt fram til kynningar.

15. Minnisblað bæjarstjóra. - Ferð formanns bæjarráðs og bæjarstjóra til Reykjavíkur 26. september 2000.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. sept-ember s.l., þar sem hann greinir frá ferð sinni og formanns bæjarráðs til Reykjavíkur þann dag. Jafnframt fylgir minnisblað bæjarstjóra til Páls Péturssonar, félagsmála- ráðherra dagsett 19. september 2000.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.