Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

216. fundur

Árið 2000, mánudaginn 25. september kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúi Sindrabergs ehf., mætir til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð mætti Elías Jónatansson framkvæmdastjóri Sindrabergs ehf., Ísafirði, í framhaldi af bréfi félagsins til Ísafjarðarbæjar dagsettu 20. ágúst 2000 þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda að hluta til fyrstu tvö rekstrarárin.
Elías kynnti bæjarráði stöðu fyrirtækisins og framtíðarhorfur.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort hægt sé að koma til móts við fyrirtækið með öðrum hætti en niðurfellingu fasteignagjalda.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 19/9.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Nefnd um uppbyggingu íþróttamannvirkja og landsmót UMFÍ 2004 18/9.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Erindi vísað frá bæjarstjórn 21. september s.l. - Hesthúsabyggð.

Erindi vísað til bæjarráðs frá 86. fundi bæjarstjórnar þann 21. september s.l., er varðar drög að samningi við hestamannafélagið Hendingu um úthlutun á landi undir hesthúsabyggð í Engidal.

Bæjarráð samþykkir fram lögð drög að samkomulagi við hestamannafélagið Hendingu með þeirri breytingu að inn í 2. gr. samningsins komi ,,ekkert beitarland fylgir þeirri úthlutun". Bæjarráð heimilar bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

4. Erindi vísað frá bæjarstjórn 21. september s.l. - Skjólskógar.

Erindi vísað til bæjarráðs frá 86. fundi bæjarstjórnar þann 21. september s.l., er varðar samþykkt umhverfisnefndar í 9. lið 117. fundargerðar svohljóðandi.

„Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn, að Ísafjarðarbær gerist aðili að Skjólskógum og að á jörðum í eigu Ísafjarðarbæjar verði hafin skógrækt í framhaldi af því.“

Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar með beiðni um að nefndin veiti umsögn um hvaða lögbýli í eigu Ísafjarðarbæjar henti til skógræktar.

5. Svar við spurningu í bæjarráði 11. september s.l.-Almenningssamgöngur.

Lagt fram svar frá bæjarritara dagsett 22. september s.l., vegna óska bæjarráðs um frekari upplýsingar um erindi í 8. lið 214. fundargerðar bæjarráðs frá 11. september s.l. og varðar almenningssamgöngur við Suðureyri. Í svari bæjarritara kemur fram að kostnaðarauki á mánuði við eina ferð er um kr. 72.000.-. Jafnframt kemur fram að nemendur við MÍ geta að takmörkuðu leiti nýtt sér ferð kl. 14:00 ef felld verður niður ferð kl. 15:00 í hennar stað.

Í ljósi fram lagðra upplýsinga telur bæjarráð sér ekki fært að verða við erindi.

6. Bréf bæjarstjóra. - Fundur með fjárlaganefnd Alþingis.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs dagsett 22. september s.l., er varðar fjárlagaerindi Ísafjarðarbæjar er lögð verða fyrir fjárlaganefnd Alþingis á fundi með nefndinni þann 26. september n.k.

Bæjarstjóri lagði fram ný drög að helstu áhersluatriðum er kynna skal fjárlaganefnd Alþingis.

7. Bréf bæjarstjóra. - Drög að bréfi vegna byggðakvóta.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs dagsett 21. september s.l., ásamt drögum að bréfi til sjávarútvegsráðherra er áður voru lögð fyrir bæjarráð þann 18. september s.l. og varða byggðakvóta.

Bæjarráð samþykkir fram lögð drög og felur bæjarstjóra að ganga frá bréfinu.

8. Bréf yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu, stöðugildi á Laufási.

Lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar dagsett 20. september s.l., varðandi stöðugildi á leikskólanum Laufási á Þingeyri. Beiðni er um að auka stöðugildi úr 4,4 í 5,25

Bæjarráð samþykkir að auka stöðugildi úr 4,4 í 5,25

9. Bréf frá Ríkisútvarpinu. - Svar við bréfi Ísafjarðarbæjar 7. september s.l.

Lagt fram bréf frá Ríkisútvarpinu undirritað af Markúsi Erni Antonssyni dagsett 18. september s.l., sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 7. september s.l., varðandi útvarpssendingar í Vestfjarðagöngum. Umsögn forstöðumanns tækniþjónustu Ríkisútvarpsins fylgir með bréfinu. Þar kemur m.a. fram að kostnaður við útvarpsdreifingu í Vestfjarðagöngum var áætlaður um kr. 13-20 milljónir fyrir um tveimur árum.

Bæjarráð óskar eftir að Ríkisútvarpið svari því hvort til standi að koma upp nauðsynlegum öryggisbúnaði í Vestfjarðagöngum.

10. Erindi vegna snjómoksturs að hesthúsabyggð utan Þingeyrar.

Lagt fram erindi frá ellefu aðilum á Þingeyri dagsett 6. september s.l., varðandi snjómokstur að hesthúsum og fjárhúsum á Söndum utan Þingeyrar.

Bæjarráð bendir á að tæknideild Ísafjarðarbæjar hefur nú þegar undirbúið framkvæmdir við lagfæringu vegarins svo hann verði snjóléttari.

11. Kauptilboð í Stekkjargötu 29, Hnífsdal.

Lagt fram kauptilboð dagsett 14. september s.l., frá Stefan og Birgit Abrecht í Þýskalandi, í Stekkjargötu 29 í Hnífsdal. Kauptilboðið hljóðar upp á kr. 10.000.- miðað við staðgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir ofangreind kauptilboð.

12. Bréf bæjarstjóra til menntamálaráðuneytis vegna Skrúðs í Dýrafirði.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til menntamála- ráðuneytis dagsett 15. september s.l., varðandi Skrúð í Dýrafirði og rekstrarkostnað Ísafjarðarbæjar 1997 til 2000. Kostnaður Ísafjarðarbæjar er á þeim tíma kr. 1.059.828.- en greiðslur ráðuneytisins kr. 810.273.-

Lagt fram til kynningar.

13. Afrit bréfs Ingu Báru Þórðardóttur til nefndarmanna umhverfisnefndar.

Lagt fram afrit af bréfi Ingu Báru Þórðardóttur til nefndarmanna umhverfis-nefndar dagsett 15. september s.l.
Sigurður Mar Óskarsson mætti til fundar bæjarráðs undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð leggur áherslu á að fundin verði lausn á málinu hið fyrsta.

14. Bréf launafulltrúa Ísafjarðarbæjar. - Launagreiðslur til starfsmanna í áfengis- eða vímuefnameðferð.

Lagt fram bréf frá Báru Einarsdóttur, launafulltrúa, dagsett 18. september s.l., þar sem launafulltrúi óskar afstöðu Ísafjarðarbæjar á hvort greiða beri laun til starfsmanna er fara í áfengis- eða vímuefnameðferð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um hvernig þessum málum er háttað hjá öðrum sveitarfélögum.

15. Bréf byggingarfulltrúa. - Varðar starfsleyfi bílaleigu á Ísafjarðarflugvelli.

Lagt fram bréf frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, dagsett 18. september s.l., er varðar starfsleyfi fyrir rekstur á bílaleigu á Ísafjarðarflugvelli. Borist hefur erindi frá sýslumanninum á Ísafirði, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á veitingu starfsleyfis fyrir bílaleigu á Ísafjarðarflugvelli. Byggingarfulltrúa gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá úthlutun starfsleyfis í samræmi við lög og reglur.

16. Löggiltir endurskoðendur Vestfjörðum. - Starfsmannamál.

Lagt fram bréf frá Löggiltum endurskoðendum Vestfjörðum dagsett 18. september s.l., þar sem tilkynnt er að Bjarki Bjarnason, endurskoðandi, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu. Bjarki þakkar samstarfið í gegnum árin og vonast til að Ísafjarðarbær haldi áfram viðskiptum við Löggilta endurskoðendur Vestfjörðum.

Bæjarráð þakkar Bjarka vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ.

17. Bréf fjármálastjóra. - Fjárhagsáætlun 2001, nýting gjaldstofna.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 20. september s.l., þar sem hann leggur til eftirfarandi nýtingu gjaldstofna vegna fjárhagsáætlunar 2001:

1. Útsvar. Álagning 12,04% sem er hámarksútsvar samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum. Óbreytt frá 2000.
2. Fasteignagjöld.
Fasteignaskattur. A-flokkur 0,425% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar. B-flokkur 1,60% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar.
Óbreytt frá 2000.
3. Lóðarleiga. Álagning verði 3,0% af fasteignamati lóðar. Óbreytt frá 2000.
4. Vatnsgjald. Álagning verði 0,18% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar. Óbreytt frá 2000.
5. Holræsagjald. Álagning verði 0,16% af fasteignamati húss og lóðar. Óbreytt frá 2000. Ný gjaldskrá holræsagjalda verði gefin út, sbr. leiðbeinandi gjaldskrá frá Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Gjalddagar fasteignagjalda verði fimm með mánaðar millibili (voru sjö á árinu 2000 og 1999), fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar 2001 og veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur ef öll fasteignagjöldin verði greidd fyrir 20. febrúar. Reglur um afslátt á árinu 2001 af fasteignagjöldum íbúða elli- og örorkulífeyrisþega til eigin nota svo og reglur um styrk til greiðslu fasteignagjalda vegna félags-, menningar- og björgunarstarfsemi taki mið af reglum á árinu 2000.
6. Sorphreinsigjöld.
a. Sorphirðu- og sorpeyðingargjald fyrir íbúðarhúsnæði verði 9.400 kr. á íbúð. Var 8.900 kr. árið 2000, 8.100 kr. 1999 og 7.750 kr. 1998. Tekið verði mið af reglum 2000.
b. Sorpeyðingargjald. Fyrirtæki og stofnanir, félög og aðrir lögaðilar. Álagning á lögaðila verði ákveðin nánar samkv. tillögum frá umhverfisnefnd. Tekið verði mið af reglum 2000.
7. Aukavatnsgjald. Hver rúmmetri vatns verði seldur á kr.14 kr. frá og með 1/1 2001 og taki frá þeim tíma breytingu skv. byggingavísitölu milli álestratímabila. Var 13 kr. 1/1 2000, 12 kr. 1/1 1999 og 11 kr. 1/1 1998.
8. Garðaleiga. Garðaleiga 22 kr. á fermetra. Lágmarksgjald 1.500 kr. Var 20 kr. 2000, 18 kr. 1999 og 17. kr. 1998 og 1.300 kr., 1.200 kr og 1.100 kr. að lágmarki árin 2000-1998.
9. Dagskrá bæjarstjórnar. Árgjald verði 4.000 kr. Var 3.500 kr 2000 og 1999.
10. Heilbrigðisgjöld. Innheimt verði gjald samkvæmt gjaldskrá fyrir mengunareftirlit á starfssvæði heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og fyrir heilbrigðiseftirlit á starfssvæði heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
11. Hundaleyfisgjald. Hundaleyfisgjald 10.000 kr. fyrir hund (var 9.000 kr. 2000 og 1999), tryggingargjald og hundahreinsun innifalin. Handsömunargjald 5.500 kr. (var 5.000 kr. 2000 og 1999)
12. Tillögur um aðrar gjaldskrár verða lagðar fram með fyrstu drögum fjárhagsáætlunar 2001.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindar tillögur, að öðru leiti en því, að gjalddagar fasteignagjalda verði sjö áfram en ekki fimm, að ekki verði hækkun á aukavatnsgjaldi úr kr.13.- í kr.14.-, verði samþykktar.

18. Bréf Sjafnar Kristjánsdóttur hdl., v/Hafnarstræti 11, Ísafirði, kauptilboð.

Lagt fram bréf frá Sjöfn Kristjánsdóttur hdl., Sólvallagötu 11, 101 Reykjavík, dagsett 20. september s.l., þar sem kauptilboði bæjarstjóra, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, upp á kr. 4.000.000.- í húseignina Hafnarstræti 11, Ísafirði, er tekið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga á grundvelli samþykkts kauptilboðs.

19. Rekstur & Ráðgjöf. - PricewaterhouseCoopers.

Lagt fram bréf frá PricewaterhouseCoopers, Höfðabakka 9, Reykjavík, dagsett 11. september s.l., þar sem tilkynnt er að ákveðið hafi verið að sameina fyrirtækið Rekstri & Ráðgjöf ehf. Jafnframt er vakin athygli á margvíslegri þjónustu fyrirtækisins við sveitarfélög í bréfinu.

Lagt fram til kynningar.

20. Samtökin ´78. - Beiðni um fjárstyrk.

Lagt fram bréf frá Samtökunum ´78 dagsett 18. september s.l., þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að stofna stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa hjá félaginu.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

21. Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um Staðardagskrá 21, 12.-13. október n.k.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 15. september s.l., þar sem boðað er til tveggja daga ráðstefnu þann 12. og 13. október n.k., um Staðardagskrárverkefnið og verður ráðstefnan haldin í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík.

Lagt fram til kynningar. Bréfið sent staðardagskrárfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

22. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð Launanefndar sveitarf. frá 150. fundi.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 150. fundi er haldinn var þann 25. ágúst s.l. að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

23. Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða 16. september 2000.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 16. september s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 16. september s.l.

Lagt fram til kynningar.

24. Vinnumálastofnun. - Yfirlit yfir atvinnuástand í ágúst 2000.

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 19. september s.l., yfirlit yfir atvinnuástand í ágúst 2000.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.