Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

215. fundur

Árið 2000, mánudaginn 18. september kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fjárhagsáætlun 2001 fyrir Ísafjarðarbæ. - Undirbúningur.

Rætt var um undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir Ísafjarðarbæ og stofnanir hans fyrir árið 2001. Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, mætti til fundar í bæjarráði undir þessum dagskrárlið.
Þann 7. september s.l. var haldinn fundur um gerð fjárhagsáætlun 2001 með bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og fjármálastjóra. Þann 12. september s.l. var haldinn fundur um sama málefni með bæjarráði, bæjarstjóra og fjármálastjóra.

Bæjarráð samþykkir að við útsendingu gagna til vinnslu fjárhagsáætlunar 2001, fylgi þau fyrirmæli að hækkun annarra rekstrarliða en bundinna sé 4%, en gjaldskrárbreytingar fylgi spá um almennar verðlagshækkanir.

2. Fundargerðir nefnda.

Hafnarstjórn 13/9.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 12/9.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 11/9.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 13/9.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 13/9.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 13/9.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðis á Ísafirði 14/9.
Fundargerðin er í þremur liðum.
2. liður. Bæjarráð vísar öðrum lið til afgreiðslu í fræðslunefnd.
3. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði aukafjárveiting að upphæð kr. 9.000.000.- til útboðs og byggingar á undirstöðum fyrir lyftumöstur við Hauganes í Tungudal. Bókfærist á lið 066 „íþróttasvæði“ og fjármagnist með lántöku.
Annað lagt fram til kynningar.

3. Bréf bæjarstjóra til bæjarráðs. - Hesthúsabyggð í Engidal.

Lagt fram bréf bæjarstjóra Halldórs Halldórssonar til bæjarráðs dagsett þann 15. september s.l., er varðar hesthúsabyggð í Engidal. Bréfinu fylgja drög að samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar og hestamannafélagsins Hendingar um hesthúsa- byggð í Engidal.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulagið verði samþykkt.

4. Bréf Sigurðar M. Óskarssonar, tæknideild. - Varðar erindi v/Funa.

Lagt fram bréf frá Sigurði M. Óskarssyni, tæknideild, dagsett 14. september s.l., er varðar rekstur Funa.
Í fyrsta lagi er leitað eftir aukafjárveitingu vegna förgunar á brotajárni upp á kr. 960.000.- svo hægt sé að standa við gerða samninga við Gámaþjónustu Vestfjarða um förgun brotajárns.
Í öðru lagi er farið fram á heimild til millifærslu af liðnum 52-26-501-7, sem er eignfærð fjárfesting vinnuvél, yfir á lið 53-28-501-6, sem er gjaldfærð fjárfesting.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði aukafjárveiting á lið 53-26-502-1 brotajárnsförgun upp á kr. 960.000.- og fjármagnist með lántöku.
Bæjarráð samþykkir millifærslu af liðnum 52-26-501-7 yfir á liðinn 53-28-501-6.

5. Bréf frá Landmat. - Landupplýsingakerfi fyrir sveitarf. á Internetinu.

Lagt fram bréf frá Landmat, Skaftahlíð 24, Reykjavík, dagsett 30. ágúst s.l., er varðar landupplýsingakerfi fyrir sveitarfélög á Internetinu. Fyrirtækið sérhæfir sig í gagnvirkri skráningu og miðlun landfræðilegra upplýsinga í margmiðlunar og netviðmóti.

Lagt fram til kynningar.

6. Stoð og styrkur, góðgerðarfélag. - Beiðni um skopsögur og tilsvör.

Lagt fram bréf frá Stoð og styrk, Stangarhyl 4, Reykjavík, dagsett 4. september s.l., þar sem bréfritari leitar eftir að fá sendar skopsögur og eða skopleg tilsvör, vegna útgáfu bókar er gefin verður út til styrkrat Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum og forvarnarstarfi meðal barna.

Lagt fram til kynningar.

7. Félag íslenskra atvinnuflugmanna. - Útboð á áætlunar- og sjúkraflugi.

Lagt fram afrit af bréfi frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna til heilbrigðis- ráðherra dagsett 6. september s.l. og varðar útboð á áætlunar- og sjúkraflugi og stuðningi við yfirlýsingu flugmanna um athugasemdir við útboðið.

Lagt fram til kynningar.

8. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða. - Varðar upplýsingaöflun og skráningu.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 11. september s.l., er varðar upplýsingaöflun og skráningu á þjónustustigi sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.

9. Samningur milli Vegagerðar og Ísafjarðarbæjar.

Lagður fram samningur milli Vegagerðar og Ísafjarðarbæjar, dagsettur þann 12. september s.l., þar sem samið er um styrk frá Vegagerðinni vegna framkvæmda við vegslóða í Tungudal og á Seljalandsdal. Styrkurinn er að upphæð kr. 6.000.000.-

Lagt fram til kynningar.

10. Genealogia Íslandorum hf. - Ljósmyndasýning á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Genealogia Íslandorum hf., dagsett 13. september s.l., þar sem Ísafjarðarbæ er gert formlegt sölutilboð í allar ljósmyndir á ljósmyndasýningu Gen.is er haldin var hér á Ísafirði. Sölutilboðið hljóðar upp á kr. 1.650.000.-

Bæjarráð telur sér ekki fært að taka tilboðinu.

11. Fjórðungsþing Vestfirðinga. - Drög að dagskrá 45. Fjórðungsþings.

Lögð fram drög að dagskrá 45. Fjórðungsþings Vestfirðinga er haldið verður í Súðavík dagana 22.-24. september n.k. Þingið verður sett föstudaginn 22. september n.k. kl. 12:00

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf bæjarstjóra til bæjarráðs. - Byggðakvóti.

Lagt fram bréf bæjarstjóra Halldórs Halldórssonar til bæjarráðs dagsett 15. september s.l., ásamt drögum að bréfi til sjávarútvegsráðherra hr. Árna Mathiesen, vegna umræðna um byggðakvóta er voru á 214. fundi bæjarráðs þann 11. september s.l., er fulltrúar Íslandssögu á Suðureyri og Kambs á Flateyri mættu til fundar við bæjarráð.

Ábendingar komu fram og mun bæjarstjóri leggja bréfið fram að nýju á næsta fundi bæjarráðs.

13. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Yfirlit yfir fundargerðir stjórnar.

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá og með 40. fundi er haldinn var 19. janúar 2000 til og með 45. fundi er haldinn var 6.september 2000.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.