Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

214. fundur

Árið 2000, mánudaginn 11. september kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar Íslandssögu á Suðureyri og Kambs á Flateyri, mæta til viðræðna við bæjarráð um byggðakvóta.

Til fundar við bæjarráð mættu að eigin ósk þeir Óðinn Gestsson frá Íslandssögu á Suðureyri og Steinþór B. Kristjánsson frá Kambi á Flateyri.

Umræður voru um úthlutaðan byggðakvóta á árinu 1999 er fór til Fjölnis á Þingeyri og stuðning um að sækja um byggðakvóta fyrir fyrirtæki á Flateyri og Suðureyri nú á þessu ári.
Fulltrúar ofangreindra fyrirtækja benda á máli sínu til stuðnings, að frá því að fyrrgreindum byggðakvóta var úthlutað hafi kvóti úr hinu svokallaða ,,stóra kerfi" horfið frá Flateyri og Suðureyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja drög að bréfi til sjávarútvestráðherra, sjávarútvegsnefnd Alþingis og Byggðastofnunar og leggja fyrir bæjarráð.

2. Fundargerðir nefnda.

Landbúnaðarnefnd 4/9.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðis á Ísafirði 4/9.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
4. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu starfshópsins um byggingarnefnd fyrir skíðasvæði á Ísafirði.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

3. Erindi vísað frá bæjarstjórn 7. september s.l. til bæjarráðs, 7. liður í 112. fundargerð fræðslunefndar.

Lagðar fram viðmiðunarreglur um launað námsorlof kennara við grunnskóla Ísafjarðarbæjar, er fram voru lagðar í fræðslunefnd þann 29. ágúst s.l., á 112. fundi undir lið sjö. Fræðslunefnd lagði til við bæjarstjórn að fram komnar tillögur verði samþykktar. Ragnheiður Hákonardóttir, forseti, vísaði 7. lið 112. fundargerðar fræðslunefndar til bæjarráðs á 85. fundi bæjarstjórnar þann 7. september s.l.

Bæjarráð óskar umsagnar fjármálastjóra um ofangreindar reglur.

4. Bréf fjármálastjóra. - Rekstur og fjárfestingar janúar - júlí 2000.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 6. september s.l. Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar - júlí 2000. Heildarútgjöld fyrstu sjö mánuði ársins eru nærri áætluðum útgjöldum á tímabilinu. Nokkur frávik eru á rekstri ýmissa deilda og málaflokka og ljóst að útgjöld þeirra verða hærri en áætlað er samkvæmt fjárhagsáætlun.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Sigurðar M. Óskarssonar, tæknideild. - Varðar rekstur Funa.

Lagt fram bréf frá Sigurði M. Óskarssyni, tæknideild, dagsett 7. september s.l., er varðar rekstur Funa. Í bréfinu er leitað heimildar til að millifæra af lið 53-21-501-7 yfir á lið 53-26-502-1 um kr. 960.000.-

Bæjarráð heimilar millifærsluna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við tæknideild um undirbúning framkvæmda við framtíðarstaðsetningu fyrir brotajárn.

6. Bréf Sigurðar M. Óskarssonar, tæknideild. - Búfjárhald í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá Sigurði M. Óskarssyni, tæknideild, dagsett 6. september s.l., er varðar samþykkt um búfjárhald í Ísafjarðarbæ. Bréfini fylgir ný reglugerð um búfjárhald í Ísafjarðarbæ, er afgreidd hefur verið frá landbúnaðarnefnd og umhverfisnefnd. Reglugerðin er send bæjarstjórn til staðfestingar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

7. Erindi bæjarstjóra. - Drög að viðaukasamningi.

Lögð fram drög bæjarstjóra að viðaukasamningi við ráðningarsamning starfsmanns í bókasafni Grunnskóla á Ísafirði, með tilvísun til afgreiðslu 14. liðar í 212. fundargerð bæjarráðs þann 28. ágúst s.l.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög bæjarstjóra.

8. Ósk frá foreldrum á Suðureyri, um auknar ferðir almenningsvagna.

Lagt fram bréf undirritað af sjö foreldrum á Suðureyri, dagsett 2. september s.l. Undirritaðir foreldrar eiga börn í Grunnskólanum á Ísafirði og óska þau eftir að sett verði inn í áætlun almenningsvagna til Suðureyrar ferð frá Ísafirði kl. 14:00 virka daga.

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnaðarauk eða mögulega hagræðingu.

9. Héraðssamband Vestfirðinga. - Tilnefning í starfshóp.

Lagt fram bréf frá Héraðssambandi Vestfirðinga dagsett 1. september s.l., þar sem tilkynnt er að á stjórnarfundi 31. ágúst s.l., hafi þeir Kristinn Jón Jónsson og Bjarni Einarsson verið tilnefndir í starfshóp með fulltrúum Ísafjarðarbæjar er kanni kostnað við framkvæmdir er gera þarf, ef halda á landsmót UMFÍ í Ísafjarðarbæ árið 2004.

Lagt fram til kynningar.

10. Menntamálaráðuneytið. - Styrkur frá Norrænu æskulýðsnefndinni.

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 29. ágúst s.l., þar sem hjálagt eru send umsóknareyðublöð vegna umsókna um styrki frá Norrænu æskulýðsnefndinni.

Bréfinu vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

11. Tvö erindi um ástand minnisvarða um drukknaða sjómenn frá Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Ingu S. Ragnarsdóttur, ódagsett, þar sem hún fyrir hönd fjöldkyldu Ragnars Kjartanssonar höfundar myndverksins „Sjómennirnir“, sem er minnisvarði um druknaða sjómenn frá Ísafirði, biður um að verkinu verði komið í hús fyrir komandi vetur, svo ekki verði frekari skemmdir á verkinu.

Jafnfram er fram lagt bréf frá Grími Marinó Steindórssyni, dagsett 4. september s.l., þar sem hann bendir á ástand ofangreinds myndverks og leggur til að þar verði steypt í brons, svo það megi varðveitast um aldur og æfi.

Bæjarráð felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að koma verkinu í hús fyrir veturinn.

12. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Nánari upplýsingar v/ Fjórðungsþings.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 4. september s.l., um nánari upplýsingar vegna Fjórðungsþings er haldið verður í Súðavík dagana 22.-24. september n.k.

Lagt fram til kynningar.

13. Bréf bæjarstjóra til bæjarráðs. - Landaður afli og afli til vinnslu á norðanverðum Vestfjörðum.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs dagsett 7. september s.l., ásamt minnisblaði lögðu fram á síðasta stjórnarfundi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, um landaðan afla og afla til vinnslu á norðanverðum Vestfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

14. Skólanefnd Menntaskóla á Ísafirði. - Fundargerðir 53. og 54. fundar.

Lagðar fram fundargerðir skólanefndar Menntaskóla á Ísafirði frá 53. fundi er haldinn var þann 4. júlí 2000 og 54. fundi er haldinn var þann 1. september 2000.

Lagt fram til kynningar.

15. Stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. - Fundargerð 23. fundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ frá 23. fundi er haldinn var þann 30. maí 2000.

Lagt fram til kynningar.

16. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 666. fundi.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 666. fundi er haldinn var að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík þann 18. ágúst 2000.

Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar Samb. ísl. sveitarf. um þörf á að hraða endurskoðun um tekjustofna sveitarfélaga, er fram kemur í 25. lið fundargerðarinnar.

17. Samtök iðnaðarins. - Upplýsingatækni í þjónustu sveitarfélaga.

Lagt fram bréf sent frá Samtökum iðnaðarins þar sem tilkynnt er að Samtök iðnaðarins og Samtök íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja efni til fyrirlestra og málþings um UTS-upplýsingatækni sveitarfélaga, fyrirtækja þeirra og stofnana, í Laugardalshöll fimmtudaginn 12. október n.k., í tilefni af AGORA, aþjóðlegri fagsýningu þekkingariðnaðarins á Íslandi 11.- 13. október n.k.

Lagt fram til kynningar.

18. Bréf Sigurðar M. Óskarssonar, tæknideild. - Hesthúsabyggð í Engidal.

Lagt fram bréf frá Sigurði M. Óskarssyni, tæknideild, dagsett 8. september s.l., og varðar hesthúsabyggð í Engidal. Í bréfinu kemur fram kostnaðaráætlun vegna vegar frá refahúsum að væntanlegri hesthúsabyggð og jafnfram áfangaskipt áætlun um fimm áfanga við framkvæmdir húsagatna ofl. Bréfinu fylgir afrit af deiliskipulagstillögu fyrir Engidal frá því í júní 1999.

Lögð fram drög að samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar og Hestamannafélagsins Hendingar um úthlutun á svæði fyrir starfsemi sína og félagsmanna sinna í Engidal samkvæmt fyrirliggjandi deiliskipulagi, samkomulagi þessu og öðrum gögnum sem síðar verða unnin.

Lagt fram til kynningar og bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

19. Bréf frá fjárlaganefnd Alþingis.

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis dagsett 6. september s.l., þar sem sveitarstjórnarmönnum er gefin kostur á að eiga fund með nefndinni dagana 21.-26. september n.k. fyrir hádegi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að tímasetja fund með fjárlaganefnd Alþingis. Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri munu sækja fundinn.

20. Bréf bæjarstjóra til bæjarráðs. - Íslensk miðlun Vestfjörðum ehf.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjarráðs dagsett 11. september 2000, er varðar tillögu um að haldinn verði fundur með stjórn Íslenskrar miðlunar Vestfjörðum ehf., Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Byggðastofnun, Lífeyrissjóðum Vestfjarða og Bolungarvíkur, Verkalýðsfélögunum á Þingeyri, Suðureyri, Ísafirði og Bolungarvík.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og felur honum að koma á fundi með stjórn ÍM Vestfjörðum ehf. Bæjarráð og bæjarstjóri mæti á fundinn f.h. Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 20:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.