Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

209. fundur

Árið 2000, mánudaginn 31. júlí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 27/7. 110. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
1. tölul. Bæjarráð staðfestir ráðninguna.
Seinni liður lagður fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 24/7. 35. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
5. tölul. Bæjarráð óskar eftir drögum að búfjárreglugerðinni.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 26/7. 115. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
4. tölul. Bæjarráð samþykkir tillöguna. Tilgreint verði í kaupsamningi frestur ef húsið verður selt til brottflutnings.
5. tölul. Bæjarráð samþykkir tillöguna.
6. tölul. Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

2. Fjármálastjóri - samningur um kerfisleigu við Vestmark ehf.

Lagðir fram minnispunktar dagsettir 28. júlí s.l. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, ásamt drögum að samningi við Vestmark ehf um kerfisleigu.

Bæjarráð samþykkir framlögð drög.

3. Fjármálastjóri - mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar jan. - júní 2000.

Lagt fram bréf dagsett 28. júlí s.l. ásamt fylgiskjölum frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, með yfirliti yfir rekstur og fjárfestingar bæjarsjóðs og stofnana hans tímabilið janúar - júní 2000.

Lagt fram til kynningar.

4. Umhverfisráðuneytið - þátttaka í kostnaði við frágang lóða í Hnífsdal.

Lagt fram bréf, dagsett 25. júlí s.l. frá umhverfisráðuneytinu þar sem tilkynnt er að Ofanflóðasjóður muni taka þátt í kostnaði við frágang lóða í Hnífsdal þ.e. lóða þar sem áður stóðu hús (á snjóflóðahættusvæði) en eru nú auðar.

Bæjarráð felur tæknideild útboð verksins.

5. Miðfell hf - frárennslilagnir í Sindragötu.

Lagt fram bréf, dagsett 24. júlí s.l. ásamt fylgiskjölum frá Elíasi Oddssyni, f.h. Miðfells hf, varðandi stíflaðar frárennslilagnir í Sindragötu.

Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar og að óskar þess að úrlausn málsins verði hraðað.

6. Skipulagsstofnun - listi yfir skipulagsfulltrúa.

Lagt fram bréf dagsett 26. júlí s.l. frá Sigurði Thoroddsen, Skipulagsstofnun, með lista yfir skipulagsfulltrúa sveitarfélaga og þá sem sinna skipulagsgerð.

Lagt fram til kynningar.

7. Vegagerðin - styrkur í Álftamýrarveg og Selárdalsveg.

Lagt fram bréf dagsett 25. júlí s.l. frá Margréti Högnadóttur, skrifstofustjóra Vegargerðinni, þar sem tilkynnt er að veittur hafi verið 500.000 kr. styrkur til viðhalds og lagfæringar á Álftamýrarvegi og Selárdalsvegi.

Lagt fram til kynningar.

8. Héraðssamband Vestfirðinga - skíðaskálinn Seljalandsdal.

Lagt fram bréf dagsett 25. júlí s.l. frá Kristni Jóni Jónssyni, f.h. Héraðssambands Vestfirðinga, þar sem farið er fram á að Ísafjarðarbær kaupi af Héraðssambandinu með tilstyrk Ofanflóðasjóðs skíðaskálann "Skíðheima" á Seljalandsdal.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um styrk til Ofanflóðasjóðs til uppkaupa.

9. Samband ísl. sveitarfélaga - viðmiðunargjald nemenda utan lögheimilissveitarfélags.

Lagt fram bréf, dagsett 25. júlí s.l. frá Sigurjóni Péturssyni, deildarstjóra grunnskóladeildar Sambands ísl. sveitarfélaga, þar sem tilkynnt eru um nýtt viðmiðunargjald fyrir nemendur sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélags.

Bæjarráð vísar erindinu til skóla- og fjölskylduskrifstofu.

10. Brunabót - ágóðahlutur 2000.

Lagt fram bréf dagsett í júlí ásamt fylgiskjölum frá Hilmari Pálssyni, f.h. Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, þar sem tilkynnt er um ákvörðun Fulltrúaráðsfundar um úthlutun ágóðahluta til sveitarfélaga á árinu 2000.

Lagt fram til kynningar.

11. Skipulagsstofnun - ný lög um mat á umhverfisáhrifum.

Lagt fram bréf dagsett 21. júlí s.l. ásamt fylgiskjölum frá Kjartani Bollasyni, Skipulagsstofnun, þar sem tilkynnt er um gildistöku nýrra laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

12. Íslensk miðlun Vestfjörðum - beiðni um skuldbreytingu.

Lagt fram bréf dagsett 28. júlí s.l. frá Óðni Gestssyni, f.h. stjórnar Íslenskri miðlunar Vestfjörðum, þar sem óskað er að skuldum félagsins við bæjarsjóð verði breytt í hlutafé.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.00.

Þórir Sveinsson, ritari

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.