Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

207. fundur

Árið 2000, þriðjudaginn 11. júlí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 4/7. 127. fundur.
undargerðin er í níu liðum.
7. tölul. Bæjarráð hafnar öllum fyrirliggjandi umsóknum um starf félagsmálastjóra.
8. tölul. Bæjarráð samþykkir ráðningu Margrétar Geirsdóttur til starfa við sérverkefni á Skóla- og fjöldskylduskrifstofu og felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Margréti.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Hafnarstjórn 27/6. 41. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 4/7. 56. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
4. tölul. Bæjarráð þakkar fyrir dagskrá menningarveislu 17. - 25. júní. Bæjarráð óskar eftir skriflegri samantekt um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldana og menningarveisluna.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 28/6. 114. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
8. tölul. Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

2. Bæjarverkfræðingur - niðurrif fasteignarinnar Fjarðargata 13, Þingeyri.

Lagt fram bréf dagsett 29. júní s.l. ásamt fylgigögnum frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, þar sem hann leggur til að fasteignin Fjarðargata 13, Þingeyri, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar, verði rifin og óskað verði eftir heimild umhverfisnefndar til þess.

Bæjarráð samþykkir niðurrif hússins og óskar eftir heimild umhverfisnefndar til þess.

3. Bæjarverkfræðingur - forkaupsréttur að lóð nr. 64 í Tungudal.

Lagt fram bréf dagsett 29. júní s.l. frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, þar sem hann svarar fyrirspurn bæjarráðs um forkaupsrétt að lóð nr. 64 í Tungudal. Bæjarverkfræðingur telur ástæðulaust að neyta forkaupsréttar.

Bæjarráð samþykkir að hafna forkaupsrétti.

4. Bæjarverkfræðingur - verktilboðið „Gata á Skeiði.“

Lagt fram erindi dagsett 29. júní s.l. frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, þar sem óskað er heimildar að semja við Stíg Arnórsson að færa til götu við Skeið, Ísafirði. Tilboð Stígs að upphæð 2.287.000 kr. var eina tilboðið sem barst við útboð verksins. Kostnaðaráætlun var 1.859.500 kr.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarverkfræðings.

5. Bæjarverkfræðingur - skipulagsgjald v/sundlaugar á Suðureyri.

Lagt fram erindi dagsett 29. júní s.l. frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi þar sem hann óskar eftir aukafjárveitingu til greiðslu á skipulagsgjaldi 178.728 kr. vegna nýbyggingar búningsklefa við sundlaug á Suðureyri. Ekki var gert ráð fyrir þessum útgjöldum á fjárhagsáætlun árið 2000.

Bæjarráð bendir á að deildarstjórum er heimilað að færa til upphæðir milli bókhaldsliða deilda sinna, annarra en launaliða, svo fremi að útgjöld haldist innan ramma fjárhagsáætlunar.

6. Bæjarverkfræðingur - tilboð í verkið „Gangstétt Skipagata - Pollgata“.

Lagt fram erindi dagsett 29. júní s.l. frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi þar sem óskað er heimildar að semja við Garðamúr ehf um gerð gangstéttar milli Skipagötu og bílastæðis, auk þess að leggja gangstétt í framhaldi af þeirri sem fyrir er við strætisvagnaskýlið við Pollgötu. Eitt tilboð barst í verkið frá Garðamúr að upphæð 3.560.800 kr. Kostnaðaráætlun var 3.139.000 kr.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarverkfræðings.

7. Bæjarritari - bifreiðamál áhaldahússins á Þingeyri.

Lagt fram minnisblað dagsett 29. júní s.l. frá Þorleifi Pálssyni, bæjarritara, varðandi 5. lið 206. fundar bæjarráðs frá 26. júní s.l., er varðar bifreiðamál áhaldahússins á Þingeyri. Gerð er tillaga um flutning á bifreið frá Suðureyri til Þingeyrar yfir sumartímann, að því tilskyldu að áhaldahúsið á Ísafirði og eða verktaki annist verkefni áhaldahúss á Suðureyri í sumar.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara og vísar erindinu til bæjarverkfræðings.

8. Héraðssamband Vestfirðinga - erindi Boltafélags Ísafjarðar.

Lagt fram bréf dagsett 26. júní s.l. ásamt fylgiskjölum frá Kristni Jóni Jónssyni, f.h. Héraðssambands Vestfirðinga, þar sem farið er fram á viðræður við bæjarráð um erindi Boltafélags Ísafjarðar varðandi uppbyggingu á aðstöðu fyrir félagið til iðkunar knattspyrnu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með fulltrúum Héraðssambandsins.

9. Fjármálastjóri - fasteignir undanþegnar álagningu fasteignaskatts.

Lagt fram afrit af bréfi dagsett 29. júní s.l. ásamt fylgiskjölum frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, til félagsmálaráðuneytis/Tekjustofnanefndar varðandi fasteignir sem undanþegnar eru álagningu fasteignaskatts samkvæmt sérákvæðum í lögum. Fram kemur í svarinu að ríkissjóður fær niðurfellingu fasteignaskatts hjá sveitarfélaginu sem nemur rúmum 20 milljónum króna og Orkubú Vestfjarða tæpum 9 milljónum króna.

Lagt fram til kynningar.

10. Fjármálastjóri - mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar jan. - maí 2000.

Lagt fram bréf dagsett 29. júní s.l. ásamt fylgiskjölum frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra með yfirliti yfir rekstur og fjárfestingar bæjarsjóðs og stofnana hans tímabilið janúar - maí 2000.

Lagt fram til kynningar.

11. Landeigendur Ármúla, Hólmavíkurhreppi - merking sýslumarka.

Lagt fram bréf dagsett 21. júní s.l. frá Pétri G. Thorsteinssyni, f.h. landeigenda að Ármúla í Hólmavíkurhreppi, er varðar merkingu sýslumarka við Mórillu í Kaldalóni. Samhljóða bréf sent Hólmavíkurhreppi og afrit til Vegagerðarinnar á Ísafirði og á Hólmavík.

Bæjarráð felur bæjarstjóra kynnar sér málið frekar og gera bæjarráði grein fyrir því með samantekt.

12. Heilbrigðisnefnd Vestfjarða - fundargerð 15. fundar.

Lagt fram bréf dagsett 26. júní s.l. frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 15. fundi haldinn 23. júní 2000.

Lagt fram til kynningar.

13. Samb. ísl. sveitarfélaga - staðardagskrá 21, kostnaður v/verkefnisstjóra.

Lagt fram bréf dagsett 27. júní s.l. frá Stefáni Gíslasyni, verkefnisstjóra hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga, varðandi greiðslu sveitarfélaga, þeirra sem taka þátt í Staðardagskrá 21, í ferðakostnaði verkefnisstjóra. Fram kemur í bréfinu að aðildarsveitarfélög eiga að greiða 12.000 kr. vegna hverrar heimsóknar óháð fjarlægð frá höfuðstöðvum verkefnisins.

Lagt fram til kynningar.

14. Samb. ísl. sveitarfélaga - dómur um greiðslu orlofs á fasta yfirvinnu.

Lagt fram bréf dagsett 20. júní s.l. frá Sigurði Óla Kolbeinssyni hdl., Sambandi ísl. sveitarfélaga, þar sem greint er frá dómi Hæstaréttar í máli starfsmanns Hafnarfjarðarkaupstaðar gegn því sveitarfélagi um greiðslu orlofs á fasta yfirvinnu.

Lagt fram til kynningar.

15. Verkalýðsfélagið Baldur - Þjónustudeild Hlífar.

Lagt fram bréf dagsett 29. júní s.l. ásamt fylgiskjölum frá Pétri Sigurðssyni, form. Verkalýðsfélagsins Baldurs, Ísafirði, þar sem áréttaðar eru óskir um viðræður við Ísafjarðarbæ um málefni starfsfólks Þjónustudeildar Hlífar á Ísafirði. Ennfremur lagt fram bréf dagsett 7. júlí frá Ragnheiði Hákonardóttur varðandi laun starfsmanna á Þjónustudeild Hlífar.

Bæjaráð felur bæjarstjóra að ræða við aðila að málinu og leggja fram tillögu að lausn þess.

16. Samb. ísl. sveitarfélaga - drög að reglugerð um holræsagjöld.

Lagt fram bréf dagsett 28. júní s.l. ásamt fylgiskjali frá Sigurði Óla Kolbeinssyni hdl., Sambandi ísl. sveitarfélaga, er varðar álagningu holræsagjalda í framhaldi af áliti umboðsmanns Alþingis frá 30. desember 1999. Samband ísl. sveitarfélaga hefur í framhaldi af því og að ósk nokkurra sveitarfélaga unnið fyrirmynd að nýrri reglugerð um holræsagjöld, sem væri í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis.

Bæjaráð óskar eftir drögum að nýrri reglugerð um holræsagjöld í Ísafjarðarbæ.

17. Samb. ísl. sveitarfélaga - fundargerð 665. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 665. stjórnarfundar Sambands ísl. sveitarfélaga haldinn 19. júní s.l. að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

18. Vinnumálastofnun - atvinnuástandið í maí 2000.

Lagt fram yfirlit frá Vinnumálastofnun yfir atvinnuástandið í maí 2000.

Lagt fram til kynningar.

19. Veðurstofa Íslands - greinargerð um snjóflóð á Íslandi 1998 - 1999.

Lögð fram greinargerð frá Veðurstofu Íslands unnin af Magnúsi Má Magnússyni, um snjóflóð á Íslandi veturinn 1998 - 1999.

Í skýrslunni á bls. 2 segir: "Snjóflóð féll á skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal 13. mars….". Bæjarráð bendir á að þarna er um misritun að ræða því snjóflóðið féll á skíðalyftur á Seljalandsdal og er óskað eftir leiðréttingu á þessu í gögnum Veðurstofu.

20. Rekstur og Ráðgjöf ehf. - áfangaskýrsla nefndar um félagslegar íbúðir á Vestfjörðum.

Lögð fram áfangaskýrsla dagsett í júní 2000 um félagslegar íbúðir á Vestfjörðum unnin af Rekstri og Ráðgjöf ehf. fyrir nefnd um lausn á vanda sveitarfélaga vegna félagslegra íbúða á Vestfjörðum. Skýrslan var kynnt á fundi þann 23. júní s.l. með starfshópi er félagsmálaráðherra skipaði og ætlað var að fjalla um húsnæðismál á Vestfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

21. Átthagafélag Hnífsdælinga - Brekkuhús í Hnífsdal.

Lagt fram bréf dagsett 5. júlí s.l. ásamt fylgiskjölum frá Snæbirni Tr. Guðnasyni, formanni undirbúningshóps um stofnun Átthagafélags Hnífsdælinga. Í bréfinu ítrekar Snæbjörn óskir um kaup Átthagafélags Hnífsdælinga á Brekkuhúsinu í Hnífsdal á þeim kjörum er rætt var um í febrúar 1999.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Átthagafélagið um sölu á Brekkuhúsinu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.00.

Þórir Sveinsson, ritari

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.