Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

203. fundur

Árið 2000, mánudaginn 5. júní kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 31/5.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðis á Ísafirði 29/5.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 30/5.
Fundargerðin er í tíu liðum.
2. liður. Bæjarráð bendir á að úthlutun á viðbótarsvæði er til bráðabirgða, með fyrirvara um byggingar á svæðinu.
10. liður. Guðni G. Jóhannesson óskar eftir kostnaðaráætlun varðandi girðingu um Austurvöll og svar um hver beri ábyrgð á framkvæmdinni.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Minnisblað bæjarstjóra. - Upplýsingagjöf til ferðamanna á Þingeyri.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. júní s.l., um upplýsingagjöf til ferðamanna á Þingeyri, ásamt tillögum vísað til bæjarráðs frá 81. fundi bæjarstjórnar, um sama mál. Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að gerður verði samningur við Koltru á Þingeyri, um að Koltra veiti upplýsingar til ferðamanna í sumar.

Bæjarráð bendir á að ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun að reka upplýsingamiðstöð á Þingeyri. Tillögu bæjarstjóra í minnisblaðinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar jan.-apríl.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 27. maí s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar - apríl 2000. Fjármálastjóri mætti til fundar við bæjarráð undir þessum dagskrárlið.

Umræða var um endurskoðun á fjárhagsáætlun ársins. Með tilliti til þess að frávik frá fjárhagsáætlun fyrstu fjóra mánuði ársins eru óveruleg, telur bæjarráð rétt að taka fyrir þörf á endurskoðun fjárhagsáætlunar að loknum fyrstu sex mánuðum ársins.

Rætt var um fjárhagsáætlun næsta árs og hvenær rammar verða tilbúnir. Stefnt er á að leggja fram ramma til stjórnenda í september n.k.

4. Halldóra Guðmundsdóttir. - Forkaupsr. að Hafnarstræti 17, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Halldóru Guðmundsdóttur, Hafnarstræti 17, Ísafirði, dagsett 29. maí s.l., þar sem hún óskar eftir að Ísafjarðarbær nýti sér forkaupsrétt að 65% eignarhluta hennar í Hafnarstræti 17, Ísafirði. Eignarhlutur Ísafjarðarbæjar er 35%.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

5. Minnisblað bæjarstjóra. - Kjaramál tónlistarkennara og leikskólakennar.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. júní s.l., ásamt yfirliti yfir kostnað Ísafjarðarbæjar vegna hugsanlegra aukasamninga við kennara Tónlistaskóla Ísafjarðar og leikskólakennara í Ísafjarðarbæ.
Minnisblaði bæjarstjóra fylgir bréf frá fulltrúum kennara við Tónlistarskóla Ísafjarðar dagsett 29. maí s.l., þar sem gengið er eftir svörum við fyrri erindum kennara um kjaramál.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja samningaviðræður við kennara við Tónlistarskóla Ísafjarðar og leikskólakennara í Ísafjarðarbæ.

6. Lóðamál Grunnskóla á Ísafirði. - Erindi Herdísar M. Hübner.

Lagt fram bréf frá Herdísi M. Hübner dagsett 30. maí s.l., þar sem hún lýsir ástandi skólalóðar við Grunnskóla á Ísafirði og þörf á að bæta þar um betur.

Bæjarráð vísar bréfinu til fræðslunefndar.

7. Erindi skiptastjórnar Skólaskrifstofu Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá Birni Jóhannessyni, formanni skiptastjórnar Skólaskrifstofu Vestfjarða, dagsett 29. maí s.l., þar sem hann fyrir hönd skiptastjórnar gerir aðildar- sveitarfélögum grein fyrir störfum stjórnarinnar. Bréfinu fylgir skrá yfir hinar ýmsu eignir skrifstofunnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yrir skrár um eignir með tilliti til hagsmuna Ísafjarðarbæjar.

8. Skiptastjórn Skólaskrifstofu Vestfjarða, fundargerð frá 18. maí 2000.

Lögð fram fundargerð skiptastjórnar Skólaskrifstofu Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 18. maí s.l. á skrifstofu Skólaskrifstofu Vestfjarða.

Lagt fram til kynningar.

9. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ, fundargerð 22. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 22. stjórnarfundar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, er haldinn var þann 25. apríl s.l. í fundarsal stofnunarinnar.

Lagt fram til kynningar.

10. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 664. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 664. stjórnarfundar Samb. ísl. sveitarf. er haldinn var þann 19. maí s.l. að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

11. Minnisblað bæjarstjóra. - Arktisk verkefni.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. júní s.l., þar sem hann gerir grein fyrir umsókn til norrænu ráðherranefndarinnar, þar sem Ísafjarðarbær óskar eftir að taka þátt í verkefni með Sisimut á Grænlandi og Longyearbyen á Svalbarða, sem er á norsk-rússnesku yfirráðasvæði. Verkefnið tengist þeirri sömu hugmynd er býr að baki Staðardagskrá 21.

Lagt fram til kynningar.

12. Minnisblað bæjarstjóra. - Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 31. maí s.l., er varðar svarbréf Ísafjarðarbæjar til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Hjálagt fylgir afrit bréfsins ásamt afritum af þeim gögnum er bréfinu fylgdu.

Bæjarráð staðfestir efni bréfsins.

13. Bréf formanns stjórnar Orkubús Vestfjarða. - Viðræður um hugsanlegar breytingar á eignarhaldi Orkubús Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá formanni stjórnar Orkubús Vestfjarða Þorsteini Jóhannessyni dagsett 30. maí s.l., þar sem hann gerir grein fyrir fundi fulltrúa sveitarfélaga á Vestfjörðum með fulltrúum ríkisvaldsins um málefni Orkubús Vestfjarða. Næsti fundur var boðaður þann 27. júní n.k. Á þeim fundi þarf að liggja fyrir samþykki sveitarstjórnanna á að Orkubúinu verði breytt í hlutafélag, þannig að hvert sveitarfélag geti á eigin forsendum ráðstafað sínum eignarhluta.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita álits fagaðila.

14. Minnisblað bæjarstjóra. - Vímuvarnarstefna Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. júní s.l., þar sem hann gerir stuttlega grein fyrir skýrslu starfshóps um mótun vímuvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar. Drög að stefnu í vímuvörnum fyrir Ísafjarðarbæ voru kynnt á fundi s.l. þriðjudag með starfshópnum, bæjarfulltrúum og nefndafólki.
Í inngangi vímuvarnarstefnunnar á að koma stefna bæjarstjórnar. Orðalag hennar hefur ekki verið mótað og gerir bæjarstjóri svohljóðandi tillögu um það til bæjarráðs. „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að samfélagið sé samanburðarhæft við það besta sem gerist. Fjölskylduvænt samfélag og blómlegt menningar- og mannlíf laðar að íbúa og tryggir enn betur ánægju með búsetu.“
Minnisblaði bæjarstjóra fylgir skýrsla starfshóps um mótun vímuvarnarstefnu fyrir Ísafjarðarbæ svo og drög að stefnunni.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til bæjarstjórnar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.