Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

201. fundur

Árið 2000, mánudaginn 22. maí kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 16/5.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
2. liður. Sjá afgreiðslu bæjarráðs undir 26. lið dagskrár.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 18/5.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 16/5.
Fundargerðin er í sex liðum.
6. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar með fyrirvara um fjármögnun.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Menningarnefnd 16/5.
Fundargerðin er í átta liðum.
1. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu menningarnefndar, kostnaður kr. 1.600 þúsund fjármagnast með kr. 1.250 þúsund frá Ferðamálaráði og mismunur kr. 350 þúsund færist frá lið 15-42-973-1.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 17/5.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
1. liður. Formaður starfshóps um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðis á Ísafirði Þorsteinn Jóhannesson mætti til fundar við bæjarráð undir þessum dagskrárlið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Hermann Skúlason. - Kauptilboð í Brekkuhúsið í Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá Hermanni Skúlasyni, Urðarvegi 19, Ísafirði, dagsett þann 15. maí s.l., þar sem hann gerir kauptilboð í húseignina Heimabæ 5, (Brekkuhúsið) í Hnífsdal. Kauptilboðið er upp á kr. 10.000.- miðað við staðgreiðslu og gildir til kl. 12.oo á hádegi þann 23. maí n.k.

Bæjarráð hafnar tilboði Hermanns Skúlasonar, en felur bæjarstjóra að auglýsa húsið til sölu.

3. Bridgesamband Vestfjarða. - Kjördæmamót í bridge.

Lagt fram bréf frá Bridgesambandi Vestfjarða dagsett 18. maí s.l., þar sem leitað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ upp á kr. 50.000.- vegna Kjördæmamóts í bridge árið 2000.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

4. Knattspyrnubandalag Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur.-Styrkveitingar.

Lagt fram bréf frá Knattspyrnubandalagi Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur dagsett 18. maí s.l., þar sem þess er farið á leit við Ísafjarðarbæ, að hann styrki félagið um kr. 500.000.- vegna ársins 1999 og kr. 500.000.- fyrir árið 2000.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og sendir erindið til Héraðssambands Vestfirðinga til kynningar.

5. Meintur vangreiddur fæðiskostnaður. - Minnisblað Andra Árnasonar hrl.

Lagt fram minnisblað Andra Árnasonar hrl. dagsett 12. maí s.l., og varðar meinta vangreiðslu fæðiskostnaðar vegna skólaferðalags.
Niðurstaða Andra er sú, að umrædd ferð teljist ekki vera nemendaferð, sem skilgreind er sem hluti af kennslustarfi í skilningi kjarasamnings aðila.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og bæjarstjóra falið að ræða við málsaðila.

6. Kvenfélag Mýrarhrepps og Kvenfélagið Von, Þingeyri.-Sambandsfundur.

Lagt fram bréf frá Kvenfélagi Mýrarhrepps og Kvenfélaginu Von, Þingeyri, dagsett 10. maí s.l., þar sem upplýst er að sambandsfundur vestfirskra kvenna verður haldinn á Núpi í Dýrafirði dagana 2.-3. september 2000. Mælst er til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bjóði þátttakendum til kvöldverðar 2. september n.k. af því tilefni.

Bæjarráð samþykkir erindið.

7. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða. - Sumarvinna á vegum sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 15. maí s.l. og varðar sumarstörf á vegum sveitarfélagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðstjóra Ísafjarðarbæjar.

8. Sparisjóður Önundarfjarðar. - Aðalfundur 26. maí 2000.

Lagt fram bréf frá stjórn Sparisjóðs Önundarfjarðar dagsett 16. maí s.l., þar sem boðað er til aðalfundar sparisjóðsins fyrir árið 1999 föstudaginn 26. maí n.k. kl. 20.00 í fundarsal sparisjóðsins að Hafnarstræti 4, Flateyri.
Jafnframt fylgir annað bréf frá stjórn Sparisjóðs Önundarfjarðar dagsett 16. maí s.l., þar sem minnt er á tilnefningar Ísafjarðarbæjar í stjórn Sparisjóðs Önundarfjarðar.

Lagt fram til kynningar.

9. Skógræktarfélag Íslands. - Skóg- og trjárækt við sjávarsíðuna.

Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Íslands dagsett 16. maí s.l., þar sem boðað er til ráðstefnu um skóg- og trjárækt við sjávarsíðuna í félagsheimilinu Stapa í Reykjanesbæ, laugardaginn 27. maí n.k. kl. 9.00 - 16.00

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf Sigurmars K. Albertssonar hrl. - Kæra Gunnars Sigurðssonar.

Lagt fram bréf frá Sigurmar K. Albertssyni hrl. dagsett 16. maí s.l., þar sem hann biður um viðhorf Ísafjarðarbæjar á hjálögðu bréfi Gunnars Sigurðssonar á Þingeyri, til Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra, dagsettu 6. apríl 2000 og varðar Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð vill taka fram að lögmaður Gunnars Sigurðssonar, Björn Jóhannesson hdl., afturkallaði kæru Gunnars á álagningu sorphirðugjalda hjá Ísafjarðarbæ, með bréfi til Nefndar samkv. l. nr. 7/1998, dagsettu 3. apríl 2000.

11. Félag eldri borgara á Ísafirði. - Áskorun vegna púttvallar á Torfnesi.

Lögð fram áskorun frá félagi eldri borgara á Ísafirði dagsett 15. maí s.l., þar sem þökkuð er velvild barna Jóns B. Jónssonar, Golfklúbbs Ísafjarðar og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vegna fyrirhugaðs púttvallar á Torfnesi. Jafnframt skorar félagið á þessa aðila að hefja nú framkvæmdir sem fyrst.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu. Guðni G. Jóhannesson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

12. Félagsmálaráðuneytið. - Úrskurður kærumáls v/sölu Sólbakka 6, Flateyri.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 11. maí s.l., ásamt úrskurði í hærumáli Jóhanns Magnússonar, Ísafirði, vegna sölu Sólbakka 6, Flateyri, til Önfirðingafélagsins í Reykjavík.
Úrskurðarorð eru svohljóðandi. „Hafnað er kröfu um að ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 16. september 1999, um að selja húseignina Sólbakka 6, Flateyri, til Önfirðingafélagsins í Reykjavík, verði felld úr gildi.“

Lagt fram til kynningar.

13. H-prent. - Bæjarins besta. - Vestfirski fréttavefurinn.

Lagt fram bréf frá H-prent ehf., Ísafirði, dagsett 17. maí s.l., þar sem gerð er grein fyrir Vestfirska fréttavefnum og viðtökum hans á Internetinu. Jafnframt er fram lagt bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 9. maí s.l., er varðar Vestfirska fréttavefinn www.bb.is
Í bréfi H-prents er gert tilboð upp á kr. 20.000.- á mánuði fyrir merki Ísafjarðarbæjar á vefnum.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnuhóps um heimasíðu Ísafjarðarbæjar.

14. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands. - Samþykktir á 2. Íþróttaþingi ÍSÍ.

Lagt fram bréf frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands til sveitarstjórna dagsett 9. maí s.l., er varðar samþykktir á 2. Íþróttaþingi ÍSÍ, er haldið var á Akureyri dagana 24.-26. mars s.l.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til kynningar í fræðslunefnd og til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

15. Samb. ísl. sveitarf. - Evrópuráðstefnan í Oulu í Finnlandi 14.-17. júní n.k.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 11. maí s.l., um Evrópuráðstefnu í Oulu í Finnlandi dagana 14. - 17. júní n.k. Efni ráðstefnunnar er, „Evrópa íbúanna á vit nýrrar aldar frá ögrun vorra tíma til nýrrar nálgunar velferðar.“

Lagt fram til kynningar.

16. Byggðastofnun. - Ársfundur Byggðastofnunar 7. júní 2000.

Lagt fram bréf frá stjórn Byggðastofnunar dagsett 8. maí s.l., þar sem boðað er til ársfundar byggðastofnunar þann 7. júní n.k. á Hótel KEA á Akureyri og hefs fundurinn klukkan 10:30, fundarlok áætluð um klukkan 17:00

Bæjarráð felur forset bæjarstjórnar að sækja fundinn.

17. Samt. sveitarf. á köldum svæðum. - Orkusparnaðarátak.

Lagt fram bréf frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum dagsett 14. maí s.l., þar sem skorað er á sveitarstjórnir og sveitarstjórnarmenn, að greiða sem best fyrir orkusparnaðarátaki sem nú er að hefjast á hinum „köldu svæðum.“
Hjálagt fylgir fundargerð 13. stjórnarfundar samtakanna.

Bæjarráð tekur undir tillögu stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum um niðurgreiðslu á rafmagni til húshitunar.

18. Samb. ísl sveitarf. - Fundargerð 663. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 663. fundi er haldinn var þann 28. apríl s.l. á bæjarskrifstofum Kópavogsbæjar, Fannborg 2, Kópavogi.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19. Skólanefnd Menntaskólans á Ísafirði. - Fundargerð 10. maí 2000.

Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá fundi er haldinn var þann 10. maí s.l. á skrifstofu skólameistara MÍ.

Lagt fram til kynningar.

20. Aðalfundur Hf. Djúpbátsins á Ísafirði.

Lögð fram til staðfestingar tilnefning bæjarráðs Ísafjarðarbæjar á fulltrúum Ísafjarðarbæjar á aðalfund Hf. Djúpbátsins er haldinn var laugardaginn 20. maí s.l. á Hótel Ísafirði.

Bæjarráð staðfestir tilnefningu bæjarráðs og bæjarstjóra.

21. Skýrsla um mjólkurframleiðslu á Vestfjörðum.

Lögð fram skýrsla um stöðu mjólkurframleiðslu á norðanverðum Vestfjörðum, unnin af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða fyrir Mjólkursamlag Ísfirðinga.

Bæjarráð þakkar áhugaverða skýrslu.

22. Háskólanám haustið 2000. - Minnispunktar Jóhönnu Kristjánsdóttur.

Lagðir fram minnispunktar Jóhönnu Kristjándóttur hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða dagsettir 17. maí s.l., er varða háskólanám á Vestfjörðum haustið 2000.

Lagt fram til kynningar.

23. Vinnumálastofnun. - Yfirlit yfir atvinnuástand í apríl 2000.

Lagt fram bréf Vinnumálsstofnunar dagsett 16. maí s.l., ásamt yfirliti yfir atvinnuástand í apríl 2000. Þar kemur fram að atvinnuástand á Vestfjörðum hefur batnað, en er samt meira í apríl nú, en í apríl á síðasta ári.

Lagt fram til kynningar.

24. Húsaleigusamningur Hafnarstræti 9, Ísafirði. - Minnisblað bæjarstjóra.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 19. maí s.l., ásamt húsaleigusamningi fyrir hluta af húsnæðinu Hafnarstræti 9, Ísafirði. Samningurinn er fram lagður í framhaldi af fyrirspurn Bryndísar G. Friðgeirsdóttur á síðasta fundi bæjarráðs þann 15. maí s.l.

Húsaleigusamningar aðrir en samningar húsnæðisnefndar verði lagðir fyrir bæjarráð til samþykkta.

25. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfest. jan.-mars 2000

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 19, maí s.l., mánaðar- skýrsla rekstur og fjárfestingar janúar - mars 2000. Fjármálastjóri mætti til fundar við bæjarráð undir þessum lið dagskrár. Umræða var um drög að svari Ísafjarðarbæjar til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

26. Gæsluvöllur við Túngötu. - Erindi félagsmálastjóra.

Lagt fram erindi Kjell Hymer, félagsmálastjóra, dagsett 18. maí s.l., er varðar dagmæður er starfað hafa á gæsluvellinum við Túngötu á Ísafirði í vetur og rekstur vallarins nú í sumar. Málið hefur farið fyrir félagsmálanefnd, er leggur til að leitað verði allra leiða til að bjóða börnum bæjarbúa upp á þjónustu gæsluvallarins í sumar.

Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingum um launamál er lagðar verða fyrir næsta fund bæjarráðs.

27. Erindi félagsmálastjóra v/húsaleiguskulda. - Trúnaðarmál.

Lagt fram erindi frá félagsmálastjóra dagsett 18. maí s.l., er varðar uppsafnaða ógreidda húsaleigu hjá fjöldkyldu er býr í félagslegu leiguhúsnæði hjá Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur félagsmálastjóra í samráði við bæjarstjóra að vinna að úrlausn málsins.

28. Erindi skóla- og menningarfulltrúa. - Skólagata 10, aukafjárveiting.

Lagt fram bréf frá skóla- og menningarfulltrúa dagsett 19. maí s.l., þar sem beðið er um aukafjárveitingu til að hefja framkvæmdir við Skólagötu 10, Ísafirði, þar sem ráðgert er að skapa aðstöðu fyrir skólaatkvarf. Kostnaður við framkvæmdir er áætlaður kr. 2.320.000.-

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu með fyrirvara um fjármögnun.

29. Erindi skóla- og menningarfulltrúa. - Smíðastofa GÍ, endurbætur.

Lagr fram bréf frá skóla- og menningarfulltrúa dagsett 19. maí s.l., þar sem gerð er tillaga um að kostnaður kr. 3.000.000.- vegna endurbóta á smíðastofu fyrir Grunnskóla Ísafjarðar og breytingar á skólahúsnæðinu í Hnífsdal vegna vefstofu, verði færðar á bókhaldslið „04-05-432-6 Samningsverk, hönnun grunnskólalóða“ Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og menningarfulltrúa.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:50

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.