Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

200. fundur

Árið 2000, mánudaginn 15. maí kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Hollvinir Holtsskóla, bréf dagsett 8. maí s.l., fulltrúar mæta til fundar við bæjarráð.

Lagt fram bréf frá Hollvinum Holtsskóla dagsett 8. maí s.l., varðandi fund er haldinn var þann 5. maí s.l., um framtíðarstarsemi í skólahúsnæðinu að Holti.
Til fundar við bæjarráð mættu fulltrúar Hollvina, þau Sólveig Bessa Magnús- dóttir, Sigurður G. Sverrisson og Ásvaldur Magnússon. Fulltrúar Hollvina lögðu fram á fundinum afrit af undirritaðri fundargerð frá 5. maí s.l. Fundargerðina undirrita tuttugu og einn einstaklingur.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 9/5.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 9/5.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Endurskoðun bæjarmálasamþykktar. - Minnisblað bæjarstjóra.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. maí s.l., þar sem hann gerir grein fyrir störfum nefndar um endurskoðun á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar minnisblaði bæjarstjóra til umræðu í bæjarstjórn.

4. Akstur leigubifreiða í Ísafjarðarbæ. - Endurupptekið erindi Sigurðar Oddssonar frá 14. apríl 2000.

Lögð fram greinargerð frá bæjarritara dagsett 10. maí s.l., er varðar erindi Sigurðar Oddssonar f.h. löglegra leigubifreiðastjóra í Ísafjarðarbæ frá 14. apríl s.l., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar til samgönguráðuneytis um takmörkun leyfa til leigubifreiðaaksturs í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð telur sig ekki geta tekið afstöðu til erindisins að svo stöddu, en beinir því til viðkomandi aðila að þeir taki upp viðræður um rekstur á leigubifreiðastöð í Ísafjarðarbæ.

5. Menntamálaráðuneyti. - Evrópskt ár tungumála 2001.

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 9. maí s.l., er varðar Evrópskt ár tungumála 2001. Í bréfinu er Ísafjarðarbæ boðið að senda fulltrúa á fund landsnefndar um Evrópskt ár tungumála 2001, er haldinn verður þann 18. maí n.k. í menntamálaráðuneytinu.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

6. Erindi Evu Friðþjófsdóttur. - Styrkbeiðni til danskennaranáms.

Lagt fram bréf frá Evu Friðþjófsdóttur, Stórholti 7, Ísafirði, dagsett 10. maí s.l., þar sem hún óskar eftir styrk til fjármögnunar á danskennaranámi.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

7. Skólaskrifstofa Vestfjarða. - Uppsögn á húsnæði.

Lagt fram bréf frá Skólaskrifstofu Vestfjarða dagsett 10. maí s.l., þar sem Ísafjarðarbæ er sagt upp afnotum af húsnæði á vegum Skólaskrifstofu fyrir skóla- og félagsmálasvið Ísafjarðarbæjar á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja nýrri Skóla- og fjöldkylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar húsnæði.

8. Vestfjarðavíkingur 2000. - Beiðni um fjárstyrk.

Lagt fram bréf vegna Vestfjarðavíkings 2000 dagsett 26. apríl s.l. og undirritað af Guðmundi Otra Sigurðssyni og Magnúsi Ver Magnússyni, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að halda mótið Vestfjarðavíkingur 2000 í Ísafjarðarbæ á komandi sumri.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar menningarnefndar.

9. Afrit bréfs til Íbúðalánasjóðs. - Hækkun vaxta í félagslega íbúðakerfinu.

Lagt fram afrit bréfs Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Íbúðalánasjóðs dagsett 10. maí s.l., þar sem mótmælt er þeim hækkunum sem ákveðnar hafa verið á vöxtum af lánum í félagslega íbúðakerfinu.

Lagt fram til kynningar.

10. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. - Bætt umferðarmenning, -burt með mannfórnir !

Lagt fram ódagsett bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti þar sem boðað er til ráðstefnu í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 10. maí s.l., um bætta umferðarmenningu -burt með mannfórnir.

Lagt fram til kynningar.

11. Félag ísl. leikskólakennara. - Stuðningur við fjarnám.

Lagt fram bréf frá Félagi íslenskra leikskólakennara dagsett 2. maí s.l., til sveitarfélaga sem reka leikskóla. Í bréfinu er leitað eftir stuðningi við nemendur í fjarnámi í leikskólafræðum.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

12. Samb. ísl. sveitarf. - Ályktun Hafnafjarðarráðstefnu, Staðardagskrá 21.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. maí s.l., ásamt ályktun þátttakenda í ráðstenu íslenskra Staðardagskrárverkefnisins, er haldin var í Hafnarfirði þann 4. apríl 2000.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði, sent umhverfisnefnd og Staðardarskrárnefnd.

13. Tónlistarskóli Ísafjarðar. - Fundargerð og ályktanir.

Lagt fram bréf frá Tónlistarskóla Ísafjarðar dagsett 9. maí s.l., þar sem hjálagt eru sendar til kynningar fundargerðir skólanefndar frá 1. september og 9. nóvember 1999 og 2. maí 2000.
Í bréfinu beinir og skólanefnd Tónlistarskóla sérstaklaga tveimur ályktunum til bæjarráðs.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent fræðslunefnd til kynningar.

14. Launanefnd sveitarfélaga, fundargerð 147. fundar.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 147. fundi er haldinn var þann 23. mars sl. að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

15. Skólaráð Vestfjarða, fundargerð frá 5. maí 2000.

Lögð fram fundargerð Skólaráðs Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 5. maí s.l. á 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

16. Dreifibréf. - Námskeið um umhverfismál.

Lagt fram dreifibréf dagsett 8. maí s.l., undirritað af Stefáni Gíslasyni, Geir Oddssyni og Auði H. Ingólfsdóttur, þar sem boðið er upp á námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga um umhverfismál.

Bæjarráð vísar bréfinu til Staðardagskrárfulltrúa.

Að gefnu tilefni skorar bæjarráð á einstaklinga og fyrirtæki í Ísafjarðarbæ að bæta umgengni á lóðum sínum og lendum. Bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi er falið að fylgja því eftir þar sem umgengni er ábótavant. Nú stendur yfir hreinsunarvika í Ísafjarðarbæ sem hófst í dag. Markmiðið með hreinsunarviku er að gera einstaklingum og fyrirtækjum auðveldara að hreinsa sitt umhverfi og gera Ísafjarðarbæ að hreinum bæ.

17. Vinnuskskóli Ísafjarðarbæjar. - Laun unglinga sumarið 2000, enduruppt.

Tekin fyrir að nýju í bæjarráði tillaga íþrótta- og æskylýðsfulltrúa um laun í vinnuskóla Ísafjarðarbæjar sumarið 2000. Tillagan var fram lögð á 104. fundi fræðslunefndar þann 11. apríl s.l. og þar samþykkt, en ákvörðun frestað á 197. fundi bæjarráðs þann 17. apríl s.l.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga fræðslunefndar frá 104. fundi þann 11. apríl s.l., verði samþykkt. Tillagan felur í sér 3.5% meðalhækkun frá síðasta ári.

18. Grunnskóli Suðureyrar.-Styrkbeiðni vegna ferðar nemenda til Englands.

Lagt fram tölvubréf Magnúsar S. Jónssonar, skólastjóra Grunnskóla Suðureyrar, dagsett 12. maí s.l., þar sem greint er frá boði er skólinn fékk til að senda nemendur á barnaráðstefnu sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir í Englandi dagana 22.-24. maí 2000. Vegna óvissu í fjármögnun ferðarinnar er óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ.

Með tilvísun til samþykktar bæjarstjórnar frá því 3. febrúar s.l., þar sem samþykkt var, sökum fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, að taka ekki þátt í vinabæjarsamskiptum og þá ekki nemendasamskiptum í ár, telur bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu.

19. Samgönguráðherra Sturla Böðvarsson og alþingismennirnir Einar Kr. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson mættu til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð mættu Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður, Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður og Jakob Falur Garðarsson, aðstoðarmaður ráðherra.
Umræða varð meðal annars um Ásgeirsgötu, varnargarð við Sundahöfn, Pollgötu og hringtorg, sjóvarnir við Sundstræti og í Hnífsdal, flugmál þar með talið sjúkraflug, ferðamál, safnvegasjóð og viðbótarfjármagn kr. 200 milljónir í samgöngumál.

Bryndís G. Friðgeirsdóttir lagði fram svohljóðandi fyrirspurn í bæjarráði. „Á bæjarráðsfundi þann 26. júlí 1999 var tekið fyrir bréf frá Hrafni Guðmundssyni þar sem hann segir upp leigusamningi varðandi Hafnarstræti 9. Einungis hefur verið lagður fram í bæjarráði leigusamningur um hluta húsnæðisins. Óska eftir að leigusamningur um hinn hluta húsnæðisins verði lagður fram í bæjarráði.“

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.