Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

199. fundur

Árið 2000, mánudaginn 8. maí kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Landbúnaðarnefnd 4/5.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
1. liður. Bæjarráð áréttar að hluti bréfs Skógræktarfélags Súgandafjarðar fjallar um fjárgirðingar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ. - Minnisblað bæjarstjóra.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 5. maí s.l., þar sem hann bendir á að endurskoða þurfi lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarkaupstað og samræma hana sameinuðu sveitarfélagi Ísafjarðarbæ. Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að skipaður verði vinnuhópur til að endurskoða samþykktina, er síðast var endurskoðuð á árinu 1995 og samþykkt þann 19. apríl það sama ár.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipuð verði 3ja manna nefnd til að endurskoða lögreglusamþykkt og tengdar reglur.

3. Tölvubréf Andra Árnasonar hrl., áfrýjun máls til Hæstaréttar.

Lagt fram tölvubréf frá Andra Árnssyni hrl., bæjarlögmanni, dagsett 2. maí s.l., þar sem hann upplýsir að Jónas Hallur Finnbogason og Finnbogi Jónasson hafi áfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Vestfjarða frá 11. janúar s.l., í máli gegn Ísafjarðarbæ, Karitas Pálsdóttur og Pétri H.R. Sigurðssyni. Áfrýjunarstefna hefur verið send Andra til áritunar um móttöku.

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að fylgja málinu eftir í Hæstarétti.

4. Bréf Guðmundar Björgvinssonar. - Vörslusjóðir.

Lagt fram bréf frá Guðmundi Björgvinssyni, Flateyri, dagsett 2. maí s.l., ásamt bréfi til bæjarstjóra dagsettu í apríl 2000, er varðar niðurlagningu vörslusjóða. Bréfið fjallar sérstaklega um eftirtalda sjóði og mótmæli við niðurlagningu þeirra.
Styrktarsjóður til menningar unglingum á Flateyri.
Sjóður Snorra Sigfússonar og nemenda hans.
Minningarsjóður Jóns Guðmundssonar og Elísabetar Engilbertsdóttur.
Það bréf er undirritað af afkomendum Snorra Sigfússonar, skólastjóra, afkomendum Ásbjarnar Bjarnasonar, garðyrkjumanns og afkomendum Guðmundar og Guðjóns Jónssona.

Bæjarráð óskar eftir greinargerð frá fjármálastjóra um málið.

5. Fjölís. - Fjölföldun verndaðra verka.

Lagt fram bréf frá Fjölís, Reykjavík, dagsett 28. apríl s.l., varðandi samning um fjölföldun á vernduðum verkum. Fram kemur í bréfinu að Fjölís muni óska eftir viðræðum um samning um fjölföldun á vernduðum verkum á vegum Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

6. Hálandaleikar á Ísafirði 29. júlí 2000.

Lagt fram bréf frá Highland Games á Íslandi dagsett 4. maí s.l., undirritað af Hjalta Árnasyni og Andrési Guðmundssyni, þar sem lýst er þeirri hugmynd að halda Hálandaleikana sumarið 2000 í Ísafjarðarbæ þann 29. júlí n.k. Farið er fram á styrk frá Ísafjarðarbæ upp á kr. 150.000.-

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til menningarnefndar til umsagnar.

7. Afrit bréfs umhverfisráðuneytis. - Úrskurðarnefnd.

Lagt fram afrit bréfs frá umhverfisráðuneyti dagsett 28. apríl s.l., til úrskurðarnefndar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, þar sem kærumáli Gunnars Sigurðssonar, Þingeyri, vegna álagningar og innheimtu á sorphirðugjaldi á verslun hans, er vísað til úrskurðarnefndar.

Lagt fram til kynningar.

8. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ. - Kauptilboð í Aðalstræti 26, Þingeyri.

Lagt fram símbréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ dagsett 26. apríl s.l., ásamt símbréfi frá Ríkiskaupum með yfirliti yfir kauptilboð er borist hafa í eignina Aðalstræti 26, Þingeyri. Mælst er til að Ísafjarðarbær samþykki að tilboði Friðfinns Sigurðssonar á Þingeyri í eignina upp á kr. 3.600.000.- verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að tilboði Friðfinns Sigurðssonar verði tekið.

9. Samb. ísl. sveitarf. - Tekjustofnar sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 17. apríl s.l., í bréfinu er greint stuttlega frá störfum Tekjustofnanefndar sveitarfélaganna. Erindi bréfsins er að óska eftir upplýsingum og/eða ábendingum frá bæjarfélaginu um þær breytingar sem hafa orðið á lögum og reglugerðum á síðustu þremur árum og varða rekstur á einstökum sviðum bæjarfélagsins. Æskilegt væri að fá jafnframt lagt gróft mat á þau áhrif sem fyrrgreindar breytingar hafa haft á rekstrarkostnað og starfsemi bæjarfélagsins.

Bæjarstjóra falið að undirbúa svar við erindinu og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarstjóri upplýsti að hann ræddi við Húnboga Þorsteinsson hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Stefnt er að því að svara nefndinni fyrir 25. maí n.k. og fá fund með nefndinni á Ísafirði í framhaldi af því.

10. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerð Framtíðarnefndar ofl.

Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 26. apríl s.l., ásamt fundargerð Framtíðarnefndar frá 11. apríl s.l.
Í bréfinu er jafnframt minnt á aðalfund Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, er haldinn var þann 6. maí s.l., í Þróunarsetri Vestfjarða.
Jafnframt er upplýst að stjórn Fjórðungssambandsins hefur ákveðið að stofna til málþings nú í vor um stöðu Vestfirðinga í nýju kjördæmi.

Lagt fram til kynningar.

11. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. - Fundargerðir 30. og 31. stjórnarf.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf., dagsett 2. maí s.l., ásamt fundargerðurm frá 30. og 31. stjórnarfundi Atvinnuþróunarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð þakkar Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða fyrir vel heppnað og mettnaðarfullt málþing í framhaldi af aðalfundi Atvinnuþróunarfélagsins þann 6. maí s.l.

12. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 1999.

Lögð fram drög að rekstrar- og framkvæmdayfirliti ársins 1999, ásamt drögum að ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 1999, sem lagður verður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 11. maí 2000.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 11. maí n.k.

13. Samb. ísl. sveitarf. - Kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga við Samflot bæjarstarfsmannafélaga.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. maí s.l., ásamt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Samflot bæjarstarfsmannafélaganna, sem undirritaður var 4. maí s.l. Samningurinn gildir til 31. desember 2000 og fellur þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Ný launatafla fylgir samningnum. Jafnframt er sveitarfélögum bent á að þeim beri að bera samninginn upp til afgreiðslu fyrir 20. maí n.k., þar sem fullnaðarumboð taka ekki gildi fyrr en 1. júlí 2000.

Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að kjarasamningurinn verði samþykktur.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.