Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

194. fundur

Árið 2000, mánudaginn 27. mars kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Lagðar fram umsóknir um starf yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Formenn félagsmálanefndar og fræðslunefndar mæta til fundar við bæjarráð.

Lagðar fram umsóknir um starf yfirmanns Skóla- og fjölkylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, er bárust fyrir tilskilinn umsóknarfrest. Umsóknir bárust frá neðangreindum.

Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, kt. 160167-5219
Bag fortet 42, 2730 Herlev, Danmörku.

Ingólfi Kjartanssyni, kt. 230962-2949
Klettatúni, 781 Höfn í Hornafirði.

Kristrúnu Lindu Birgisdóttur, kt. 200671-5899
Hjallavegi 5, Flateyri.

Til fundar við bæjarráð voru undir þessum lið mætt Hildur Halldórsdóttir, formaður félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar og Elías Oddsson, formaður fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.

Sameiginleg niðurstaða varð sú að rætt verði við alla umsækjendur. Fram kom að búið er að ræða við Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, þar sem hún var stödd hér á Ísafirði um s.l. helgi en er á förum til Danmerkur.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 21/3.
Fundargerðin er í níu liðum.
9. liður. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með ársskýrslu frá félagsmálasviði fyrir árið 1999.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Sýslumaðurinn á Ísafirði. - Umsögn um rekstur gistiskála.

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði Ólafi Helga Kjartanssyni, dagsett þann 23. mars s.l., þar sem hann leitar umsagnar um umsókn Sigurðar Hafbergs á Flateyri, um leyfi til reksturs gistiskála að Hjallavegi 9, Flateyri.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.

4. Umhverfisráðuneytið. - Varðar uppkaup á Grænagarði.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 16. mars s.l., þar sem fram kemur að ráðuneytið, að tillögu Ofanflóðanefndar, fellst á erindi Ísafjarðarbæjar frá 17. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup á fasteigninni Grænagarði við Seljalandsveg á Ísafirði. Ráðuneytið tilnefnir Gunnar Torfason verkfræðing sem fulltrúa sinn við mat á staðgreiðsluverði fasteignarinnar.

Bæjarráð tilnefnir Tryggva Guðmundsson hdl., sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar við mat á staðgreiðsluverði fasteignarinnar.

5. Umhverfisráðuneytið. - Varðar tilboð í uppkaupahús á Flateyri.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 16. mars s.l., þar sem ráðuneytið staðfestir samþykki sitt, að fenginni tillögu Ofanflóðanefndar, fyrir því að eignirnar Hjallavegur 2, Unnarstítur 4 og Unnarstígur 6 á Flateyri, verði seldar samkvæmt kauptilboðum og uppgjörsformi er fram koma í bréfum Ísafjarðarbæjar til umhverfis- ráðuneytis dagsettum 15. og 21. febrúar s.l.
Lagt fram til kynningar.

6. Skipulagsstofnun. - Skráning á lista yfir skipulagsfulltrúa.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 20. mars s.l., þar sem tilkynnt er að Ármann Jóhannesson, bæjarverkfræðingur, hafi verið skráður inn á lista yfir skipulagsfulltrúa samkvæmt gr. 2.7. í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.
Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent umhverfisnefnd.

7. Afrit bréfs Súðavíkurhrepps til biskups Íslands, ásamt minnisblaði sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.

Lagt fram afrit bréfs Súðavíkurhrepps til biskups Íslands dagsett 28. september 1999, með áskorun hreppsnefndar Súðavíkurhrepps til biskupafundar, um að endurskoða tillögu varðandi skipan prestakalla á norðanverðum Vestfjörðum.
Bréfinu fylgir minnisblað sveitarstjóra Súðavíkurhrepps Ágústar Kr. Björnssonar dagsett 20. nóvember 1999, um skipan prestakalla og búsetu prests í Súðavíkurhreppi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa biskupsstofu með fyrirspurn um það hvort til standi að breyta prestaköllum á norðanverðum Vestfjörðum.

8. Nanortalik kommune. - Vinabæjarsamskipti.

Lagt fram bréf frá Nanortalik kommune dagsett 21. mars s.l., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 9. mars s.l., þar sem Ísafjarðarbær tilkynnir að ekki verði um vinabæjarheimsóknir að ræða á þessu ári.
Lagt fram til kynningar.

9. Minnisblað bæjarstjóra. - Samnýting á stöðugildi sálfræðings.

Lagt fram afrit af minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. mars s.l. til félagsmálanefndar, ásamt samkomulagi er gert hefur verið, með fyrirvara, við Heilbrigðisstofnunina Ísafjarðarbæ um samnýtingu stöðugildis sálfræðings. Í minnisblaðinu er óskað eftir áliti félagsmálanefndar á samkomulaginu áður en það verður lagt fyrir bæjarráð til staðfestingar. Tilvísun í 4. lið 120. fundargerðar félags- málanefndar frá 21. mars s.l., þar sem félagsmálanefnd mælir með samkomulaginu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkomulagið verði samþykkt.

10. Fundargerð Kjarafélags tæknifræðinga og Launanefndar sveitarfélaga.

Lögð fram fundargerð Kjarafélags tæknifræðinga og Launanefndar sveitarfélaga frá 5. fundi er haldinn var þann 14. mars 2000.
Lagt fram til kynningar.

11. Heilbrigðisnefnd Vestfjarða, fundargerð 13. fundar 18. mars 2000.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 20. mars s.l., ásamt fundargerð 13. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarða er haldinn var þann 18. mars s.l. Fundargerðinni fylgir greinargerð vegna kostnaðar við viðbótarstarfsmann.

Bæjarráð leggur til að Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða verði heimilað að ráða starfsmann með tilvísun í upplýsingar heilbrigðisfulltrúa um kostnað. Með því skilyrði að viðbótartekjur, sem komi á móti viðbótarkostnaði, verði tryggðar.

12. Vinnumálastofnun. - Yfirlit yfir atvinnuástand í febrúar 2000.

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 21. mars s.l., ásamt yfirliti yfir atvinnuástand í febrúar 2000. Atvinnuleysi hefur minnkað á Vestfjörðum frá því í janúar s.l.
Lagt fram til kynningar.

13. Minnisblað bæjarstjóra. - Búnaðarsamband Vestfjarða, "Firðir og fólk."

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. mars s.l., er varðar útgáfu Búnaðarsambands Vestfjarða á tveimur bókum úr ritröðinni Vestfjarðarit.
Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að keypt verði 32 bindi og 8 öskjur í viðhafnarútgáfu af Búnaðarsambandinu. Verði bækurnar greiddar á fjórum árum kr. 108.400.- á ári og kostnaður verði færður á liðinn 15-65-929-1 ,,bætt ímynd betri bær".

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra með þeirri breytingu að bækurnar verði greiddar á árunum 2000 og 2001.

14. Bréf bæjarverkfræðings. - Búfjáreftirlit, aukafjárveiting.

Lagt fram bréf frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, dagsett 24. mars s.l., þar sem hann fer fram á aukafjárveitingu varðandi búfjáreftirlit.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði aukafjárveiting er færist á liðinn búfjáreftirlit og fjármagnist með lántöku.

15. F.O.S. Vest - Ályktanir aðalfundar Samflots bæjarstarfsmanna.

Lagt fram bréf frá F.O.S. Vest dagsett 24. mars s.l., ásamt ályktunum aðalfundar Samflots bæjarstarfsmanna.
Lagt fram til kynningar.

16. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. - Öldrunarstofnunin á Þingeyri.

Lagt fram bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis dagsett 9. mars s.l., þar sem fram kemur að úthlutað hafi verið úr Framkvæmdasjóði aldraðra kr. 440.000.- vegna öldrunarstofnunar á Þingeyri. Mun framlagið væntanlega greitt með fjórum greiðslum, hin fyrsta í apríl n.k.

Bæjarráð lítur svo á að ekki sé um lokaframlag að ræða.

Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:42
Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.