Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

192. fundur

Árið 2000, mánudaginn 13. mars kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 7/3.
Fundargerðin er í fimm liðum.
5. liður b. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita frekari upplýsinga um stöðu framkvæmda við þjónustuhúsnæði aldraðra á Þingeyri og leggja greinargerð fyrir bæjarráð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 8/3.
Fundargerðin er í tíu liðum.
5. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bæjarverkfræðing um gatnamót Skutulsfjarðarbrautar og Skógarbrautar með tilliti til aðstöðu fyrir strætisvagn.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Afrit af bréfi Náttúruverndar ríkisins til Vilmundar Reimarssonar.

Lagt fram afrit af bréfi Náttúruverndar ríkisins dagsett 1. mars s.l., til Vilmundar Reimarssonar, Hreggnasa, 415 Bolungarvík. Í bréfinu er fjallað um umsókn um leyfi til stækkunar á gistiskála í Bolungarvík í Hornstrandarfriðlandinu.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Afrit sent Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi.

3. Bréf Vinnumálastofnunar vegna atvinnuleysisskráningar á Flateyri.

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 6. mars s.l., þar sem stofnunin tilkynnir að náðst hafi samkomulag við Sparisjóð Önundarfjarðar um að annast atvinnuleysisskráningu á skráningarsvæðinu Flateyri frá 25. janúar 2000.
Með þessu fyrirkomulagi er Ísafjarðarbær leystur undan þeim þætti að annast atvinnuleysisskráningu á Flateyri.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf félagsmálastjóra v/þjónustusamninga um liðveislu og heimilishjálp.

Lagt fram bréf frá Kjell Hymer, félagsmálastjóra, dagsett 9. mars. s.l., er varðar þjónustusamning um laun til liðveislu og heimilishjálpar frá 1998 til 2000. Erindinu fylgir afrit af reikningi frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra upp á kr. 2.292.000.-

Bæjarráð tekur undir tillögu félagsmálastjóra um endurskoðun samninga vegna liðveislu og heimilishjálpar. Bæjarstjóra falið að ræða við félagsmálastjóra og framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra og leggja tillögu fyrir bæjarráð.

5. Tölvubréf Ásgeirs Þ. Jónssonar, Fjórðungssambandi, vegna starfshóps félagsmálaráðuneytis um húsnæðismál á Vestfjörðum.

Lagt fram tölvubréf Ásgeirs Þ. Jónssonar, Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dagsett 9. mars s.l., þar sem hann greinir frá komu starfshóps er skipaður hefur verið af félagsmálaráðuneyti og fjalla á um húsnæðismál á Vestfjörðum og skila á tillögum til ráðherra fyrir 15. apríl n.k. Starfshópurinn er væntanlegur vestur þann 16. mars n.k.

Til fundarins mæti bæjarráð, bæjarstjóri og starfsmenn húsnæðisnefndar. Bæjarritara falið að taka saman upplýsingar fyrir fundinn.

6. Afrit bréfs bæjarstjóra til umhverfisnefndar v/Gamli barnaskólinn.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til umhverfisnefndar dagsett 8. mars s.l. og varðar friðun Gamla barnaskólans við Aðalstræti, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins v/Gamli barnaskólinn.

Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins dagsett 8. mars s.l., þar sem tilkynnt er að Húsafriðunarnefnd fellst ekki á niðurrif Gamla barnaskólans á Ísafirði og vísar til samþykktar sinnar frá 19. janúar 1999, um undirbúning að friðun hússins og felur framkvæmdastjóra að afla frekari gagna og láta meta húsið skv. "Save" kerfi.

Lagt fram til kynningar.

8. Minnisblað bæjarstjóra. - Boð frá Linköping v/opnunar á bókasafni ofl.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 8. mars s.l. og varðar boð frá Linköping vegna opnunar á bókasafni í Linköping þann 16. mars n.k. Fram kemur í minnisblaðinu að Inga Ólafsdóttir, formaður menningarnefndar Ísafjarðarbæjar, verður stödd á þessum slóðum þann 16. mars n.k. og getur mætt fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir að Inga Ólafsdóttir, formaður menningarnefndar mæti fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

9. Bréf Fjórðungss. Vestfirðinga, fundarboð vegna fundar um fjárhagsstöðu steitarfélaga á Vestfjörðum þann 15. mars n.k.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 7. mars s.l., með boðaðri dagskrá vegna fundar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga á Vestfjörðum þann 15. mars n.k. er haldinn verður í húsnæði Þróunarseturs Vestfjarða á Ísafirði.

Bæjarráð leggur til að bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra mæti til fundarins.

10. Bréf Hlöðvers Kjartanssonar, hdl., nokkrar kærur og kvartanir vegna álagningar fasteignagjalda.

Lögð fram sex bréf frá Hlöðver Kjartanssyni, hdl., Bæjarhrauni 8, Hafnarfirði, er snerta álagningu fasteignagjalda á eignir Sveinbjargar Hermannsdóttur, kt. 251246-3439 að Eyrargötu 12, Suðureyri, Guðvarðar Kjartanssonar, kt. 050541-4879 að Hjallavegi 5, Flateyri og fyrir hönd sex eigenda að Ránargötu 8, Flateyri.

Erindin send Andra Árnasyni hrl., bæjarlögmanni.

11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Varasjóður viðbótarlána.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 2. mars s.l., í bréfinu er upplýst um umræður er urðu á stjórnarfundi Samb. ísl. sveitarf. þann 25. febrúar s.l., um Varasjóð viðbótarlána og nýjar reglur um uppgjör húsnæðisnefnda, sbr. bréf Íbúðalánasjóðs til sveitarfélaga dagsett 11. febrúar s.l. Fram kemur að formaður og framkvæmdastjóri sambandsins hafa átt viðræður við ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytis, um hlutdeild Varasjóðs viðbótarláni í afskriftum lána af félagslegum íbúðum og bréf Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórna og húsnæðisnefnda sveitarfélaga með nýjum reglum um uppgjör húsnæðisnefnda.
Bæjarstjóri upplýsti að hann hefur sent Íbúðalánasjóði bréf þar sem þessu var harðlega mótmælt og einnig að hann hitti forstjóra Íbúðalánasjóðs að máli vegna þessara nýju reglna.

Bæjarráð tekur undir það sem fram kemur í bréfi Samb. ísl. sveitarf.

12. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Málefni aldraðra, skipan þjónustuhópa.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 2. mars s.l., er fjallar um skipan þjónustuhópa fyrir aldraða.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent félagsmálanefnd.

13. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 661. fundi.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 661. fundi er haldinn var að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík, þann 25. febrúar s.l.

Lagt fram til kynningar.

14. Launanefnd sveitarfélaga. - Fundargerð 145. fundar.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 145. fundi er haldinn var þann 23. febrúar s.l. að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.
Jafnframt er fram lögð fundargerð frá Samstarfsnefnd Samflots og Launanefndar sveitarfélaga frá 11. fundi er haldinn var þann 10. febrúar s.l.
Einnig fram lagt samkomulag um viðræðuáætlun á milli Launanefndar sveitarfélaga og Viðræðunefndar Samflots dagsett 23. febrúar s.l.

Lagt fram til kynningar.

15. Sjórnsýsluhúsið á Ísafirði. - Rekstrar- og efnahagsreikningur 1999.

Lagður fram rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði reikningsárið 1999.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reikningurinn verði samþykktur.

16. Bréf umhverfisráðuneytis. - Samþykkt um afgreiðslu byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 2. mars s.l., þar sem tilkynnt er að ráðuneytið hafi staðfest meðfylgjandi samþykkt um afgreiðslu byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum. Mun samþykktin birtast í næsta reglulega hefti Stjórnartíðinda.

Bæjarráð vísar samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

 

Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:57

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.