Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

191. fundur

Árið 2000, mánudaginn 6. mars kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Mætt til viðræðna við bæjarráð vegna 17. júní hátíðarhalda á Hrafnseyri.

Til viðræðna við bæjarráð mættu Eiríkur Finnur Greipsson, formaður Hrafnseyrarnefndar, Inga Ólafsdóttir, formaður M2000 nefndar og menningarnefndar Ísafjarðarbæjar og Rósa B. Þorsteinsdóttir, skóla- og menningarfulltrúi Ísafjarðarbæjar.
Rædd var sú hugmynd að halda 17. júní hátíðarhöld nú í sumar á Hrafnseyri, fyrir allan Ísafjarðarbæ.
Á fundinum var fram lagt minnisblað frá Eiríki Finni Greipssyni, formanni Hrafnseyrarnefndar, til Rósu B. Þorsteinsdóttur skóla- og menningarfulltrúa dagsett 14. febrúar s.l., þar sem fram kemur að Hrafnseyrarnefnd væri fyrir sitt leiti tilbúin til að starfa með Ísafjarðarbæ að sameiginlegri þjóðhátíðardagskrá fyrir Ísafjarðarbæ þann 17. júní n.k. á Hrafnseyri.

Bæjarráð óskar eftir tillögu menningarnefndar um 17. júní hátíðarhöld á komandi sumri fyrir næsta bæjarstjórnarfund þann 16. mars n.k.

2. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 29/2.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 1/3.
Fundargerðin er í átta liðum.
1. liður. Bæjarráð þakkar kvennadeild Björgunarfélags Ísafjarðar fyrir höfðinglega gjöf, en deildin gaf 24 öryggishjálma á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar fyrir börn á aldrinum 5 - 9 ára.
7. liður. Bæjarráð óskar eftir að fræðslunefnd bóki í fundargerð sína upplýsingar um sumarlokanir leikskóla.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

3. Bréf fjármálastjóra. - Staðgreiðsla útsvars janúar - febrúar 2000.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 3. mars s.l., þar sem hann gerir grein fyrir staðgreiðslu útsvars janúar - febrúar 2000, borið saman við sömu mánuði 1998 og 1999. Lækkun staðgreiðslu útsvars á þessu tímabili miðað við fyrra ár er 13%. Raunhæfari mynd af tekjuþróun fæst að mati fjármálastjóra ekki fyrr en í lok apríl n.k.
Jafnframt er yfirlit yfir heildar inngreitt útsvar (á greiðslugrunni) á árinu 1999 og 1998.

Bæjarráð vísar bréfinu til endurskoðunar við fjárhagsáætlun.

4. Bréf Gunnars Einarssonar, forstöðum. fræðslu- og menningarsviðs í Garðabæ, vegna skólavist í Grunnskóla Suðureyrar.

Lagt fram bréf frá Gunnari Einarssyni, forstöðumanni fræðslu- og menningar- sviðs í Garðabæ, dagsett 2. mars s.l., þar sem hann óskar eftir skólavist fyrir barn í Grunnskóla Suðureyrar.
Frekari upplýsingar frá skóla- og menningarfulltrúa Ísafjarðarbæjar voru fram lagðar á fundinum.

Vegna tímabundinna aðstæðna í Grunnskólanum á Suðureyri er ekki hægt að verða við beiðni um að taka við nemanda með lögheimili utan sveitarfélagsins. Er þar um að ræða álit skólastjóra GS og skóla- og menningarfulltrúa Ísafjarðarbæjar stutt af sérfræðiþjónustu Skólaskrifstofu Vestfjarða. Auglýst hefur verið eftir kennara til viðbótar án árangurs.

Ísafjarðarbær hefur boðið upp á skólavist í Grunnskólanum á Ísafirði, sem er innan sama sveitarfélags og eru almenningssamgöngur á milli þessarra staða. Ferðatími er um það bil 20-30 mínútur.

5. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Úrskurður vegna kæru Indriða A. Kristjánssonar frá 24. ágúst 1999.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 25. febrúar s.l., ásamt úrskurði vegna kæru Indriða A. Kristjánssonar frá 24. ágúst 1999, vegna ráðningar í starf félagsmálastjóra Ísafjarðarbæjar.

Úrskurðarorð: ,,Við málsmeðferð félagsmálaráðs, bæjarráðs og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar varðandi ráðningu í stöðu félagsmálastjóra vorið 1999 var ekki fylgt nægilega ákvæðum 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um rannsóknarskyldu og 21. gr. stjórnsýslulaga um rökstuðning."

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf RAM s.f., Hafnarstræti 11, Ísafirði. - Tölvuleikjatækjakassar.

Lagt fram bréf frá RAM s.f., Hafnarstræti 11, Ísafirði, dagsett 25. febrúar s.l., þar sem óskað er heimildar til að vera með 7 til 8 tölvuleikjatækjakassa í versluninni RAM s.f., Hafnarstræti 11, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði, en erindið er hjá lögreglustjóra Ísafjarðar- bæjar til meðferðar og kemur þaðan til umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

7. Fundargerð Skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða, 51. fundur.

Lögð fram fundargerð Skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða frá 51. fundi er haldinn var þann 10. febrúar 2000.

Lögð fram til kynningar.

8. Bréf Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum. Trúnaðarmál.

Lagt fram bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum dagsett þann 2. mars s.l. og varðar boðaða hækkun á húsaleigu hjá Ísafjarðarbæ.

Erindinu vísað til félagsmálanefndar.

9. Lögð fram til kynningar greinargerð Flateyrarnefndar Ísafjarðarbæjar til ráðuneytisstjóranefndar.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram greinargerðina og greindi frá ferð Flateyrarnefndar til fundar við ráðuneytissjóranefndina föstudaginn 3. mars s.l.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:24

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.