Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

189. fundur

Árið 2000, mánudaginn 21. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 10/2.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 15/2.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 15/2.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 17/2.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Samkomulag um niðurrif á húseigninni Hvilft 1, Önundarfirði.

Lagt fram samkomulag Ísafjarðarbæjar við Gunnlaug Finnsson, Hvilft í Önundarfirði, dagsett 16. febrúar s.l., þar sem Gunnlaugur tekur að sér að rífa húseignina Hvilft 1, Önundarfirði.

Bæjarráð óskar heimildar umhverfisnefndar til að rífa húseignina.

3. Bréf Lögmanna Hafnarstræti 20, ehf., Reykjavík, v/Fundvís ÍS 881.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Hafnarstræti 20, ehf., Reykjavík, dagsett 16. febrúar s.l., þar sem gerð er krafa um að Ísafjarðarbær leysi til sín bátinn Snædísi RE 27 þar sem Ísafjarðarbær neytti forkaupsréttar að Fundvís ÍS 881, en Snædís RE 27 átti að vera hluti af greiðslu við fyrirhuguð kaup Ingvars Árnasonar og Varar ehf. á Fundvís ÍS 881.

Bæjarstjóri upplýsti að erindinu hafi nú þegar verið vísað til bæjarlögmanns.

4. Bréf Sólrisunefndar Framhaldsskóla Vestfjarða, styrkbeiðni.

Lagt fram tölvubréf frá Sólrisunefnd Framhaldsskóla Vestfjarða dagsett 18. febrúar s.l., þar sem nefndin óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna Sólrisu 2000 er haldin verður á vegum Nemendafélags Framhaldsskóla Vestfjarða/Menntaskólans á Ísafirði.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

5. Bréf Engilberts Ingvarssonar v/fasteignagjalda af Lyngholti.

Lagt fram bréf frá Engilbert Ingvarssyni dagsett 9. febrúar s.l., þar sem hann mótmælir álagningu fasteignagjalda á eyðibílið Lyngholt í fyrrum Snæfjallahreppi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um erindið.

6. Bréf v/Stefaníu Ingólfsdóttur v/fasteignagjalda af Unaðsdal.

Lagt fram bréf frá Ingólfi Kjartanssyni f.h. Stefaníu Ingólfsdóttur, kt. 170927-4009, dagsett 9. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum af jörðinni Unaðsdal í fyrrum Snæfjallahreppi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um erindið.

7. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, ársreikningur 1999.

Lagður fram ársreikningur fyrir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða rekstrarárið 1999.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ársreikningurinn verði samþykktur.

8. Bréf sjávarútvegsnefndar Alþingis v/Þróunarsjóður sjávarútvegsins.

Lagt fram bréf frá sjávarútvegsnefnd Alþingis dagsett 11. febrúar s.l., þar sem nefndin óskar umsagnar um frumvarp til laga um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, 231. mál fasteignagjöld. Æskir nefndin þess að svar berist eigi síðar en 3. mars 2000.

Bæjarráð fagnar frumvarpinu og mælir með samþykkt þess.

9. Bréf Íbúðalánasjóðs, lán til leiguíbúða.

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði hf. dagsett 9. febrúar s.l., þar sem greint er frá samþykki stjórnar Íbúðalánasjóðs þann 13. janúar s.l., um veitingu láns til Ísafjarðarbæjar vegna leiguíbúða.

Erindinu vísað til húsnæðisfulltrúa.

10. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ. - Fundargerð 18. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ frá 18. stjórnarfundi er haldinn var mánudaginn 31. janúar 2000.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf félagsmálaráðuneytis, skipan starfshóps um húsnæðismál á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 16. febrúar s.l., þar sem ráðu- neytið tilkynnir skipan starfshóps um húsnæðismál á Vestfjörðum. Hlutverk hópsins er einkanlega að fjalla um það íbúðarhúsnæði sem sveitarfélögin hafa innleyst og félagslegar íbúðir og skuldastöðu þeirra gagnvart Íbúðalánasjóði. Starfshópnum er ætlað að koma með tillögur til ráðherra eigi síðar en 14. apríl 2000.
Hópinn skipa:
Guðmundur Bjarnason, Íbúðalánasjóði.
Gunnar Björnsson, Íbúðalánasjóði.
Hallgrímur Guðmundsson, fjármálaráðuneyti.
Hermann Sæmundsson, félagsmálaráðuneyti.
Ingi Valur Jóhannsson, félagsmálaráðuneyti.

Bæjarráð fagnar stofnun þessa starfshóps og felur bæjarstjóra að setja sig í samband við starfshópinn.

12. Tillaga um færslu á starfi aðalbókara í stjórnsýslu, vísað til bæjarráðs frá bæjarstjórn 17. febrúar 2000.

Svohljóðandi tillaga var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 17. febrúar s.l. ,,Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu bæjarráðs, um færslu á starfi aðalbókara frá fjárreiðu- og áætlanasviði til stjórnsýslusviðs, aftur til bæjarráðs til frekari skoðunar."

Bæjarráð vísar 12. lið til vinnu við áframhaldandi endurskoðun á stjórnsýslu sveitarfélagsins.

13. Minnisblað bæjarstjóra. - Holtsskóli, Önundarfirði.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. febrúar s.l., um tillögu samþykkta á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 17. febrúar s.l., þess efnis að leggja niður starfsemi Holtsskóla í lok yfirstandandi skólaárs.
Bæjarstjóri óskar eftir afstöðu bæjarráðs til þess hvort tillaga þess gerði ráð fyrir að lokað væri fyrir að einkaaðilar eða aðrir geti komið á skólastarfsemi í Holti. Ástæða fyrir beiðni bæjarstjóra um afstöðu bæjarráðs er sú, að honum finnst gæta misskilnings varðandi þennan þátt í ákvörðun um að leggja niður skólastarf í Holti á vegum Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

14. Samb. ísl. sveitarf. - Til allra sveitarfélaga. Samþykktir bókhaldsnefndar.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 17. febrúar s.l., þar sem gerð er grein fyrir samþykktum á fundi Bókhaldsnefndar Samb. ísl. sveitarf., Hagstofu Íslands og félagsmálaráðuneytis, sem haldin var 11. febrúar s.l.

Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra.

15. Tillaga vegna atvinnuástands á norðanverðum Vestfjörðum.

Bæjarstjóra er falið að koma á fundi í Þróunarsetri Vestfjarða á Ísafirði með forsvarsmönnum sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, samtökum atvinnulífsins og samtökum launþega. Tilgangurinn með fundinum er að koma á stofn vinnuhópi, sem komi á framfæri nýjum hugmyndum í atvinnusköpun og vinni að útfærslu þeirra. Vinnuhópurinn skal vinna í nánu samráði við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða.
Leita skal eftir fjármagni til starfrækslu vinnuhópsins frá Byggðastofnun og öðrum stofnunum og fyrirtækjum sem lagt geta fjármagn í þróunarverkefni.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:29

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.