Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

186. fundur

Árið 2000, mánudaginn 31. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 25/1.
Fundargerðin er í níu liðum.
2. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga fræðslunefndar verði samþykkt, svo framarlega sem hugmyndir íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um sparnað nái fram að ganga.
9. liður. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum varðandi samanburð á akstri Holt-Ísafjörður eða Holt-Flateyri.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 26/1.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Minnisblað bæjarstjóra. - Úttekt á starfsemi Hlífar og starfsmannamál.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 28. janúar s.l., ásamt bréfi Kjell Hymer, félagsmálastjóra, dagsettu 26. janúar s.l., þar sem greint er frá úttekt á starfsemi Hlífar og starfsmannamálum. Fram kemur að Þröstur Sigurðsson hjá Rekstri og ráðgjöf ehf., hefur komið að þessu máli, en lagt er til að skipuð verði nefnd í málið hér heima og ekki leitað til Rekstrar og ráðgjafar ehf.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um úttekt á starfsemi Hlífar og starfsmannamálum. Bæjarstjóri fari í hópinn fyrir hönd bæjarráðs og félagsmálanefnd skipi tvo fulltrúa í hópinn. Starfshópurinn skili tillögum sínum til félagsmálanefndar fyrir 1. mars n.k.

3. Minnisblað bæjarstjóra. - Skólamál í Önundarfirði.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 28. janúar s.l., ásamt tölvubréfi frá skólastjóra Grunnskóla Önundarfjarðar til formanns fræðslunefndar. Tölvubréfinu fylgir tillaga um framtíðarskipan skólamála á Flateyri, Þingeyri og Suðureyri, samhliða samstarfsverkefni skólanna dagsett 23. september 1999.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og óskar þess að fræðslunefnd hraði vinnu sinni við endurskoðun á starfsemi Holtsskóla og framtíðarskipan unglingastigs í grunnskólum Ísafjarðabæjar.

4. Bréf bæjarverkfræðings. - Vélamiðstöð, vinnuvélataxtar.

Lagt fram bréf frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, dagsett 28. janúar s.l., ásamt endurskoðuðum töxtum vélamiðstöðvar og áhaldahúss. Hjálagðir taxtar óskast samþykktir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fram komin gjaldskrá verði samþykkt.

5. Bréf fjármálastjóra. - Samþykkt um sorphirðu í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 28. janúar s.l., ásamt drögum að samþykkt um sorphirðu fyrir Ísafjarðarbæ og ásamt tilheyrandi breytingum á gjaldskrá fyrir sorphirðu. Samþykktin er unnin af stöðvarstjóra Funa, heilbrigðis- fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi. Var höfð hliðsjón af samsvarandi samþykktum annarra sveitarfélaga.
Nauðsynlegt er að leggja málið fyrir bæjarstjórn á fyrsta fundi í febrúar n.k. til samþykktar, þar sem sorpeyðingargjöld hafa verið lögð á og álagningarseðlar fasteignagjalda verið sendir út.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að samþykkt um sorphirðu fyrir Ísafjarðarbæ verði staðfest.

6. Drög að húsaleigusamningi við Íslenska miðlun á Suðureyri.

Lögð fram drög að húsaleigusamningi vegna útleigu Ísafjarðarbæjar á húsnæði sínu að Aðalgötu 16, Suðureyri, til Íslenskrar miðlunar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

7. Drög að húsaleigusamningi við Guðnýu Sóleyu Kristinsdóttur, Bolungarvík.

Lögð fram drög að húsaleigusamningi vegna útleigu Ísafjarðarbæjar á hluta húsnæðis síns að Hafnarstræti 9, Ísafirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

8. Minnisblað bæjarstjóra. - Snjómokstur að Brekku, Dýrafirði.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 28. janúar s.l., vegna umræðna um snjómokstur að Brekku í Dýrafirði, á 72. fundi bæjarstjórnar þann 20. janúar s.l. Bréfinu fylgja ýmis gögn tekin saman af bæjarritara.

Lagt fram til kynningar.

9. Minnisblað bæjarstjóra. - Bensínstöð við Hafnarstræti á Ísafirði.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 27. janúar s.l., þar sem hann greinir frá viðræðum sínum við aðila Olíufélagsins hf., vegna lóðamála bensínstöðvar við Hafnarstræti á Ísafirði, en bæjarstjóra var falið, á 176. fundi bæjarráðs, að ganga til viðræðna við framangreinda aðila, vegna afgreiðslu umhverfisnefndar á þessu máli á fundi sínum þann 24. nóvember 1999.
Bæjarstjóri telur, eftir að hafa skoðað málið vandlega, að heimila ætti Olíufélaginu stækkun lóðar á núverandi stað.

Bæjarráð tekur undir þau efnisatriði er fram koma í minnisblaði bæjarstjóra og vísar erindinu til umhverfisnefndar.

10. Minnisblað bæjarstjóra. - Salthúsið á Þingeyri.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 27. janúar s.l., varðandi framkvæmdir við Salthús á Þingeyri, sem fóru fram úr fjárhagsáætlun ársins 1999. Óskað er eftir samþykkt á viðbótarframlagi upp á kr. 1.138.000.- og kostnaði mætt með lántöku.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði viðbótarframlag upp á kr. 1.138.000.- og kostnaði mætt með lántöku.
Bæjarráð vill árétta að starfsmönnum Ísafjarðarbæjar ber að fara eftir samþykktri fjárhagsáætlun hverju sinni.

11. Bréf bæjarritara til bæjarstjóra. - Hækkun húsaleigu félagslegra íbúða.

Lagt fram bréf bæjarritara til bæjarstjóra dagsett 26. janúar s.l., þar sem óskað er eftir staðfestingu stjórnenda Ísafjarðarbæjar á því hvort hækka beri húsaleigu í félagslega kerfinu um 15% frá því sem nú er, eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpi til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að húsaleiga í félagslega kerfinu verði hækkuð um 15% frá núverandi leigu.

12. Erindi bæjarritara. - Sala félagslegra íbúða í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram erindi frá bæjarritara dagsett 26. janúar s.l., þar sem óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á, með tilvísun til fundargerðar húsnæðisnefndar Ísafjarðarbæjar 41. fundar 25. október 1999, liður tvö og fjögur, að íbúðir í félagslega kerfinu skuli settar á sölu hjá fasteignasala/fasteignasölum hér í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að íbúðir verði settar í almenna sölu þegar fyrir liggur ákvörðun félagsmálaráðuneytis um þátttöku ríkisins í niðurgreiðslu lána.

13. Afrit úrskurðar sjávarútvegsráðuneytis vegna kæru á neyttum forkaupsrétti Ísafjarðarbæjar að Fundvís ÍS 881.

Lagt fram afrit af úrskurði sjávarútvegsráðuneytis dagsett 21. janúar s.l., vegna kæru Lögmanna Hafnarstræti 20, ehf., Reykjavík, á neyttum forkaupsrétti Ísafjarðar- bæjar að Fundvís ÍS 881.
Úrskurðarorð eru svohljóðandi. ,,Hin kærða ákvörðun Ísafjarðarbæjar kt. 540596-2639, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði, þess efnis að neyta forkaupsréttar að bátnum Fundvís ÍS 881 á grundvelli 3. mgr. 11. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1998, sætir ekki kæru til sjávarútvegsráðuneytis."

Með tilvísun til þeirra kauptilboða er Ísafjarðarbæ hafa borist í Fundvís ÍS 881, er lögð voru fram á 185. fundi bæjarráðs þann 24. janúar s.l., samþykkir bæjarráð að gengið verði að hæsta gildu tilboði og drög að kaupsamningi síðan lögð fyrir bæjarráð.

14. Samráðsnefnd um húsnæðismál. - Dreifibréf til húsnæðisnefnda.

Lagt fram bréf samráðsnefndar um húsnæðismál dagsett 19. janúar s.l., til húsnæðisnefnda sveitarfélaga, þar sem óskað er eftir upplýsingum um reglur er settar hafa verið í sveitarfélaginu um veitingu viðbótarlána sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 783/1998 um viðbótarlán. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um gjaldskrár húsnæðisnefnda, sbr. 14. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál.

Bæjarráð felur húsnæðisfulltrúa að svara erindinu.

15. Afrit bréf sýslumanns í Bolungarvík til dómsmálaráðuneytis, varðandi hámarkshraða á þjóðvegi 61, Djúpvegi.

Lagt fram afrit af bréfi sýslumannsins í Bolungarvík til dómsmálaráðuneytis dagsett 24. janúar s.l. og varðar hámarkshraða á þjóðvegi 61, Djúpvegi, milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur.

Lagt fram til kynningar.

16. Minnisblað bæjarstjóra. - 184. fundur bæjarráðs 11. liður v/ÍBÍ.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. janúar s.l., þar sem bæjarstjóri greinir frá viðræðum sínum við Marinó Hákonarson, formann, ÍBÍ þann 25. janúar s.l., en bæjarstjóra var falið á 184. fundi bæjarráðs að ræða við formann ÍBÍ vegna erindis undir 11. lið þeirrar fundargerðar.

Lagt fram til kynningar.

17. Bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins. - Gamla sjúkrahúsið á Ísafirði og Edinborgarhúsið á Ísafirði.

Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins dagsett 7. janúar s.l., þar sem tilkynnt er að menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu Húsafriðunarnefndar ríkisins, að friða húsið "Gamla sjúkrahúsið" á Eyrartúni á Ísafirði sbr. meðfylgjandi tilkynningu. Friðun nær yfir ytra borð hússins.
Jafnframt er fram lagt bréf frá Húsafriðunarnefnd ríkisins dagsett 7. janúar s.l., þar sem tilkynnt er að menntamálaráðherra hefur ákveðið, að tillögu Húsafriðunarnefndar ríkisins, að friða húsið Aðalstræti 7, "Edinborgarhús" á Ísafirði sbr. meðfylgjandi tilkynningu. Friðun nær yfir ytra borð hússins.

Lagt fram til kynningar.

18. Bréf frá Roskilde Kommune dagsett 17. janúar 2000.

Lagt fram bréf frá Roskilde Kommune dagsett 17. janúar s.l., þar sem tíu börnum og einum kennara er boðið til Roskilde 2.- 8. september n.k.

Bæjarráð vísar bréfinu til menningarnefndar.

19. Bréf frá Áhugahópi um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf frá Áhugahópi um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum dagsett 20. janúar s.l., þar sem farið er fram á að Ísafjarðarbær kosti dreifingu á dreifibréfi í Ísafjarðarbæ, vegna Þjóðahátíðar Vestfjarða sem halda á í Bolungarvík 26. mars n.k.

Bæjarráð samþykkir að leggja fram styrk til Áhugahóps um menningarfjölbreytni til dreifingar á dreifibréfi. Kostnaður færist á 15-65-929-1.

20. Afrit bréfs bæjarstjóra Bolungarvíkur til stjórnar Fjórðungss. Vestf.

Lagt fram afrit af bréfi bæjarstjóra Bolungarvíkur til stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 19. janúar s.l., er varðar beiðni bæjarráðs Bolungarvíkur um boðun fundar um fjárhagsvanda sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

21. Minnisblað bæjarstjóra. - Björgunarsveitir í Ísafjarðarbæ, fasteignagjöld.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 28. janúar s.l., varðandi fasteignagjöld björgunarsveita í Ísafjarðarbæ og erindi þeirra um styrki til greiðslu gjaldanna og eða niðurfellingu.

Bæjarráð felur bæjarritara og bæjarverkfræðingi að ræða við björgunarsveitirnar um hugsanleg verkefni og leggja fram drög að samstarfssamningi.

22. Skóla- og fjölskylduskrifstofa Ísafjarðarbæjar. - Undirbúningur.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram viðbótargögn til þeirrar vinnu sem í gangi er við undirbúning stofnunar Skóla- og fjöldkylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Gögnin eru lögð fyrir bæjarráð, sem er starfshópur um stofnun Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar framkomnum gögnum á 185. og 186. fundi bæjarráðs til fræðslunefndar og félagsmálanefndar til umsagnar. Umsagnir berist bæjarráði fyrir fund bæjarráðs þann 14. febrúar n.k.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:30

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinsson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.