Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

185. fundur

Árið 2000, mánudaginn 24. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Hafnarstjórn 18/1.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 20/1.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 19/1.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Sýslumaðurinn á Ísafirði. - Umsögn um rekstur mötuneytis.

Lagt fram bréf sýslumannsins á Ísafirði dagsett 12. janúar s.l., þar sem hann óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn um rekstur mötuneytis á fjórðu hæð Stjórn- sýsluhúss.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.

3. Bréf Andra Árnasonar hrl. - Eftirrit úr dómsbók, mál nr. E-52/1999.

Bréf (orðsending) Andra Árnasonar hrl., dagsett 12. janúar s.l. ásamt endurriti úr dómsbók Héraðsdóms Vestfjarða vegna málið nr. E-52/1999.

Lagt fram til kynningar.

4. Stefna á Ísafjarðarbæ frá Lagastoð málflutningsstofu.

Lögð fram stefna á hendur Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, f.h. Ísafjarðar- bæjar, að kröfu Lagastoðar málflutningsstofu, Lágmúla 7, Reykjavík, til lúkningar greiðslu eftirstöðva reiknings að upphæð kr. 1.046.880.- ásamt greiðslu dráttarvaxta, málskostnaðar o.s.f.

Bæjarstjóri upplýsti að ofangreindur reikningur var að fullu greiddur í desember 1999.

5. Drög að leigusamningi vegna Kofrahús.

Lögð fram drög að leigusamningi milli Ísafjarðarbæjar, sem leigusala og Sigurðar R. Guðmundssonar, sem leigutaka, um leigu á eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Kofrahúsi á Skeiði, Skutulsfirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

6. Félagsmálaráðuneytið. - Umburðarbréf v/húsaleigubóta.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 10. janúar s.l., umburðarbréf vegna breytinga á reglugerð nr. 4/1999 um húsaleigubætur og gildistöku.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra og fjármálastjóra.

7. Bréf Jóns Fr. Jóhannssonar. - Forkaupsréttur að Sútarabúðum, Grunnav.

Lagt fram bréf Jóns Fr. Jóhannssonar, Fjarðarstræti 59, Ísafirði, dagsett 14. janúar s.l., þar sem hann býður Ísafjarðarbæ að neyta forkaupsréttar að 50% eignarhlut í jörðinni Sútarabúðir í Grunnavík. Fyrirhugað er að selja Reyni Friðrikssyni, Gilsbakka 4, Hvolsvelli, eignarhluta Jóns Friðriks.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti sé hafnað.

8. Atvinnuþróunarfélag. - Verkefni um gagna- og fjarvinnslu.

Lagt fram minnisblað frá Dagný Sveinbjörnsdóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 30. desember 1999, vegna verkefnis um gagna- og fjarvinnslu og útkomu könnunar er gerð var.
Bæjarstjóri kom inn á starfsemi Íslenskrar miðlunar hér á norðanverðum Vestfjörðum og hugsanlega möguleika þeirra til skráningar á gagnagrunni á heilbrigðissviði.

Lagt fram til kynningar.

9. Skólaskrifstofa Vestfjarða. - Endurmenntunarsjóður.

Lagt fram bréf Skólaskrifstofu Vestfjarða dagsett 14. janúar s.l., til sveitarfélaga sem aðild eiga að Skólaskrifstofu. Þar er vakin athygli á nokkrum atriðum er huga þarf að, svo sem endurmenntunarnámskeiðum og yfirtöku verkefna Skólaskrifstofu, þar sem skrifstofan mun væntanlega verða lögð af nú í vor.

Bæjarráð telur rétt að Skólaskrifstofa fylgi þessu máli eftir og skipuleggi endurmenntunarnámskeið og sæki um styrki meðan skrifstofan er starfandi.

Bæjarráð hvetur skólastjórnendur til að koma upplýsingum um þörf fyrir endurmenntunarnámskeið til Skólaskrifstofu sem fyrst.

10. Félagsmálaráðuneytið. - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis dagsett 12. janúar s.l., þar sem vísað er til bréfs Ísafjarðarbæjar frá 23. september 1999 og bréfs ráðuneytisins frá 15. nóvember 1999 varðandi ítrekaða beiðni Ísafjarðarbæjar um aukið framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna jöfnunar á skuldastöðu sveitarfélaga í kjölfar sameiningar sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum 1. júní 1996, svo og beiðni um að óháður aðili verði fenginn til að meta reikningslegar forsendur skuldajöfnunarframlagsins.

Bæjarráð lýsir furðu sinni á afgreiðslu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á margítrekuðu erindi Ísafjarðarbæjar, síðast dagsettu 23. september 1999. Ekki er á neinn hátt komið til móts við rökstuddar óskir Ísafjarðarbæjar, heldur leyfir ráðgjafanefnd sér að túlka afstöðu fulltrúa Ísafjarðarbæjar á fundi sem haldinn var á Ísafirði 11. ágúst 1999 á þann hátt, að þeir hafi fallist á að bíða þar til verðmætamat Orkubús Vestfjarða lægi fyrir. Sú túlkun er alröng.

Bæjarráð ítrekar enn og aftur að erindi sem send hafa verið Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eru þangað send til að hljóta afgreiðslu.

11. Bréf Guðbrands Stefánssonar. - Forkaupsréttur að Hólum, Dýrafirði.

Lagt fram bréf Guðbrands Stefánssonar, Hólum, Dýrafirði, dagsett 3. janúar s.l., þar sem hann býður Ísafjarðarbæ forkaupsrétt að jörðinni Hólum í Dýrafirði. Bréfinu fylgir undirritaður kaupsamningur þar sem kaupverð er tilgreint kr.11.000.000.- Væntanlegir kaupendur eru Friðbert J. Kristjánsson og Ásta G. Kristinsdóttir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

12. Minnisblað bæjarstjóra. - Háskólinn á Akureyri, starfsstöð á Ísafirði.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 21. janúar s.l., minnisblaðinu fylgir samþykkt og greinargerð frá Háskólanum á Akureyri.
Jón Þórðarson forstöðumaður sjávarútvegsdeildar Háskólans á Akureyri mun koma á kynningarfund í Þróunarsetri Vestfjarða mánudaginn 24. janúar n.k. kl. 15:00 vegna þessa máls.

Lagt fram til kynningar.

13. Áhugahópur um menningarfjölbr. á Vestfjörðum. - Þjóðahátíð 2000.

Lagt fram bréf frá Áhugahópi um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum dagsett í janúar 2000, þar sem tilkynnt er að Þjóðahátið Vestfirðinga verður haldin í Bolungarvík 26. mars n.k. og verður hátíðardagskránin sett kl. 14:30 og viðtakanda bréfsins boðin þátttaka í hátíðinni.
Jafnframt er lagt fram annað bréf frá sömu aðilum dagsett 18. janúar s.l., þar sem óskað er eftir prentuðum upplýsingum um viðkomandi sveitarfélag á Vestfjörðum.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

14. Drög að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2000-2003.

Lögð fram drög að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2000-2003, yfirlit yfir fjárfestingaverkefni, fjármagnsstreymi og lánahreyfingar þessarra ára.

Bæjarráð vísar 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2000-2003 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

15. Andri Árnason hrl. - Afrit af bréfi til félagsmálaráðuneytis vegna kæru Hlöðvers Kjartanssonar f.h. Guðvarðar Kjartanssonar.

Lagt fram afrit bréfs Andra Árnasonar hrl. til félagsmálaráðuneytis dagsett 17. janúar s.l., er varðar kæru Hlöðvers Kjartanssonar hdl., f.h. Guðvarðar Kjartanssonar dagsett 3. desember 1999, á hendur Ísafjarðarbæ, vegna kröfu kæranda um uppkaup Ísafjarðarbæjar á íbúð Guðvarðar Kjartanssonar að Hjallavegi 5, 2. hæð, Flateyri.

Lagt fram til kynningar.

16. Roskilde Byraad.- Vinabæjarmót 14. - 18. júní 2000.

Lagt fram bréf frá Roskilde Byraad dagsett 10. janúar s.l., þar sem boðið er til vinabæjarmóts í Roskilde dagana 14. - 18. júní n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

17. Greenland Tourism a/s. - Leifs Eiríkssonar hátíð 15. - 17. júlí 2000.

Lagt fram bréf frá Benedikte Thorsteinsson hjá Greenland Tourism a/s, í Nuuk dagsett 4. janúar s.l., þar sem greint er frá Leifs Eiríkssonar hátið dagana 15. - 17. júlí í tilefni landafundanna árið 1000. Bréfinu fylgir boðsbréf undirritað af Jonathan Motzfeldt, landsstjóra í Grænlandi.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

18. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Fundargerð frá 14. janúar 2000.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 17. janúar s.l., ásamt fundargerð fundar í Heilbrigðisnefnd Vestfjarða er haldinn var föstudaginn 14. janúar s.l. Fundargerðinni fylgir starfsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarðasvæðis fyrir árið 1999.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika á aukinni þátttöku ríkisins í rekstri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

19. Bréf skóla- og menningarfulltrúa, v/umsóknar til húsafriðunarsjóðs.

Lagt fram bréf Rósu B. Þorsteinsdóttur, skóla- og menningarfulltrúa, dagsett þann 21. janúar s.l., efni staðfesting á umsókn til húsafriðunarsjóðs.

Bæjarráð staðfestir umsókn vegna Krambúðarhúss í Neðstakaupstað og vísar til samþykktrar fjárhagsáætlunar varðandi Salthús á Þingeyri.

20. Skóla- og fjölskylduskrifstofa Ísafjarðarbæjar, undirbúningur.

Lögð fram af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, samantekt þeirra gagna sem borist hafa við undirbúningsvinnu að stofnun Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Gögnin eru lögð fyrir bæjarráð, sem er starfshópur um stofnun Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Bæjarstjóri upplýsti að von væri á frekari gögnum varðandi fyrirhugaða stofnun Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

Framlögð gögn til kynningar í bæjarráði.

21. Kauptilboð í Fundvís ÍS 881, skipaskrárnúmer 2304.

Lögð fram kauptilboð er bárust í Fundvís ÍS 881, skipaskrárnúmer 2304, er bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar neytti forkaupsréttar að á fundi sínum þann 6. janúar s.l. Eftirtalin kauptilboð bárust:

1. Tilboð frá Arnari Kristinssyni, Brautarholti 4, Ísafirði.
Tilboðsfjárhæð kr. 99.500.000.-

2. Tilboð frá Útgerðarfélaginu Mími ehf., Bakkavegi 1, Hnífsdal.
Tilboðsfjárhæð kr. 99.300.000.-

3. Tilboð frá Pálma Stefánssyni, Móholti 2, Ísafirði.
Tilboðsfjárhæð kr. 108.000.000.-

4. Tilboð frá Kristjáni Andra Guðjónssyni, Engjavegi 28, Ísafirði.
Tilboðsfjárhæð kr. 103.000.000.-

Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt bæjarlögmanni að kanna framkomin kauptilboð.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:27

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.