Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

184. fundur

Árið 2000, mánudaginn 17. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 11/1.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 11/1.
Fundargerðin er í tíu liðum.
1. liður. Bæjarráð vísar á þá liði í fjárhagsáætlun ársins sem fræðslunefnd hefur til ráðstöfunar.
Aðrir liðir fundargerðar lagðir fram til kynningar.

Menningarnefnd 13/1.
Fundargerðin er í sjö liðum.
4. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afþakka gott boð.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 12/1.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf fjármálastjóra v/sorpeyðingargjöld á lögaðila 2000.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 14. janúar s.l., ásamt drögum að álagningu sorpeyðingargjalda 2000 lagt á lögaðila (fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir). Listinn er unnin samkvæmt tillögu stöðvarstjóra Funa í samvinnu við bæjarskrifstofu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlagður álagningarlisti sorpeyðingar- gjalda fyrir árið 2000 verði samþykktur.

3. Bréf fjármálastjóra v/fasteignagjöld 2000, afslættir.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 14. janúar s.l., með tillögum um afslætti á fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega og breyttri tekjuviðmiðun. Jafnframt tillögum um styrki til greiðslu fasteignagjalda til félagasamtaka.
Lagt er til að hámarksafsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verði kr. 57.000.-, var á síðasta ári kr. 45.000.- og tekjuviðmiðun þeirra hækki um kr. 150.000.- frá tekjuviðmiðun á árinu 1999.
Styrkur til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignagjalda verði að hámarki kr. 125.000.-, var á síðasta ári kr. 100.000.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framlagðar tillögur um afslætti á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega og tekjuviðmiðun verði samþykktar svo og tillaga um styrki til félagasamtaka um greiðslu fasteignagjalda.

4. Bréf Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf., sameining fyrirtækja.

Lagt fram bréf frá Hraðfrystihúsinu-Gunnvör hf., dagsett 11. janúar s.l., þar sem tilkynnt er um sameiningu fyrirtækjanna Íshúafélags Ísfirðinga hf., Mjölvinnslunnar hf., Harðfiskstöðvarinnar hf., Togs ehf., og Fiskiðjunnar ehf., við Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf., Hnífsdal.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Lögmanna Hafnarstræti 20, ehf., v/Fundvís ÍS 881.

Lagt fram bréf Lögmanna Hafnarstræti 20, ehf., Reykjavík, dagsett 11. janúar s.l. og varðar meintan forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar að Fundvís ÍS 881.
Jafnframt er lagt fram afrit bréfs Lögmanna Hafnarstræti 20, ehf., til Björns Jóhannessonar hdl., Ísafirði, dagsett 11. janúar s.l. um sama málefni.
Ennfremur er fram lagt afrit af stjórnsýslukæru Ingvars Árnasonar, kt. 251147-4779 og Varar ehf., kt. 460197-2199, á hendur Ísafjarðarbæ, framvísað í sjávarútvegsráðuneytinu 11. janúar s.l.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns.

6. Símbréf Vesturbyggðar, tillaga vegna málefna Orkubús Vestfjarða.

Lagt fram símbréf frá Vesturbyggð dagsett 13. janúar s.l., ásamt tillögu er samþykkt var á 178. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar, þar sem Vesturbyggð samþykkir að senda ekki fulltrúa til boðaðs fundar Orkubús Vestfjarða þann 14. janúar n.k., þar sem ræða á hugmyndir um breytta eða óbreytta eignaraðild að Orkubúinu, en leggur til að Fjórðungssamband Vestfirðinga kalli til fundar um sama málefni.

Lagt fram til kynningar.

Formaður bæjarráðs gerði grein fyrir fundi um Orkubú Vestfjarða er haldinn var þann 14. janúar s.l., í fundarsal Orkubús Vestfjarða að Stakkanesi á Ísafirði.

7. Byggðasafn Vestfjarða. - Tímab. ráðning starfsfólks af atvinnuleysisskrá.

Lagt fram bréf Byggðasafns Vestfjarða dagsett 12. janúar s.l., þar sem leitað er eftir fulltingi bæjarráðs vegna tímabundinnar ráðningar tveggja starfskrafta af atvinnuleysisskrá. Hugmynd Byggðasafns er að sækja um styrk frá Atvinnuleysis- tryggingasjóði og óska eftir mótframlagi frá bæjarsjóði. Væntanlegum starfsmönnum er ætlað að sinna fjölbreyttum verkefnum.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til menningarnefndar.

8. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, v/framlags til kaupa á búnaði fyrir heilbrigðisstofnunina á Þingeyri 1999.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ dagsett 5. janúar s.l., vegna framlags Ísafjarðarbæjar til kaupa á búnaði fyrir heilbrigðisstofnunina á Þingeyri 1999 upp á kr. 211.770.- Bréfinu fylgir afrit af bréfi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis dagsett 29. desember 1999, þar sem getið er um framlag ríkisins til kaupa á búnaði kr. 1.200.000.- (85%)

Bæjarstjóra falið að athuga hvernig staðið er að þessu hjá öðrum sveitarfélögum og afgreiðslu frestað.

9. Hafstofa Íslands. - Búferlaflutningar árið 1999.

Lagt fram bréf frá Hagstofu Íslands dagsett 11. janúar s.l., um búferlaflutninga á árinu 1999. Bréfinu fylgja töflur um búferlaflutninga einstakra byggðarlaga svo og heildartölur s.l. tíu ára.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf Einars Kr. Guðfinnssonar, alþingism., þróun kvótastöðu á Vestfj.

Lagt fram bréf frá Einari Kr. Guðfinnssyni, alþingismanni, dagsett 4. janúar s.l., ásamt svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Einars Kr. Guðfinnssonar um þróun aflamarks.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf Íþróttabandalags Ísafjarðar, styrkir til ÍBÍ og HVÍ árið 1999.

Lagt fram bréf Íþróttabandalags Ísafjarðar dagsett 13. janúar s.l., um styrki til ÍBÍ og HVÍ 1999 og framkvæmdastyrki sama ár, svo og sameiningarmál þessarra sambanda.

Bæjarráð staðfestir þann skilning ÍBÍ varðandi rekstrarstyrki ársins 1999, að þeir falli ekki niður.

Bæjarstjóra falið að ræða við formann ÍBÍ um efni bréfsins.

12. Bréf Elíasar Guðmundssonar. - Kauptilboð í Hlíðarveg 3, Suðureyri.

Lagt fram kauptilboð frá Elíasi Guðmundssyni, Suðureyri, dagsett 14. janúar s.l., í húseignina Hlíðarveg 3, Suðureyri, upp á kr. 1.000.- og ósk um niðurfellingu fasteignagjalda fyrir árið 2000 eða á meðan endurbygging stendur yfir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita samþykkis Íbúðalánasjóðs hf., á sölu eignarinnar samkvæmt innkomnu tilboði.

13. Bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, breyttur opnunartími sundlauga.

Lagt fram bréf Björns Helgasonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa dagsett 14. janúar s.l., tillaga að breyttum opnunartíma sundlauga Ísafjarðarbæjar, með tilvísun til samþykktar í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2000.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við fram komnar tillögur um opnunartíma enda sé ekki gengið á samningsbundinn rétt starfsmanna.

14. Umræður um 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar.

Umræða var um 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og samþykkt að leggja drög að henni fyrir næsta fund bæjarráðs þann 24. janúar n.k.

15. Upplýsingar bæjarstjóra vegna fyrirhugaðra kaupa á Skutli ÍS.

Bæjarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi fyrirhuguð kaup á Skutli ÍS. af Básafelli hf., Ísafirði. Fram kom að viðræðum um kaupin hefur verið slitið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:24

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.