Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

183. fundur

Árið 2000, mánudaginn 10. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Húsnæðisnefnd 5/1.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Sigríðar J. Óskarsdóttur, Bíldudal, styrkbeiðni vegna þjónustu.

Lagt fram bréf frá Sigríði J. Óskarsdóttur, Bíldudal, dagsett 3. desember 1999, þar sem hún óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna þjónustu sinnar við bæi við innan- verðan Arnarfjörð samhliða póstþjónustu. Jafnframt er lagt fram bréf fjármálastjóra til bæjarstjóra dagsett 6. janúar s.l., er greinir frá styrkjum til Sigríðar vegna þessa máls s.l. þrjú ár.

Bæjarráð samþykkir styrk upp á kr. 64.000.- eins og gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun ársins 2000.

3. Afrit bréfs sýslumanns Bolungarvíkur til Vegagerðarinnar á Vestfjörðum

Lagt fram afrit bréfs sýslumannsins í Bolungarvík til Vegagerðarinnar á Vestfjörðum dagsett 4. janúar s.l., um hámarkshraða á þjóðvegi 61, Djúpvegi, milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Samb. ísl. sveitarf., boðun fundar um fjárhagsstöðu sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 3. janúar s.l., þar sem bæjarstjórar, forsetar bæjarstjórna og formenn bæjarráða í Vesturbyggð, Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað svo og fulltrúar fjármála- og iðnaðarráðuneytis eru boðaðir til fundar þann 13. janúar n.k. kl. 12:00 að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík, um fjárhags- stöðu sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráð að sækja fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

5. Bréf Framkvæmdasýslu ríkisins. - Snjóflóðavarnir í Seljalandsmúla.

Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 23. desember 1999, þar sem tilkynnt er að undirbúningsvinnu vegna snjóflóðavarna í Seljalandsmúla sé nú lokið af hálfu Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem ekkert verður af útboði í bili.

Lagt fram til kynningar.

6. Samtök sveitarf. á köldum svæðum. - Fundargerð 12. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 12. stjórnarfundar samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum er haldinn var 25. nóvember 1999, að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Bæjarráð áréttar að húshitunarkostnaður sé sá sami um allt land.

Lagt fram til kynningar.

7. Skólaráð Vestfjarða. - Fundargerð 16. fundar.

Lögð fram fundargerð Skólaráðs Vestfjarða frá 16. fundi er haldinn var þann 30. desember 1999. Fundurinn var símafundur.

Lagt fram til kynningar.

8. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 659. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 659. stjórnarfundar Samb. ísl. sveitarf. er haldinn var þann 17. desember 1999, að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

9. Umboðsmaður Alþingis. - Ályktun vegna kvörtunar Hlöðvers Kjartanssonar hdl. v/Sveinbjargar Hermannsdóttur.

Lagt fram bréf umboðsmanns Alþingis dagsett 30. desember 1999, ásamt áliti umboðsmanns í tilefni af kvörtun Hlöðvers Kjartanssonar hdl., fyrir hönd Sveinbjargar Hermannsdóttur, vegna álagningar holræsagjalds árið 1998.

Bæjarráð sendir álit umboðsmanns Alþingis til bæjarlögmanns, Sambands ísl. sveitarf. og félagsmálaráðuneytis til kynningar.

10. Umboðsmaður Alþingis. - Ályktun vegna kvörtunar Hlöðvers Kjartanssonar hdl. v/Guðvarðar Kjartanssonar.

Lagt fram bréf umboðsmanns Alþingis dagsett 30. desember 1999, ásamt áliti umboðsmanns í tilefni af kvörtun Hlöðvers Kjartanssonar hdl., fyrir hönd Guðvarðar Kjartanssonar, vegna álagningar holræsagjalds árið 1998.

Bæjarráð sendir álit umboðsmanns Alþingis til bæjarlögmanns, Sambands ísl. sveitarf. og félagsmálaráðuneytis til kynningar.

11. Minnisblað bæjarstjóra. - Iðgjaldagreiðslur í lífeyrissjóði.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 7. janúar s.l., um iðgjaldagreiðslur af launum og mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð af nefndarlaunum og launum bæjarfulltrúa. Minnisblaðinu fylgja ýmis gögn varðandi málið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna um málið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinsson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.