Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

182. fundur

Árið 2000, mánudaginn 3. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla janúar - nóvember 1999.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra dagsett 30. desember s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar - nóvember 1999.

Lagt fram til kynningar.

2. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. - Endursk. þjónustuframlaga 1999.

Lagt fram yfirlit frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, endurskoðun á þjónustuframlagi ársins 1999, sem er í heild kr. 32.403.329.-

Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara yfir útreikninga jöfnunarsjóðs.

3. Samb. ísl. sveitarf. - Þrjú erindi framsend til kynningar.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 20. desember s.l., með neðangreindum erindum til kynningar.

1. Yfirlýsing félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Samb. ísl. sveitarf. um efnahagsmál og fjárhag sveitarfélaga.

2. Afrit bréfs Landssambands eldri borgara dagsett 2. desember 1999, varðandi fasteignagjöld ofl.

3. Afrit bréfs Öryrkjabandalags Íslands dagsett 7. desember 1999, um bifreiðastæði fyrir öryrkja.

Bæjarráð fagnar yfirlýsingu félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Samb. ísl. sveitarf. um efnahagsmál og fjárhag sveitarélaga og telur hana skref í rétta átt til jöfnunar kostnaðar milli ríkis og sveitarfélaga.

Erindi Öryrkjabandalags Íslands sent umhverfisnefnd til kynningar.

Erindin lögð fram til kynningar í bæjarráði.

4. Skipulagsstofnun. - Skipulagsfulltrúar og skipulagsráðgjafar.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 20. desember s.l., með listum yfir skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa.

Bæjarráð vísar bréfinu til kynningar í umhverfisnefnd.

5. Bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. - Leitner troðari.

Lagt fram bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Björns Helgasonar dagsett 30. des- ember 1999, þar sem greint er frá viðræðum við umboðsaðila Leitner á Íslandi og fulltrúa Leitners Martin, vegna viðhalds Leitner troðara Ísafjarðarbæjar.

Áætlaður viðhaldskostnaður á troðaranum er kr. 2.918.761.- samkvæmt drögum að samkomulagi og er óskað eftir heimild bæjarráðs til að gera samning við Ístraktor, Síðumúla 2, Reykjavík, á grundvelli þeirra.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

6. Bréf Sæmundar Kr. Þorvaldssonar. - Skjólskógar á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf frá Sæmundi Kr. Þorvaldssyni, f.h. undirbúningshóps, dagsett 28. desember s.l., vegna kynningar á tillögu starfshóps landbúnaðarráðuneytis um landshlutabundið skógræktarverkefni ,,Skjólskógar á Vestfjörðum." Bréfinu fylgir tillaga starfshópsins.

Bæjarráð vísar erindinu til landbúnaðarnefndar og umhverfisnefndar.

7. Afrit fundarboðs til bæjarfulltrúa vegna Orkubú Vestfjarða.

Lagt fram afrit af fundarboði Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til bæjar- fulltrúa dagsett 30. desember s.l., vegna fundar bæjarfulltrúa með orkubússtjóra og formanni stjórnar Orkubús Vestfjarða kl. 16:00 þriðjudaginn 4. janúar n.k.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Arnars Guðmundssonar. - Stuðningur við hreinsun á Suðureyri.

Lagt fram tölvubréf frá Arnari Guðmundssyni, Suðureyri, dagsett 26. desember s.l., þar sem hann fer fram á stuðning Ísafjarðarbæjar við umhverfishreinsun í Súgandafirði, einkum flutning á brennuefni úr Staðardal.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

9. Minnisblað bæjarstjóra. - Skýrsla H.L.H. um atvinnumál í Ísafjarðarbæ og Hrísey.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 30. desember s.l., ásamt skýrslu Haraldar L. Haraldssonar, hagfræðings, um atvinnumál í Ísafjarðarbæ og Hrísey. Skýrslan er unnin fyrir stjórn Byggðastofnunar í desember 1999.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf Lögsýnar ehf., vegna forkaupsréttar á m.b. Fundvís ÍS 881.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 27. desember s.l., þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til forkaupsréttar að bátnum Fundvís ÍS 881, skipaskrárnúmer 2304, þinglýst eign Vís ehf., Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir áliti bæjarlögmanns á erindi bréfsins og leggi fyrir bæjarstjórn þann 6. janúar n.k.

11. Bréf Lögmanna Hafnarstræti 20, ehf. - Kaupsamn. vegna Fundvís ÍS 881.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Hafnarstræti 20, ehf., Reykjavík, dagsett 30. desember s.l., er varðar kaup á m.b. Fundvís ÍS 881 og forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara með tilvísun til afgreiðslu bæjarráðs á 10. lið hér að ofan.

12. Minnisblað bæjarstjóra. - Útboðsgögn Vegagerðar vegna þjónustu við Æðey og Vigur.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 30. desember s.l., er varðar útboð Vegagerðarinnar vegna þjónustu við Æðey og Vigur í Ísafjarðardjúpi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir útboðsgögn Vegagerðarinnar.

13. Boðsbréf frá Linköping í Svíþjóð.

Lagt fram boðsbréf frá Evu Joelsson, bæjarstjóra í Linköping, vegna opnunar á nýju bókasafni og opnunar á kastala- og dómkirkjusafni í Linköping dagana 16. og 19. mars 2000.

Erindið sent menningarnefnd.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:19

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.