Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

179. fundur

Árið 1999, þriðjudaginn 14. desember kl. 14:30 kom bæjarráð saman til aukafundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Á dagskrá.

Málefni Básafells hf. og staða atvinnumála í Ísafjarðarbæ.

Til fundar bæjarráðs mættu auk bæjarráðsmanna, Guðrún Guðmannsdóttir, Ingimar Halldórsson og Eggert Jónsson fyrir Lífeyrissjóð Vestfirðinga og Aðalheiður Steinsdóttir fyrir Verkalýðsfélagið Baldur, Ísafirði.

Niðurstaða fundarins er sú að heimamenn vilja halda áfram viðræðum um kaup á aflaheimildum af Básafelli hf.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:30

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.