Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

178. fundur

Árið 1999, mánudaginn 13. desember kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar frá Skíðafélagi Ísfirðinga mæta til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð mættu Jóhann K. Torfason, Einar S. Magnússon og Guðmundur R. Kristjánsson, sem fulltrúar fyrir Skíðafélag Ísfirðinga. Jafnframt mætti til fundar íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ísafjarðarbæjar Björn Helgason.

Rætt var um rekstur skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar á komandi vetri svo sem opnunartíma, snjómokstur upp á Seljalandsdal, samgöngur að og frá skíðasvæði, samstarf um mótun á kynningu skíðasvæðis, verðlagning og innheimta þjónustugjalda og hugsanlegan rekstur skíðasvæðis nú í desember.

Bæjarráð vísar umfjöllun ofangreindra atriða til fræðslunefndar.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 7/12.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 8/12.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Gámaþjónusta Vestfjarða ehf. - Sorphirðugj. fyrir utanaðkomandi aðila.

Lagt fram bréf frá Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., Ísafirði, dagsett 9. desember s.l., þar sem farið er fram á verulega lækkun sorpeyðingagjalda fyrir utanaðkomandi aðila. Fram kemur í bréfinu að í umræðu er að koma upp brennslu á sorpi á Patreksfirði og hafin er flokkun og jarðgerð á Tálknafirði.

Bæjarstjóri upplýsti að Ragnar Á. Kristinsson hafi haft samband og greint frá breyttum forsendum varðandi erindið.

Lagt fram til kynningar á þessu stigi.

4. Bréf fjármálastjóra v/fjárhagsáætlunar Heilbrigðiseftirl. Vestfjarða 2000.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 9. desember s.l., með tilvísun til 11. liðar í 171. fundargerð bæjarráðs frá 25. október 1999. Í bókun bæjarráðs var óskað eftir áliti fjármálastjóra á fjárhagsáætlun Heilbrigðisnefndar fyrir árið 2000, en í bréfi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsettu 18. október 1999 koma fram tvær tillögur.

Fjármálastjóri mælir með tillögu 2, sem gerir ráð fyrir óbreyttum rekstri.

Bæjarráð mælir með tillögu fjármálastjóra.

5. Bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa v/Skíðafélags Ísfirðinga.

Lagt fram bréf Björns Helgasonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett 8. desember s.l., þar sem óskað er eftir leyfi fyrir Jóhann K. Torfason á launum í 10 daga verkefni fyrir Skíðafélag Ísfirðinga við söfnun auglýsinga. Bréfinu fylgir afrit af bréfi Skíðafélags Ísfirðinga dagsett 29. nóvember 1999, varðandi málefnið.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar til umsagnar og ÍBÍ til kynningar.

6. Samb. ísl. sveitarf. - Samningur Ísafjarðarbæjar við stjórnendur G.Í.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 1. desember s.l., varðandi samninga Ísafjarðarbæjar við stjórnendur Grunnskólans á Ísafirði um heilsdagsskóla og afgreiðslu Launanefndar sveitarfélaga á fundi sínum þann 26. nóvember 1999. Á fundi Launanefndar var fram lagt minnisblað Sigurjóns Péturssonar, deildarstjóra grunnskóladeildar um málið. Launanefnd tekur undir það er fram kemur á minnisblaði Sigurjóns sem fylgir hér með.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska upplýsinga hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga um hvernig þessum málum er háttað hjá öðrum sveitarfélögum.
Minnisblað Sigurjóns Péturssonar sent fræðslunefnd til kynningar.

7. Ferðamálafulltrúi Vestfjarða. - Götuleikhús á Vestfjörðum, stefna 2000.

Lagt fram bréf ferðamálafulltrúa Vestfjarða dagsett 1. desember 1999, varðandi götuleikhús á Vestfjörðum, stefna fyrir sumarið 2000. Þar skorar ferðamálafulltrúi Vestfjarða á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gera leikhópnum Morranum kleift að starfa aftur næsta sumar.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

8. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ. - Framlag til heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimilis á Flateyri.

Lagt fram bréf Heilbrigðisstofnunarinnar í Ísafjarðarbæ dagsett 2. desember s.l., þar sem tilkynnt er framlag til heilsugæslustöðvar og hjúkrunarheimilis á Flateyri. Hjálagt fylgir bréf heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis dagsett 25. nóvember 1999. Kostnaðarskipting milli ríkis og sveitarfélaga er 85% - 15% og er hlutur Ísafjarðarbæjar kr. 176.470.- er óskast greiddur við fyrstu hentugleika.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

9. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Fundargerð 4. desember 1999.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 6. desember s.l., ásamt fundargerð 10. fundar heilbrigðisnefndar frá 4. desember 1999.

Lagt fram til kynningar.

10. VST - Frumkostnaðaráætlun um frágang gatna og opinna svæða á Flateyri, dagsett í nóvember 1999.

Lögð fram frumkostnaðaráætlun um frágang gatna og opinna svæða á Flateyri, unnin af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., útgefin í nóvember 1999. Frumkostnaðaráætlunin er unnin að tilhlutan Flateyrarnefndar.

Bæjarráð heimilar Flateyrarnefnd að vinna áfram að uppbyggingarmálum á Flateyri og taka upp viðræður við ríkisvaldið byggt á niðurstöðum VST og annarri gagnaöflun Flateyrarnefndar.

11. Lögfr. Tryggvi Guðmundsson. - Forkaupsréttur Fjarðarstr. 18, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., dagsett þann 8. desember s.l., þar sem óskað er svara frá Ísafjarðarbæ um afstöðu til forkaupsréttar bæjarins að fasteigninni Fjarðarstræti 18, Ísafirði, fastanúmer 211-9494, 211-9489 og 211-9495, talin eign Jóns Hilmarssonar, kt. 130852-2709.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

12. Náttúrustofa Vestfjarða. Fjárhagsáætlun 2000.

Lagt fram bréf Náttúrustofu Vestfjarða dagsett 8. desember s.l., ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2000, sem samþykkt var á fundi stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða þann 6. desember 1999.

Bæjarráð vísar málinu til viðræðna bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar við bæjarstjóra Bolungarvíkur og sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.

13. Úrskurðanefnd skv. lögum nr. 7/1998. - Hlöðver Kjartansson.

Lagt fram bréf frá úrskurðanefnd dagsett 8. desember s.l., varðandi kærur Hlöðvers Kjartanssonar hdl., fyrir hönd Sveinbjargar Hermannsdóttur, kt. 231246-3439 og Guðvarðar Kjartanssonar, kt. 050541-4879, vegna álagningar sorphirðu-gjalda á árinu 1998.
Óskað er eftir viðbrögðum Ísafjarðarbæjar og hvort bærinn þurfi að koma frekari gögnum til nefndarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma nauðsynlegum gögnum til nefndarinnar.

14. Minnisblað bæjarstjóra. - Úttekt á rekstri Hlífar og starfsmannamál.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 10. desember s.l., þar sem bæjarstjóri gerir grein fyrir viðræðum sínum og félagsmálastjóra um málefni Hlífar varðandi daggjöld, starfsmannamál ofl. Niðurstaða þeirra er sú, að nauðsynlegt sé að taka út rekstur stofnunarinnar og fá til þess aðila með sérþekkingu á rekstri svona stofnunar. Rætt hefur verið við Þröst Sigurðsson hjá Rekstri og ráðgjöf og hann beðinn um að kynna sér málið og gera áætlun um kostnað, komi til þess að hann verði ráðinn.

Bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun.

15. Minnisblað bæjarstjóra. - Foreldrafélag skíðabarna.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 8. desember s.l., þar sem hann gerir grein fyrir samningi við Foreldrafélag skíðabarna um byggingu skíðaskála í Tungudal, samningi sem dagsettur er þann 3. júní 1998, eða fyrir starfstíma núverandi bæjarstjórnar og bæjarstjóra.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins í dag og leggur fram tillögu til að ljúka málinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til uppgjörs við Foreldrafélag skíðabarna á forsendum fyrirliggjandi tillögu bæjarstjóra. Bæjarráð óskar eftir umsögn eftirlitsnefndar með byggingu skíðaskála varðandi gryfju í áhaldageymslu.

16. Tillaga frá 69. fundi bæjarstjórnar 9. desember s.l.

Svohljóðandi tillaga Bryndísar G. Friðgeirsdóttur frá 69. fundi bæjarstjórnar 9. desember s.l., er samþykkt var með níu samhljóða atkvæðum, tekin fyrir í bæjarráði.

,,Legg til að bæjarstjórn skipi vinnuhóp vegna fyrirhugaðrar stofnunar skóla- og fjölskylduskrifstofu, að fenginni tillögu bæjarráðs. Hópurinn vinni þá undirbúningsvinnu sem þarf til að stofna slíka skrifstofu."

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarráð skipi vinnuhópinn.

17. Eignarhaldsfélag Vestfjarða.

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um þá vinnu sem í gangi er varðandi stofnun Eignarhaldsfélags Vestfjarða.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:25

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.