Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

176. fundur

Árið 1999, þriðjudaginn 30. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 23/11.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
1. liður. Bæjarráð bendir á að í þessu tilviki sé það í höndum sviðstjóra og fræðslunefndar að ganga frá ráðningu forstöðumanns á skíðasvæði.
2. liður. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað og hvers vegna fræðslunefnd telur að ekki sé um kostnaðarauka að ræða.
3. liður. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað frá skóla- og menningarfulltrúa.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 24/11.
Fundargerðin er í þrettán liðum.
5. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða frekar við málsaðila.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. - Gæsla vegna Grunnskóla í Sundhöll.

Lagt fram bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Björns Helgasonar, dagsett þann 26. nóvember s.l., þar sem hann ræðir um aukna gæslu í bað- og búningsklefum í sundlaug og íþróttahúsi við Austurveg, Ísafirði, vegna einsetningu Grunnskóla Ísafjarðar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

3. Bréf íþrótta- og æskulýðsfulltr.-Gjaldskrá og opnunart. skíðasvæða 2000.

Lagt fram bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Björns Helgasonar, dagsett þann 25. nóvember s.l., með tillögum um óbreytta gjaldskrár á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar á árinu 2000 og um opnunartíma.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur fyrir sitt leyti og óskar umsagnar fræðslunefndar.

4. Minnisblað bæjarstjóra. - Haraldur L. Haraldsson, ráðgjafi.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 25. nóvember s.l., þar sem hann gerir grein fyrir tímabundinni ráðningu Haraldar L. Haraldssonar, ráðgjafa.

Bæjarráðsmaður Sigurður R. Ólafsson, lét bóka eftirfarandi spurningar.
1. Á hvaða forsendum tekur bæjarstjóri sér það vald að leyfa sér að ráða ráðgjafa í sérstakt verkefni ?
2. Er þessi ráðstöfun gerð með vitund og vilja fulltrúa meirihluta flokkanna í bæjarráði ?
3. Hvaðan er áætlað að greiða þann kostnað er af þessum gjörningi hlýst ?
4. Hvað með atvinnuráðgjafan í byggðalaginu ? Hvers vegna er honum ekki treyst í verkefnið ?

Bæjarstjóri mun svara ofangreindum spurningum skriflega á næsta fundi bæjarráðs.

5. Afrit bréfs bæjarstjóra til Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 25. nóvember s.l., til Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar. Bréfið er skrifað í framhaldi af fundi bæjarstjóra með formanni Skotíþróttafélagsins og formanni ÍBÍ sama dag. Erindið fjallar um veginn upp á Dagverðardal að skotíþróttasvæði Skotíþróttafélagsins og ástand hans.

Lagt fram til kynningar.

6. Minnisblað bæjarstjóra. - Starfsfólk leikskóla, launamál.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 19. nóvem-ber s.l., þar sem hann gerir grein fyrir fundum sínum með fulltrúum leikskólastjóra, leikskólakennara og leiðbeinenda , með tilvísun til samþykktar bæjarráðs á 155. fundi þann 28. júní 1999. Starfsfólk leikskóla Ísafjarðarbæjar leggur mikla áherslu á að bæjaryfirvöld svari sem fyrst beiðni þeirra um sérsamninga. Hjálagt fylgir yfirlit um samninga leikskólakennara við einstök sveitarfélög, tekið saman af Björgu Bjarnadóttur formanni FÍL í júlí 1999.

Lagt fram til kynningar.

7. Sigurður R. Guðmundsson. - Viðbygging við Kofrahús á Skeiði.

Lagt fram bréf frá Sigurði R. Guðmundssyni, Stórholti 7, Ísafirði, dagsett þann 23. nóvember s.l., þar sem hann óskar heimildar hjá Ísafjarðarbæ, sem eiganda að hluta húseignarinnar Kofrahús á Skeiði, til að byggja viðbyggingu við NV-horn hennar. Stærð viðbyggingarinnar er, kjallari 11.6 ferm. og jarðhæð 50.7 ferm. Hjálagt fylgir staðfest samþykki annarra eigenda Kofrahúss.
Jafnframt óskar bréfritari eftir breytingu á húsaleigusamningi um Kofrahús, þannig að leigutími verði ótiltekinn og uppsagnarfrestur eitt ár.

Bæjarráð samþykkir framangreinda stækkun með þeim fyrirvara, að í nýjum leigusamningi verði tekið fram að Ísafjarðarbær beri ekki kaupskyldu vegna viðbyggingar, né heldur niðurrif hennar komi til þess af skipulagsástæðum.

8. Hrafn Snorrason. - Íbúar á Stakkanesi, Ísafirði, ítrekun erindis.

Lagt fram bréf frá Hrafni Snorrasyni, Stakkanesi 12, Ísafirði, f.h. íbúa við Stakkanes á Ísafirði, dagsett í endaðan nóvember 1999. Efni bréfsins er að ítreka fyrri beiðni íbúanna við Stakkanes, um úrbætur í dempun hávaða frá stofnbraut, götu- lýsingu og gangstíga.

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá bæjarverkfræðingi um stöðu málsins.

9. Afrit bréfs Andra Árnasonar hrl., til úrskurðanefndar v/sorpeyðingargj..

Lagt fram afrit af bréfi Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns, til úrskurðar- nefndar dagsett 22. nóvember 1999, þar sem hann gerir grein fyrir viðhorfum bæjar- yfirvalda vegna stjórnsýslukæru Gunnars Sigurðssonar ehf., Þingeyri, á álagningu sorpeyðingargjalda.

Lagt fram til kynningar.

10. Vegagerðin. - Skólaakstur, fyrirspurn um samninga.

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dagsett þann 18. nóvember s.l., þar sem greint er frá að Vegagerðinni var með lögum nr. 13/1999 um skipulag fólksflutninga með hópferðabifreiðum, falin umsjón og eftirlit með þessum málaflokki. Samkvæmt 1. gr. og 6. gr. laganna þarf nú hópferðaleyfi fyrir bifreiðar sem rúma 9 farþega eða fleyri og sem notaðar eru til aksturs skólabarna. Óskað er eftir upplýsingum um gildandi samninga um skólaakstur í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð vísar erindinu til skóla- og menningarfulltrúa.

11. Stígamót. - Beiðni um rekstrarstyrk.

Lagt fram bréf frá Stígamótum, Vesturgötu 3, Reykjavík, dagsett 23. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk frá Ísafjarðarbæ til Stígamóta.

Erindinu vísað til félagsmálanefndar.

12. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 657. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 657. stjórnarfundar Sambands ísl. sveitarf. er haldinn var þann 29. október s.l. á Hótel Sögu í Reykjavík. Til fundarins mættu enn fremur formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtakanna.

Lagt fram til kynningar.

13. Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og starfskjaranefndar Kjarafélags tæknifræðinga.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga 4. fundar með starfskjaranefnd Kjarafélags tæknifræðinga, er haldinn var þann 19. nóvember s.l., að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

14. Fundargerð stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar, Ísafirði.

Lögð fram fundargerð 15. stjórnarfundar Heilbrigðisstofnunarinnar, Ísafirði, er haldinn var þann 20. september s.l. í matsal FSÍ/HSÍ, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.