Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

175. fundur

Árið 1999, mánudaginn 22. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 16/11.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Tillaga Birnu Lárusdóttur á 68. fundi bæjarstjórnar 18. nóvember 1999.

Lögð fram tillaga Birnu Lárusdóttur frá 68. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, er haldinn var þann 18. nóvember s.l., við 1. lið 99. fundargerðar umhverfisnefndar.

Undir þessum lið mættu til viðræðna við bæjarráð þeir Kristján Kristjánsson, formaður umhverfisnefndar, Ármann Jóhannesson, bæjarverkfræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.

Rætt var um ofangreinda tillögu, eftirlitshlutverk tæknideildar og umhverfisnefndar og kynningu á skipulags- og byggingarlögum til iðnaðarmanna og almennings.

3. Frestun bæjarstjórnar á 68. fundi á 3. lið 174. fundargerðar bæjarráðs.

Lagt fyrir að nýju minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett þann 8. nóvember s.l., vegna snjóflóðavarnargarðs í Seljalandshlíð, Skutulsfirði, vegna svohljóðandi tillögu samþykktri á 68. fundi bæjarstjórnar 18. nóvember s.l.

,,Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta bæjarstjórnar- fundar 2. desember n.k. og vísar því til nánari skoðunar í bæjarráði."

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hjá umhverfisráðuneyti og Veðurstofu Íslands, hvort breyting á hönnunarforsendum garðsins geti átt sér stað. Hvaða áhrif hefur það á framkvæmd verksins og framkvæmdatíma reynist hönnunarforsendur breyttar.

4. SKG Veitingar ehf. - Aðstaða fyrir fundi og mannfagnaði.

Lagt fram bréf frá SKG Veitingum ehf., Ísafirði, dagsett 18. nóvember s.l., þar sem þeir meðal annars óska eftir jafnri aðstöðu á afnotum af því húsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar, þar sem hægt er að halda stærri fundi og mannfagnaði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

5. Afrit bréfs Skipulagsstofnunar til umhverfisráðuneytis v/aðalskipulags.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar til umhverfisráðuneytis dagsett 8. nóv- ember s.l. og varðar breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 1989-2009, snjó- flóðavarnir á Seljalandsdal.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

6. Lögmenn Skólavörðustíg 12, Reykjavík. - Forkaupsr. að jörðinni Kaldá.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Skólavörðustíg 12, Reykjavík, dagsett þann 15. nóvember s.l., þar sem þeir óska svars um hvort Ísafjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt við sölu jarðarinnar Kaldá í Önundarfirði. Dánarbú Önnu Aniku Betúels- dóttur hyggst selja jörðina ásamt því er á henni stendur til Ragnheiðar Bjarnadóttur, Ljáskógum 18, Reykjavík, fyrir kr. 500.000.- staðgreitt.

Bæjarráð óskar umsagnar bæjarverkfræðings um hvort hugsanlega geti verið malarnám á jörðinni.

7. Ísinn ehf., Ísafirði. - Greiðsludreifing byggingarleyfisgjalda.

Lagt fram bréf frá Ísnum ehf., Ísafirði, dagsett 16. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir greiðsludreifungu á álögðum byggingarleyfisgjöldum á fyrirtækið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða erindið með vísan til gjaldskrár fyrir gatnagerðargjald í Ísafjarðarbæ. Ársvextir gatnagerðaskuldabréfa verði almennir skuldabréfavextir viðskiptabanka.

8. Félagsmálaráðuneytið. - Jöfnun á skuldastöðu sveitarfélaga við samein..

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 15. nóvember s.l., þar sem tilkynnt er að beiðni Ísafjarðarbæjar um endurskoðun á framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna jöfnunar á skuldastöðu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum í kjölfar sameiningar þeirra 1. júní 1996, verði lögð fram til kynningar á næsta fundi ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs, sem áætlað er að halda fyrri hluta desembermánaðar.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf Ingólfs Eggertssonar. - Bílastæði við Fjarðarstræti 19, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Ingólfi Eggertssyni, f.h. íbúa í Fjarðarstræti 19, Ísafirði, dagsett þann 15. nóvember s.l. Í erindinu er fjallað um lóðina að Aðalstræti 42, Ísafirði og bílastæðamál vegna Fjarðastrætis 19, Ísafirði. Hjálagt fylgir teikning Elísabetar Gunnarsdóttur frá því í ágúst 1993 af svæðinu.

Bæjarráð tekur fram að erindið er í meðferð hjá umhverfisnefnd.

10. Fundargerð 3. ársfundar Samtaka sveitafélaga á köldum svæðum.

Lögð fram fundargerð 3. ársfundar Samtaka sveitafélaga á köldum svæðum, er haldinn var á Hótel Sögu fimmtudaginn 28. október 1999, ásamt fleiti gögnum.

Lagt fram til kynningar.

11. Vinnumálastofnun. - Yfirlit um atvinnuástand í október 1999.

Lagt fram bréf Vinnumálastofnunar dagsett 16. nóvember s.l., yfirlit um atvinnuástand í október 1999. Atvinnulausum hefur fækkað í heild að meðaltali um 4.7% frá septembermánuði, en fækkað um 32.2% miðað við október 1998. Atvinnuleysi hefur aukist á Vestfjörðum frá því í september s.l.

Lagt fram til kynningar.

12. VSÓ Ráðgjöf. - Árangursmat hjá sveitarfélögum.

Lagt fram bréf frá VSÓ Ráðgjöf ehf., Akureyri, dagsett 10. nóvember s.l., þar kemur fram að VSÓ hefur í hyggju að koma á reglubundnum samanburði milli rekstrarþátta sveitarfélaga. Borinn verður saman kostnaður á staðlaða einingu fyrir sambærilega þjónustu hjá sveitarfélögum sem taka þátt í samstarfinu um samanburð rekstrarþátta. Stefnt er að því að fá amk. 5 af eftirtöldum sveitarfélögum til samstarfs: Akureyrarbæ, Hafnarfjarðarbæ, Reykjanesbæ, Kópavogsbæ, Fjarðarbyggð, Ísafjarðarbæ og Sveitarfélagið Skagafjörð. Hámarkskostnaður sveitarfélaga með fleiri en 10.000 íbúa er kr. 800.000.- á ári, en kr. 400.000.- á ári fyrir minni sveitarfélög.

Bæjarráð hafnar erindinu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.