Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

174. fundur

Árið 1999, mánudaginn 15. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 9/11.
Fundargerðin er í níu liðum.
3. liður. Bæjarráð vísar til samþykktar bæjarstjórnar þar sem bæjarstjóra er falið að gera tillögur að notkunarreglum fyrir íþróttahús í Ísafjarðarbæ.
8. liður. Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðni vegna þjálfara fyrir kvennalið KFÍ.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Hafnarstjórn 9/11.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 11/11.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 10/11. 98. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
1. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga, sem lagðar verði fyrir fund bæjarstjórnar þann 18. nóvember n.k.
7. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktar verði tillögur umhverfisnefndar um breytingar á gjaldskrám, vatnsveitu, gatnagerðargjalda og sorphirðugjalda.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

2. Sýslumaðurinn á Ísafirði, umsögn v/gistiskálans Brynjukot, Flateyri.

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 9. nóvember s.l., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn Þorbjargar Auðar Sigþórsdóttur, Ólafstúni 7, Flateyri, f.h. Kvennfélagsins Brynju, um rekstur gistiskála að Brynjukoti, Ránargötu 6, Flateyri.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.

3. Minnisblað bæjarstjóra. - Snjóflóðavarnargarður í Seljalandshlíð.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 8. nóvember s.l., þar sem rætt er um snjóflóðavarnir í Seljalandsmúla og hugsanlegar breytingar á hönnun þeirra og vitnað til viðræðna bæjarstjóra við fulltrúa umhverfisráðuneytis og Veðurstofu Íslands.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, með tilvísun til samþykktar bæjarstjórnar frá 2. september s.l., að verkið verði boðið út fyrir komandi áramót.

4. Viðlagatrygging Íslands. - Viðlagatrygging skíðamannvirkja.

Lagt fram bréf Viðlagatryggingar Íslands dagsett 4. nóvember s.l., er varðar skíðalyftu á Seljalandsdal og viðlagatryggingu ef um uppbyggingu er að ræða. Hjálagt fylgja lög um Viðlagatryggingu Íslands, sem vísað er til í bréfinu.

Bæjarráð þakkar svar Viðlagatryggingar, sem staðfestir það sem kemur fram í bókun bæjarráðs 2. lið 172. fundar, að ekki sé ásættanlegur valkostur að byggja upp skíðalyftu að nýju á Seljalandsdal. Að þessu gefnu felur bæjarráð bæjarstjóra að fara fram á altjónsbætur vegna síðalyftu á Seljalandsdal.

5. Vinnueftirlit ríkisins. - Grunnskóli og Tónlistaskóli á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Vinnueftirliti ríkisins á Ísafirði, dagsett 4. nóvember s.l., er varðar úrbætur vegna athugasemda er gerðar voru 22. janúar 1999 við smíðastofu í kjallara Tónlistaskólans við Austurveg 11 og athugasemda er gerðar voru 17. febrúar 1999 við húsnæði Grunnskóla Ísafjarðar að Austurvegi 6. Við skoðun þann 2. nóvember s.l. kom í ljós að úrbótum var ekki að fullu lokið og er það krafa Vinnueftirlitsins, að tafarlaust verði gerð verkáætlun um úrbætur. Þessa áætlun skal senda Vinnueftirlitinu til umsagnar í síðasta lagi 15. nóvember 1999.

Bæjarráð bendir á að nú þegar er verið að vinna að úrbótum þeirra þátta sem gerðar eru athugasemdir við í bréfi Vinnueftirlitsins frá 4. nóvember s.l.

Bæjarráð felur skóla- og menningarfulltrúa að fylgja málinu eftir.

6. Bréf fjármálastjóra. - Nýting gjaldstofna 2000, staðfesting.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 2. nóvember s.l., þar sem rætt er um nýtingu gjaldstofna ársins 2000 og nauðsyn þess að bæjarstjórn staðfesti tillögur bæjarráðs frá 169. fundi 3. tölulið.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillögur um nýtingu á gjaldstofnum fyrir árið 2000, sem lágu fyrir 169. fundi bæjarráðs 3. tölulið verði samþykktar.

7. Halldór G. Hringsson. - Kauptilboð í Ólafstún 6, Flateyri.

Lagt fram kauptilboð frá Halldóri G. Hringssyni, Æsufelli 2, Reykjavík, dagsett 4. nóvember s.l., í Ólafstún 6, Flateyri. Tilboðið hljóðar upp á kr. 1.500.000.- og er miðað við staðgreiðslu.

Bæjarráð óskar umsagnar Ofanflóðasjóðs á tilboðinu.

8. Súðavíkurhreppur. - Skólaskrifstofa Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 4. nóvember s.l., er varðar samþykkt hreppsnefndar vegna Skólaskrifstofu Vestfjarða og er svohljóðandi.

,,Að sinni getur hreppsnefnd Súðavíkurhrepps ekki fallist á að leggja niður Skólaskrifstofu Vestfjarða og telur hreppsnefnin nauðsynlegt að áður en afstaða til þessa er tekin þá liggi fyrir tillögur um hvernig eða hvort grunnskólanum verður tryggð lögbundin þjónusta í samstarfi sveitarfélaganna á þessu sviði."

Undir þessum lið lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fram afrit af bréfi til hreppsnefndar Súðavíkurhrepps, dagsettu 9. nóvember s.l., en sambærilegt bréf hefur verið ritað til allra sveitarfélaga á Vestfjörðum. Í bréfinu kemur fram að Ísafjarðarbær hefur mótað þá stefnu að nýta það starf, sem nú þegar er unnið á félagssviði annars vegar og skólasviði hinsvegar, inn í nýja skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sveitarfélögum á Vestfjörðum er boðið samstarf og þjónusta frá væntanlegri skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf bæjarstjóra Roskilde. - Vinabæjamót árið 2000.

Lagt fram bréf frá Henrik Christiansen bæjarstjóra Roskilde dagsett 4. nóvember s.l., þar sem minnt er á vinabæjarmót í Roskilde um miðjan júní árið 2000.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent menningarnefnd til kynningar.

10. Bréf Jonathan Motzfeldt, formanns landsstjórnar í Grænlandi.

Lagt fram bréf Jonathan Motzfeldt, formanns landsstjórnar í Grænlandi dagsett í ágúst 1999, þar sem kynnt eru hátíðahöld dagana 15. - 17. júlí árið 2000, vegna landafunda Leifs Eiríkssonar árið 1000.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og sent menningarnefnd til kynningar.

11. Bréf Fríðu V. Ásbjörnsdóttur, dreifing á blaði samtakanna ,,Hele Norden skal leva."

Lagt fram bréf frá Fríðu V. Ásbjörnsdóttur, ódagsett, þar sem kynnt er dreifing á blaði samtakanna ,,Hela Norden skal leva", en samtökin sinna menningar- og velferðismálum í hinum dreifðu byggðum.

Lagt fram til kynningar.

12. Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 samningur við Ísafjarðarbæ.

Lagður fram samningur Reykjavíkur menningarborg Evrópu árið 2000 og Ísafjarðarbæjar vegna samstarfsverkefnis á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. Samningurinn var undirritaður af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, á Höfn í Hornafirði þann 6. nóvember s.l.

Samningurinn sendur menningarnefnd til kynningar.

13. Launanefnd sveitarfélaga, útskriftir fundargerða.

Lögð fram fundargerð Launanefndar sveitarfélaga frá 143. fundi er haldinn var föstudaginn 22. október s.l. Jafnframt eru fram lagðar fundargerðir Launanefndar vegna stefnumótunar frá 1. 2. og 3. fundi varðandi það mál.

Lagt fram til kynningar.

14. Bréf fjármálastjóra. - Skelfiskur hf., Flateyri, nauðasamningar.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 12. nóvember s.l., vegna nauðasamninga Skelfisks hf., Flateyri. Þar kemur fram að Skelfiskur hf., skuldar Ísafjarðarbæ samtals kr. 2.784.625.-

Fjármálastjóri leggur svohljóðandi til: ,,Í ljósi þess að litlar líkur eru á að kröfur bæjarsjóðs sem ekki njóti lögveðsréttar fáist greiddar er lagt til að nauðasamningarnir verði samþykktir þ.e. eftirgjöf almennra viðskiptaskulda að 80% umfram kr. 750.000.- með fyrirvara um lögveðsréttindi hluta krafna bæjarsjóðs."

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til nauðasamninga.

15. Bréf Pálínu J. Jensdóttur, forkaupsréttur að fjósi Kirkjubæ, Skutulsfirði.

Lagt fram bréf Pálínu J. Jensdóttur, Hlíðarvegi 14, Ísafirði, dagsett 12. nóvember s.l., þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til forkaupsréttar að 2/3 hlutum í fjósi að Kirkjubæ, Skutulsfirði. Bréfinu fylgja afrit undirritaðra kaupsamninga með afsali.

Guðni G. Jóhannesson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

16. Bréf Jóhanns Magnússonar, vegna Sólbakka 6, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Jóhanni Magnússyni, Móholti 12, Ísafirði, dagsett 10. nóvember s.l., þar sem hann óskar eftir afritum bréfa varðandi Sólbakka 6, Flateyri, vegna fyrirhugaðrar stjórnsýslukæru. Jafnframt er lagt fram svarbréf bæjarritara til Jóhanns dagsett þann 12. nóvember 1999.

Lagt fram til kynningar.

17. Minnisblað bæjarstjóra. - Djúpbáturinn hf.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 15. nóvember s.l., þar sem rætt er um stöðu Djúpbátsins hf. og framtíðarnotkun á m.s. Fagranesi. Í minnisblaðinu er tillaga að bókun vegna Djúpbátsins hf. svohljóðandi.

,,Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar sem margoft hefur komið fram um rekstur Fagraness sem bílaferju milli Ísafjarðar og Arngerðareyrar. Afstaða bæjarstjórnar er sú að Fagranes er hluti af samgöngum við Ísafjarðardjúp og ber að reka ferjuna áfram næstu 3-5 ár meðan verið er að ljúka við veginn um Ísafjarðardjúp sem góðan heilsársveg. Fagranesið er einnig mikilvægt samgöngutæki við eyjarnar í Ísafjarðardjúpi Æðey og Vigur og þarf að sinna þangað ýmsum flutningi. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á stjórnvöld að leysa rekstrarmál Djúpbátsins hf. og tryggja þar með betri samgöngur frá norðanverðum Vestfjörðum. Þeir 6.000 íbúar sem á því svæði búa telja sig eiga rétt á jafngóðum samgöngum og aðrir landsmenn."

Bæjarráð staðfestir bókunina.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:40

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.