Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

173. fundur

Árið 1999, mánudaginn 8. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 2/11.
Fundargerðin er í sjö liðum.
1. tölul. Bæjarráð bendir á að launaliðir á Vinnustofu aldraðra eru nú þegar farnir 10% fram úr áætlun ársins og því ekki til fjármagn til að mæta aukinni yfirvinnu. Erindinu vísað til félagsmálanefndar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 2/11.
Fundargerðin er í sex liðum.
1. tölul. Bæjarráð hafnar tillögunni.
2. tölul. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp í viðræðunefnd sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Úrskurðarnefnd skv. l. nr.7/1998 - sorpeyðingargjald á Hafnarstræti 2.

Lagt fram bréf dags. 2. nóv. s.l. ásamt fylgiskjölum frá Sigurmari K. Albertssyni hrl., Úrskurðarnefnd skv. l. 7/1998, varðandi kæru Björns Jóhannessonar hdl. f.h. hönd umbjóðanda síns Gunnars Sigurðssonar vegna álagningar sorpeyðingargjalds á fasteignina Hafnarstræti 2, Þingeyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samráði við bæjarlögmann.

3. Fjármálastjóri - mánaðarskýrsla rekstrar og fjárfestinga jan-sept. 1999.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 4. nóv. s.l. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, með upplýsingum um stöðu rekstrar og fjárfestinga bæjarsjóðs og stofnana hans vegna tímabilsins janúar-september 1999.

Lagt fram til kynningar.

4. Pálína J. Jensdóttir - forkaupsréttur á fjósi Kirkjubæ.

Lagt fram bréf frá Pálínu J. Jensdóttur, Hlíðarvegi 14, Ísafirði, dags. 5. nóv. s.l. með fyrirspurn um hvort Ísafjarðarbær óskar að neyta forkaupsréttar að 2/3 hlutum úr fjósi á Kirkjubæ, Skutulsfirði.

Lagt fram til kynningar.

5. Heilbrigðisráðuneytið - heilsugæslustöðin á Þingeyri.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum frá heilbrigðisráðuneytinu, dags. 28. okt. s.l. með upplýsingum um framkvæmdakostnað við heilsugæslustöðina á Þingeyri, stöðu eignaraðila svo og vegna uppgjörs á eldri reikningum frá VST hf. Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins að ráðuneytið greiði VST hf reikningana af inneign bæjarsjóðs.

Bæjarráð samþykkir erindið.

6. Timbur og Íshús ehf - greiðsla gatnagerðagjalda.

Lagt fram bréf dags. 3. nóv. s.l. frá Láru Jónsdóttur f.h. Timburs og Íshúsa ehf þar sem óskað er að fá að greiða með skuldabréfi gatnagerðargjöld, sem lögð voru á nýbyggingu fyrirtækisins við Túngötu 1, Suðureyri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afgreiða erindið með vísan til gjaldskrár fyrir gatnagerðargjald í Ísafjarðarbæ. Ársvextir gatnagerðaskuldabréfa verði almennir skuldabréfavextir viðskiptabanka.

7. Umhverfisráðuneytið - Fitjateigur 4, Hnífsdal.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 26. okt. s.l. varðandi uppkaup á Fitjateig 4, Hnífsdal, sbr. bréf bæjarstjóra dags. 22. sept. s.l. Í svari ráðuneytisins kemur fram að það gerir ekki athugasemdir við að ofangreind fasteign gangi kaupum og sölum svo fremi sem kvöðum um takmarkaða búsetu í húsinu verði viðhaldið og þinglýst sbr. bréf ráðuneytisins dags. 6. júní 1997.

Bæjarráð hafnar erindi Steinunnar Gunnlaugsdóttur, sbr. 10. tölul. í 166. fundargerð bæjarráðs frá 20. sept. s.l.. Jafnframt er bent á að Ísafjarðarbær hefur ekki kaupskyldu á Fitjateig 4 og eiganda því heimilt að selja fasteignina á frjálsum markaði að uppfylltum ofangreindum skilmálum.

8. Umhverfisráðuneytið - lán úr Ofanflóðasjóði.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 26. okt. s.l. varðandi skuldbreytingu lána og veitingu nýs láns úr Ofanflóðasjóði, sbr. bréf bæjarstjóra dags. 22. sept. s.l. Í svari ráðuneytisins kemur fram að fallist er á erindið.

Lagt fram til kynningar.

9. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - verndarsvæði vatnsbóla.

Lagt fram bréf frá Antoni Helgasyni, heilbrigðisfulltrúa, dags. 29. okt. s.l. með skýrslu Jóns Reynis Sigurvinssonar, jarðfræðings, varðandi úttekt á vatnsbólum Ísafjarðarbæjar og verndarsvæði vatnsbólanna afmörkuð.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

10. Jens D. Holm - fiskieldi við Suðureyri.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali frá Jens D. Holm, dags. 29. okt. s.l. þar sem óskað er endurnýjunar á samningi frá 24. maí 1996 um fiskeldi í lóni við Suðureyri.

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar.

11. Forritun Aks ehf - Okra upplýsingakerfi.

Lagt fram bréf dags. í október s.l. frá Sigurði Bergsveinssyni, markaðsstjóra Forritunar-Aks ehf, með upplýsingum um upplýsingakerfi fyrir veitufyrirtæki.

Lagt fram til kynningar.

12. Gunnlaugur Finnsson - jarðarpartur úr Hvilft.

Lagt fram bréf frá Gunnlaugi Finnssyni, Hvilft, dags. 31. okt. s.l. þar sem hann óskar eftir kaupum á jarðarparti bæjarsjóðs í jörðinni Hvilft, Önundarfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við bréfritara með fyrirvara um vatnsréttindi.

13. Deloitte & Touche - nauðasamningar fyrir Skelfisk hf.

Lagt fram bréf dags. 28. okt. s.l. frá Árna Harðarsyni hdl., Deloitte & Touche, f.h. umbjóðenda síns Skelfiski hf með ósk um lækkun viðskiptakrafna.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi. bæjarráðs.

14. Þjóðminjasafn Íslands - þjóðminjar á ferð um landið.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum, dags. 2. nóv. s.l. frá Guðnýju Gerði Gunnarsdóttir og Lilju Árnadóttur, Þjóðminjasafni Íslands, með upplýsingum um fyrirhugaðar sýningar safnsins á næsta ári utan Reykjavíkur.

Bæjarráð vísar erindinu til menninganefndar.

15. Jafnréttisráðgjafi Kópavogsbæjar - uppl. frá landsfundi jafnsréttisnefnda sveitarfélaga.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 2. nóv. s.l. frá Hafdísi Hannesdóttur, jafnréttisráðgjafa Kópavogsbæjar, með ályktunum landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga haldinn 30. okt. s.l.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar til kynningar.

16. Samband ísl. sveitarfélaga - samningur við stjórnendur Grunnskóla Ísafjarðar.

Lagt fram bréf dags. 25. okt. s.l. frá Þórði Skúlasyni, framkv.stj. Sambands ísl. sveitarfélaga, þar sem tilkynnt er að bréf bæjarstjóra frá 16. sept. s.l. varðandi samning við stjórnendur Grunnskóla Ísafjarðar hafi verði sent til Launanefndar sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

17. Samband ísl. sveitarfélaga - námskeið fyrir stjórnendur í sveitarfélögum.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 2. nóv. s.l. frá Birgi L. Blöndal, aðst.framkv.stj. Sambands ísl. sveitarfélaga, með upplýsingum um námskeið á vegum Den Kommunale Højskole i Danmark fyrir stjórnendur í sveitarfélögum.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðstjóra til kynningar.

18. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerð 656. fundar stjórnar.

Lögð fram fundargerð 656. fundar stjórnar Samband ísl. sveitarfélaga frá 22. okt. s.l.

Lagt fram til kynningar.

19. Ráðgjafar ehf - forkaupsréttur á Júlla Dan ÍS-19.

Lagt fram bréf ásamt fylgigögnum dags. 2. nóv. s.l. frá Jóni Atla Kristjánssyni, Ráðgjöfum ehf, þar sem Ísafjarðarbæ er f.h. Básafells hf boðinn forkaupsréttur á skipinu Júlla Dan ÍS-19 skipaskráningarnr. 233. Söluverð skipsins er 115 millj.kr. með einum síldarkvóta.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hafna forkaupsrétti.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18.27.

Þórir Sveinsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.