Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

171. fundur

Árið 1999, mánudaginn 25. október kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundar- sal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 20/10.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 19/10.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 20/10.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjarverkfræðings, kostnaðartölur vegna útrásar á Flateyri.

Lagt fram bréf Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, dagsett 21. október s.l., þar sem fram kemur áætlaður kostnaður framkvæmda við útrás á Flateyri kr. 2.000.000.-. Erindið var áður tekið fyrir á 170. fundi bæjarráðs 18. október s.l., 25. dagskrárliður.

Bæjarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir við útrás á Flateyri.

3. Edinborgarhúsið ehf. - Bréf Endurbótasjóðs og menntamálaráðuneytis.

Lagt fram bréf frá Edinborgarhúsinu ehf., Aðalstræti 7, Ísafirði, dagsett þann 15. október s.l., ásamt bréfi frá Endurbótasjóði menningarmannvirkja vegna styrkveitingar til Edinborgarhússins á Ísafirði og bréfi frá menntamálaráðuneytinu vegna friðlýsingar ytra borðs Edinborgarhússins á Ísafirði. Óskað er eftir fundi með bæjarráði Ísafjarðarbæjar.

Jón Sigurpálsson, formaður stjórnar Edinborgarhússins, mætti til fundar við bæjarráð undir þessum lið og fylgdi eftir efni erindisins.

Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun Endurbótasjóðs menningarmannvirkja að styrkja uppbyggingu Edinborgarhússins á Ísafirði verulega.

Bæjarráð ákveður að taka erindið fyrir að nýju á fundi sínum þann 1. nóvember 1999.

Erindinu vísað til menningarnefndar til kynningar.

4. Bréf stuðningsmannaklúbbs KFÍ, afnot af Íþróttahúsinu á Torfnesi.

Lagt fram bréf frá stuðningsmannaklúbbi KFÍ dagsett 20. október s.l., þar sem óskað er eftir afnotum af Íþróttahúsinu á Torfnesi án endurgjalds, vegna leiksýningar þann 21. október 1999.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

5. Bréf Kristnihátíðarnefndar. - Hátíðahöld 17. júní árið 2000.

Lagt fram bréf Kristnihátíðarnefndar dagsett 15. október s.l., þar sem nefndin óskar sérstaklega eftir því, að sveitarfélög landsins minnist tímamóta kristnitöku á Íslandi sérstaklega á þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 2000.

Erindinu vísað til menningarnefndar.

6. Sýslumaðurinn á Ísafirði. - Umsögn um rekstur gistiheimilis.

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 19. október s.l., þar sem hann óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Guðmundar B. Hagalínssonar, Brimnesvegi 22, Flateyri, á leyfi til rekstrar gistiheimilis að Hrauni á Ingjaldssandi.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

7. Landsbanki Íslands, Ísafirði. - Gangstétt við húsnæði Landsbanka.

Lagt fram bréf frá Landsbanka Íslands hf., Ísafirði, dagsett 14. október s.l., þar sem Landsbankinn leggur ríka áherslu á að endurnýjuð verði nú þegar gangstétt Hafnastrætis megin við hús bankans. Ástand núverandi gangstéttar skapar slysahættu og þar hafa nú þegar orðið óhöpp.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

8. Félagsmálaráðuneytið. - Stofnframkvæmdir við grunnskóla.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 12. október s.l., vegna umsókna um framlag í stofnframkvæmdir við grunnskóla sveitarfélaga með 2000 íbúa eða þar yfir. Frestur til að skila inn umsóknum vegna framkvæmda á árinu 2000 rennur út þann 1. nóvember n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

9. Fjórðungss. Vestf. - Ályktanir og samþykkri 44. Fjórðungsþings.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 13. október s.l., þar sem hjálagt eru ályktanir 44. Fjórðungsþings.
Jafnframt er fram lagt bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 22. október s.l., um málefni Skólaskrifstofu Vestfjarða og tillögu þá er samþykkt var á 44. Fjórðungsþingi um að leggja niður Skólaskrifstofu Vestfjarða í lok yfirstandandi skólaárs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn með tilvísan til samþykktar 44. Fjórðungsþings Vestfirðinga, að byggðasamlagið Skólaskrifstofa Vestfjarða verði lagt niður í lok yfirstandandi skólaárs.
Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að við upphaf næsta skólaárs taki til starfa fjölskyldu- og skólaskrifstofa á vegum Ísafjarðarbæjar. Bæjarstjóra falið að fara í nefnd fyrir hönd Ísafjarðarbæjar með Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkur hreppi til að skipuleggja samstarf um faglega þjónustu fyrirhugaðrar skrifstofu.

10. Fundargerð Skólaráðs Vestfjarða 18.10.99.

Lögð fram fundargerð 15. fundar Skólaráðs Vestfjarða er haldinn var þann 18. október s.l. Fundurinn var símafundur haldinn á skrifstofu forstöðumanns Skóla- skrifstofu Vestfjarða á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

11. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar 16.10.99.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 18. október s.l., ásamt fundargerð fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarða er haldinn var þann 16. október 1999.

Erindinu vísað til fjármálastjóra til umsagnar.

12. Vinnumálastofnun. - Yfirlit yfir atvinnuástand í september 1999.

Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun dagsett 12. október s.l., yfirlit yfir atvinnuástand í september 1999. Atvinnuástand hefur batnað talsvert víðast hvar á landinu nema á Vestfjörðum, en þar er talsverð aukning á atvinnuleysi.

Lagt fram til kynningar.

13. Félag ísl. leikskólakennara. - Ályktun vegna starfsmannaskorts.

Lagt fram bréf frá Félagi íslenskra leikskólakennara dagsett 18. október s.l., ásamt ályktun frá aukafulltrúaráðsþingi vegna starfsmannaskorts.

Sent fræðslunefnd til kynningar. Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

14. Reykjavík menningarborg Evróðu árið 2000.

Lagt fram bréf frá Reykjavík menningarborg Evróðu árið 2000 dagsett 14. október s.l., þar sem boðað er til fundar samstarfssveitarfélaga þann 6. nóvember n.k. er haldinn verður á Höfn í Hornafirði.

Að fundinu standa auk Menningarborgar, Samband ísl. sveitarfélaga og bæjarstjórn Hafnar í Hornafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn.

15. Íslenska kvikmyndasamsteypan.

Lagt fram bréf Íslensku kvikmyndasamsteypunnar ódagsett , efni bréfsins er hugmynd að frumsýningu kvikmyndarinnar ,,Myrkrahöfðinginn" eftir Hrafn Gunnlaugsson, á Ísafirði þann 31. október n.k. Uppsetning sýningarinnar er fyrirhuguð í formi bílabíós.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara um framkvæmd málsins.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.