Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

170. fundur

Árið 1999, mánudaginn 18. október kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 13/10.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 12/10.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 12/10.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarnefnd 13/10.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 13/10.
Fundargerðin er í fjórtán liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Minnisblað bæjarverkfræðings. - Hlíðarskjól, Ísafirði.

Lagt fram minnisblað Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, dagsett þann 12. október s.l., þar sem hann greinir frá skoðun á fasteigninni Hlíðarskjóli á Ísafirði og leggur til að eignin verði rifin.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fasteignin Hlíðarskjól á Ísafirði verði rifin.

3. Menntamálaráðuneytið. - Valfrjáls samræmd lokapróf 10. bekkjar.

Lagt fram bréf menntamálaráðuneytis dagsett 1. október s.l., er varðar valfrjáls samræmd lokapróf í 10. bekk grunnskóla vorið 2001.

Erindinu vísað til fræðslunefndar.

4. Félagsmálaráðuneytið. - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, framlög.

Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis dagsett 11. október s.l. Í bréfinu er í stuttu máli gerð grein fyrir framlögum úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga á næstunni, einkum hvað varðar nauðsynlega upplýsingaöflun sjóðsins, umsóknir sveitarfélaga, úthlutanir og greiðslur framlaga.

Erindinu vísað til bæjarstjóra.

5. Björgunarsveitir á Vestfjörðum. - Styrkbeiðni til Grænlandsfarar.

Lagt fram bréf björgunarsveita á Vestfjörðum undirritað af Magnúsi Ólafs Hanssyni, dagsett 12. október s.l., þar sem farið er fram á ferðastyrk frá Ísafjarðarbæ, vegna farar fárra björgunarsveitamanna til Grænlands, vegna fyrirhugaðrar stofnunar björgunarsveita í Nanortalik og Ammassallik.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

6. Afrit bréfs til Steinþórs Friðrikssonar, vegna vínveitingaleyfis.

Lagt fram afrit af bréfi til Steinþórs Friðrikssonar, Silfurgötu 2, Ísafirði, þar sem honum er heimil sala léttra vína í Íþróttahúsinu Torfnesi, þann 21. október n.k.

Lagt fram til kynningar. Fulltrúi K-lista í bæjarráði, Bryndís G. Friðgeirsdóttir, lagði fram svohljóðandi bókun við 6. lið dagskrár. ,,Bendi á að ekki hafa verið mótaðar reglur um áfengisnotkun í íþróttahúsum bæjarins."

7. Orkubú Vestfjarða. - Afrit bréfs til iðnaðarráðherra.

Lagt fram bréf frá Orkubúi Vestfjarða dagsett 13. október s.l., ásamt afriti bréfs Orkubúsins til iðnaðarráðherra dagsett 13. október 1999, þar sem stjórn Orkubúsins kemur á framfæri þeirri skoðun sinni, að komi til samningaviðræðna um breytingar á eignarhlutdeild í Orkubúi Vestfjarða telur stjórnin að hún sé eini aðilinn, sem hefur umboð til samningaviðræðna fyrir hönd sveitarfélaganna á Vestfjörðum, nema fundur eiganda ákveði annað.

Bæjarráð telur að til þurfi að koma sérstök samþykkt sveitarfélaga á Vestfjörðum, sem eru 60% eignaraðilar í Orkubúi Vestfjarða, um umboð til samningaviðræðna fyrir hönd sveitarfélaganna.

8. Orkubú Vestfjarða. - Varðar grjóthrun úr Eyrarhlíð.

Lagt fram bréf frá Orkubúi Vestfjarða dagsett 14. október s.l., ásamt afriti af bréfi Orkubúsins til bæjarráðs Ísafjarðarkaupstaðar dagsettu þann 24. nóvember 1980 og varðar grjóthrun úr Eyrarhlíð. Orkubúið ítrekar að bréfinu frá 24. nóvember 1980 verði svarað.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

9. Skógræktarfélag Ísafjarðar. - Jólatré.

Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 13. október s.l., þar sem félagið er að bjóða Ísafjarðarbæ jólatré til kaups.

Bréfinu vísað til bæjarverkfræðings.

10. Sundfélagið Vestri. - Styrkbeiðni til rekstrar.

Lagt fram bréf frá Sundfélaginu Vestra dagsett 10. október s.l., þar sem félagið fer fram á fjárstuðning frá Ísafjarðarbæ til rekstrar.

Bæjarráð leggur áherslu á að HVÍ og ÍBÍ ljúki vinnu við sameiningu sambandanna, sem allra fyrst þar sem bið eftir því að til verði heildarsamtök íþrótta- félaganna í Ísafjarðarbæ samkvæmt lögum, virðist vera farin að há starfsemi einstakra íþróttafélaga.

Bæjarstjóra falið að senda bókun bæjarráð og erindi Vestra til hlutaðeigandi.

11. Afrit af bréfi til veiðistjóraembættis. - Refa- og minkaveiðar 1998-1999.

Lagt fram afrit af bréfi til veiðistjóraembættis dagsett 13. október s.l., um skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar veiðiárið 1998-1999. Alls veiddust 258 refir, 153 yrðlingar og 158 minkar á tímabilinu.

Lagt fram til kynningar.

12. Lára Thorarensen, kauptilboð í Ólafstún 6, Flateyri.

Lagt fram kauptilboð frá Láru Thorarensen dagsett 10. október s.l., þar sem hún óskar eftir að kaupa húseignina Ólafstún 6, Flateyri, kaupverð verði kr. 1.300.000.-

Bæjarráð óskar umsagnar Ofanflóðasjóðs um kauptilboðið.

13. Afrit bréfs bæjarverkfræðings til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa v/Torfnes.

Lagt fram afrit af bréfi Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Björns Helgasonar, dagsett 12. október s.l., er varðar framkvæmdir og uppbyggingu íþróttasvæðisins á Torfnesi, Ísafirði.

Bæjarstjóra falið að kanna málið frekar og leggja upplýsingar fyrir næsta bæjarráðsfund.

14. Bréf Eldingar, áskorun vegna kvótasetningar á ýsu, steinbít og ufsa.

Lagt fram bréf frá stjórn Eldingar dagsett 1. október s.l., þar sem skorað er á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að berjast af hörku fyrir því að frestað verði gildistöku laga á kvótasetningu á ýsu, steinbít og ufsa, sem eiga að taka gildi frá og með 1. september 2000.

Lagt fram til kynningar.

15. Sýslumaðurinn á Ísafirði. - Umsögn um veitingaleyfi v/SKG Veitinga ehf.

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 7. október s.l., þar sem hann leitar umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn SKG Veitinga ehf., um leyfi til reksturs veitingahúss á Hótel Ísafirði.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

16. Bréf umboðsmanns Alþingis. - Steinunn Gunnlaugsdóttir.

Lagt fram bréf frá umboðsmanni Alþingis dagsett 6. október s.l. og varðar mál Steinunnar Gunnlaugsdóttur, Fitjateig 4, Hnífsdal, sem er í vinnslu hjá umboðsmanni. Umboðsmaður Alþingis bíður með frekari skoðun málsins, þar til komin er í ljós afstað Ísafjarðarbæjar til erindis Steinunnar dagsettu þann 16. september 1999.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

17. Ísland án eitulyfja. - Útivistartími barna.

Lagt fram bréf frá Íslandi án eiturlyfja og félagsmálaráðuneyti dagsett 11. október s.l., til sveitarfélaga um útivistartíma barna og auglýsingaátak varðandi það mál.

Erindinu vísað til félagsmálanefndar.

18. Afrit bréfs Ingu Báru Þórðardóttur. - Bílastæðamál Seljalandsv. 72, Ísaf.

Lagt fram afrit af bréfi Ingu Báru Þórðardóttur, Seljalandsvegi 72, Ísafirði, dagsett 7. október s.l., þar sem rætt er um bílastæðamál milli nágranna. Erindið hefur komið fyrir umhverfisnefnd, sjá fundargerð umhverfisnefndar frá 13. október 9. liður.

Lagt fram til kynningar.

19. Bréf frá Þórhalli Vilhjálmssyni. - Minnisvarði í landi Lækjaróss, Dýraf.

Lagt fram bréf frá Þórhalli Vilhjálmssyni, dagsett 10. október s.l., þar sem Ísafjarðarbæ er falin til varðveislu minnisvarði í landi Lækjaróss í Dýrafirði, um þá menn sem fórust við landhelgisvarnir á firðinum 10. október 1899. Bréfið var afhent bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á Núpi í Dýrafirði þann 10. október 1999, fyrir hönd afkomenda Jóhannesar Guðmundssonar og er Þórhallur formaður framkvæmda- nefndar.

Bæjarráð þakkar framtak afkomenda Jóhannesar Guðmundssonar og vísar erindinu til menningarnefndar.

20. Sambandi ísl. sveitarf. - Fjármálaráðstefna 28. og 29. október 1999.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 8. október s.l., þar sem boðað er til fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna 28. og 29. október n.k. er verður haldin á Hótel Sögu í Reykjavík. Dagskrá verður með hefðbundnum hætti og verður send út síðar. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum halda aðalfund sinn fyrir ráðstefnu- daginn í Súlnasal Hótels Sögu kl. 10:00 árdegis.

Samþykkt er að bæjarráð, bæjarstjóri og fjármálastjóri sæki ráðstefnuna.

21. Samband ísl. sveitarf. - Fundargerð 655. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 655. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarf. er haldinn var þann 24. september s.l., í húsnæði sambandsins að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

22. Hafstofa Íslands. - Búferlaflutningar janúar-september 1999.

Lagt fram bréf frá Hagstofu Íslands dagsett 8. október s.l., ásamt yfirlitum um búferleflutninga tímabilið janúar-september 1999. Brottfluttir frá Ísafjarðarbæ á þessu tímabili voru 147 umfram aðflutta.

Lagt fram til kynningar.

23. Fundargerð fundar vegna áhaldageymslu á skíðasvæði.

Lögð fram fundargerð fundar vegna áhaldageymslu á skíðasvæði, er haldinn var þann 7. október s.l. Til fundarins mættu: Ármann Jóhannesson, bæjarverkfræðingur, Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Einar Valur Kristjánsson og Páll Sturlaugsson.

Lagt fram til kynningar.

24. Erindi fjármálastjóra v/Halldór K. Hermannsson.

Lagt fram erindi Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 14. október s.l., vegna Halldórs K. Hermannssonar, fyrrverandi sveitarstjóra á Suðureyri.

Erindið lagt fram til kynningar í bæjarráði.

25. Erindi bæjarverkfræðings. - Útrás á Flateyri.

Lagt fram erindi Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, dagsett 15. október s.l., þar sem gerð er grein fyrir þörf á að fara í framkvæmdir við útrás á Fleteyri og óskað staðfestingar bæjarráðs á að hefja megi framkvæmdir.

Bæjarráð óskar eftir kostnaðartölum fyrir næsta bæjarráðsfund.

Fleira ekki gert fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:49

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.