Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

169. fundur

Árið 1999, mánudaginn 11. október kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 5/10.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 5/10.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 6/10.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf til félagsmálaráðuneytis, drög að svari v/tekjustofna sveitarfélaga.

Lögð fram drög að bréfi til félagsmálaráðuneytis, sem svar við bréfi ráðuneytisins dagsettu 8. september s.l., umsögn um breytingar á tekjustofnum sveitar- félaga.

Bæjarráð samþykkir ofangreind drög að svari til félagsmálaráðuneytis með neðangreindum viðbótum. Tekið verði tillit til tekjuskiptinga sveitafélaga eftir því hvort þau eru dreifð eða í samfelldu þéttbýli. Aukin kostnaður hafna vegna eftirlitsskyldu með sjávarafla samkvæmt vigtunarlögum/reglugerð. Kostnaður vegna breytinga við sjóvarnir. Fyrirhugaðar breytingar á skiptingu kostnaðar ríkis og sveitarfélaga við gerð og viðhald hafnarmannvirkja. Auknar kröfur settar á sveitarfélög vegna eftirlits og úrbóta í hollustuháttum og mengunarvörnum. Auknar kvaðir á sveitarfélög venga skipulags og byggingarmála, án þess að tekjur komi á móti.

3. Bréf fjármálastjóra. - Fjárhagsáætlun 2000, nýting gjaldstofna.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 8. október s.l., þar sem hann gerir tillögur um álagningastofna við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000.

Bæjarráð leggur til eftirfarandi nýtingu gjaldstofna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2000.

1. Útsvar:         Álagning hækki úr 11.94% og verði 12.04%
2. Fasteignask.: Álagning A-flokks hækki úr 0.40% og verði 0.425% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar.
                        Álagning B-flokks hækki úr 1.58% og verði 1.60% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar.
3. Lóðaleiga:     Verður óbreitt 3.0% af fasteignamati lóðar.
4. Vatnsgjald:    Verður óbreitt 0.18% af álagningarstofni húss og fasteignamati lóðar.
5. Holræsagjald: Verði óbreitt 0.16% af fasteignamati húss og lóðar.
                            Hámark verði kr. 20.000.- en lámark kr. 8.000.-
Gjalddagar fasteignagjalda verði sjö á árinu með mánaðar millibili, fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar og veittur verði 5% staðgreiðsluafsláttur ef öll fasteignagjöldin verði greidd fyrir 20. febrúar og 3% staðgreiðsluafsláttur ef öll fasteignagjöldin verði greidd fyrir 20. mars. Aðrar reglur um afslætti á fasteignagjöldum verði teknar til endurskoðunar fyrir álagningu.
6. Sorphreynsigj.:
    a. Sorphirðu- og eyðingargjald fyrir íbúðarhúsnæði verði kr. 8.900.- á íbúð, var kr. 8.100.- árið 1999. Gjaldinu verði skipt í tvennt. Tillaga um slíka skiptingu verði lögð fram í nóvember n.k.
    b. Sorpeyðingargjald. Fyrirtæki og stofnanir, félög og aðrir lögaðilar. Álagning á lögaðila verði ákveðin nánar samkvæmt tillögum frá umhverfisnefnd.
    Nýjar tillögur um sorphreinsigjöld á sumarbústaði og á íbúðarhúsnæði í dreifbýli verða lagðar fram í nóvember n.k.
7. Aukavatnsgj.: Hver rúmmetri vatns verði seldur á kr. 13.- frá og með 1. janúar 2000 og taki frá þeim tíma breytingum skv. byggingavísitölu milli álestrartímabila.
8. Garðaleiga: Garðaleiga verði kr. 20.- á fermetra. Lágmarksgjald kr. 1.300.-
9. Dagskrá bæjarstjórnar: Árgjald verði kr. 3.500.- Óbreytt frá 1999.
10. Heilbrigðisgj.: Innheimt verði gjald samkvæmt gjaldskrá fyrir mengunareftirlit á starfssvæði heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og fyrir heilbrigðiseftirlit á starfssvæði heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.
11. Hundal.gj.: Hundaleyfisgjald verði kr. 9.000.- Óbreytt frá 1999. Handsömunargjald verði kr. 5.000.- Óbreytt frá 1999.
12. Tillögur um aðrar gjaldskrár verða lagðar fram þegar fyrstu drög að fjárhagsáætlun liggja fyrir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.

4. Afrit bréfs til félagsmálaráðuneytis vegna Indriða A. Kristjánssonar.

Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar dagsettu 4. október s.l., til félagsmála- ráðuneytis, svar við bréfi dagsettu 20. september 1999, þar sem óskað var eftir áliti Ísafjarðarbæjar út af kæru Indriða A. Kristjánssonar, vegna ráðningar Ísafjarðarbæjar í stöðu félagsmálastjóra.

Lagt fram til kynningar.

5. Minnisblað bæjarstjóra. - Landnýtingarmál í Skutulsfirði.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 8. október s.l., þar sem hann meðal annars fjallar um tillögu Lárusar G. Valdimarssonar frá 65. fundi bæjarstjórnar, er vísað var til bæjarráðs.

Bæjarstjóri leggur til að bæjarráð feli umhverfisnefnd og landbúnaðarnefnd sameiginlega, að vinna reglur um landnýtingu og beitarþol í Skutulsfirði. Tillaga Lárusar, sem nefnd er hér að ofan, verði felld að þeirri vinnu. Niðurstaða nefndanna verði lögð fyrir bæjarráð og síðan bæjarstjórn til endanlegrar staðfestingar og síðan auglýst sem stefna Ísafjarðarbæjar í landnýtingu í Skutulsfirði.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.

6. Minnisblað bæjarstjóra. - Túngata 10, Suðureyri.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 8. október s.l., þar sem hann greinir frá fundi sínum með Guðmundi Bjarnasyni forstjóra Íbúðalánasjóðs, vegna Túngötu 10, Suðureyri. Taka þarf ákvörðun um hvort reynt verði að kaupa húsið, sem verið hefur bústaður skólastjóra á Suðureyri, eða fundin verði önnur lausn á húsnæðismálum skólastjóra.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort annað sambærilegt húsnæði sé laust á Suðureyri.

7. Bréf Hólmavíkurhrepps. - Lausaganga búfjár í Snæfjallahreppi.

Lagt fram bréf frá Hólmavíkurhreppi dagsett 6. október s.l., þar sem fjallað er um bréf Ísafjarðarbæjar til Hólmavíkurhrepps, um lausagöngu búfjár í fyrrum Snæfjallahreppi. Fram kemur að í Hólmavíkurhreppi er lausaganga búfjár heimil frá 1. maí til 30. september ár hvert.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Vegagerðarinnar. - Girðing yfir veg við Mórillu.

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dagsett 30. september s.l., þar sem svarað er bréfi Ísafjarðarbæjar frá 28. september 1999, um girðingu yfir veg við Mórillu. Reglur um þátttöku Vegagerðarinnar eru þannig, að hún skal leggja til ristahlið í girðingu, sem fer yfir veg, en landeigandi eða annar áhugaaðili þarf að girða að hliðinu og halda girðingu við. Einhverra ára bið verður eftir fjárveitingu í þessar framkvæmdir.

Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að kynna landeigendum í fyrrum Snæfjallahreppi svör í bréfum 7. og 8. liðar.

9. Bréf Þorlákur Baxter.- Endurskoðun sorphyrðugjalds 1999.

Lagt fram bréf frá Þorláki Baxter, Hafraholti 34, Ísafirði, dagsett 5. október s.l., fyrir hönd Tréver sf., kt. 630288-1189, þar sem hann fer fram á endurskoðun á álagningu sorphirðugjalda vegna ársins 1999.

Erindinu vísað til bæjarverkfræðings til umsagnar.

10. Bréf Súðavíkurhrepps. - Samstarf sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá sveitarstjóra Súðavíkurhrepps dagsett 4. október s.l., þar sem tilkynnt er um bókun hreppsnefndar og varðar samstarf sveitarfélaga og er svohljóðandi. ,,Hreppsnefnd Súðavíkurhrepps er sammála um að fela sveitarstjóra að sitja í nefnd með bæjarstjórum Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurbæjar um samstarf sveitarfélaganna. Fyrst um sinn verði það verkefni sveitarstjórans að vinna að frágangi eldri mála er varðar héraðsnefnd, Náttúrustofu Vestfjarða, safnamál og önnur óleyst eldri mál. Að þessum verkefnum loknum skili framkvæmdastjórarnir ramma að næstu samstarfsverkefnum til sveitarstjórnarinnar þannig að hreppsnefnd Súðavíkurhrepps geti ákveðið afstöðu sína til frekara samstarfs."

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf félagsmálastjóra. - Greiðslur húsaleigubóta.

Lagt fram bréf Kjell Hymer, félagsmálastjóra, ódagsett þar sem fjallað er um greiðslur húsaleigubóta. Bréfinu fylgir endurskoðuð áætlun um greiðslur húsaleigubóta árið 1999. Bréfritari óskar eftir umfjöllun bæjarráðs um þessa stöðu.

Bæjarráð telur þetta enn eitt dæmið um þegar ríkið flytur verkefni til sveitarfélaga án þess að láta fullnægjandi tekjustofna fylgja með.

12. Önfirðingafélagið í Reykjavík. - Dreifing dagatala.

Lagt fram bréf frá Önfirðingafélaginu í Reykjavík, dagsett 3. október s.l., þar sem þakkað er bréf Ísafjarðarbæjar dagsett hinn 16. september 1999, varðandi loka- afgreiðslu bæjarstjórnar á tilboði félagsins í Sólbakka 6, Flateyri.

Önfirðingafélagið í Reykjavík býður nú Ísafjarðarbæ að gjöf 1.400 eintök af dagatali félagsins árið 2000, þannig að þessu umtalaða dagatali verði hægt að dreifa í Ísafjarðarbæ eins og félagið bauð í upphafi.

Bæjarráð telur sér ekki fært að taka á móti gjöfinni. Bryndís G. Friðgeirsdóttir sat hjá við afgreiðslu bæjarráðs.

13. Skógræktarfélag Íslands. - Landgræðsluskógar í Súgandafirði.

Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Íslands dagsett 4. október s.l., vegna Land- græðsluskóga í Súgandafirði. Í bréfinu er þess óskað að hlutast verði til um að gengið verði frá samningum um Landgræðsluskóga í Súgandafirði, milli Ísafjarðarbæjar og Skógræktarfélags Súgandafjarðar.

Hjálagt fylgja drög að samningi frá bæjarritara.

Erindinu vísað til bæjarverkfræðings.

14. Lögsýn ehf./Eyrarsteypan ehf. - Álagning fasteignagjalda.

Lagt fram yfirlit bæjarritara til bæjarstjóra um skuldastöðu Eyrarsteypu ehf., á fasteignagjöldum Eyrarsteypu ehf., með tilvísun til afgreiðslu bæjarráðs á erindum Lögsýnar ehf., á 163. fundi sínu þann 30. ágúst 1999.

Með tilvísun til 7.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, samþykkir bæjarráð að fella niður 10/12 hluta fasteignagjalda þeirra eigna er urðu fyrir altjóni í bruna í febrúar 1999.

15. Áhugahópur um Þjóðahátíð. - Ítrekun á styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Áhugahópi um Þjóðahátíð dagsett í september 1999, þar sem ítrekuð er greiðsla á styrk til hópsins upp á kr. 100.000.-, er hópurinn telur sér hafa verið lofað.

Bæjarráð leiðréttir það sem áður hefur komið fram í bæjarráði varðandi launakostnað, styrkur að upphæð kr. 100.000.- bókist sem launakostnaður í stað kr. 325.000.-. Annar kostnaður stendur óbreyttur, svo heildarkostnaður Ísafjarðarbæjar vegna Þjóðahátíðar er kr. 505.000.- í stað kr. 730.000.-

Bryndís G. Friðgeirsdóttir sat hjá við afgreiðslu bæjarráðs.

16. Landssíminn, lækkun leigulínuverðskrár.

Lagt fram bréf frá Landsíma dagsett 1. október s.l., þar sem tilkynnt er að ný verðskrá fyrir leigulínur hjá Landssímanum tók gildi þann 1. október 1999.

Lagt fram til kynningar.

17. Samband ísl. sveitarf. - Ráðstefna um aðgengi fyrir alla.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarf. dagsett 4. október s.l., þar sem sambandið og ferlinefnd félagsmálaráðuneytisins sameiginlega boða til ráðstefnu um aðgengi fyrir alla mánudaginn 18. október n.k. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Loftleiðum í Reykjavík og hefst kl. 9:00 árdegis.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

18. Samband ísl. sveitarf. - Skýrsla um áætlaðar breytingar á tekjum sveitarfélaga af staðgreiðslu fyrir árin 1998 - 1999.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarf. dagsett 1. október s.l., ásamt skýrslu um áætlaðar breytingar á tekjum sveitarfélaga af staðgreiðslu fyrir árin 1998 - 1999. Skýrslan er unnin með hliðsjón af þeim breytingum sem hafa átt sér stað á greiddum launum innan hvers sveitarfélags milli fyrstu 6 mánaða áranna 1998 og 1999.

Lagt fram til kynningar og sent fjármálastjóra til upplýsinga.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:45

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.