Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

168. fundur

Árið 1999, mánudaginn 4. október kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 30/9.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 28/9.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Húsnæðisnefnd 27/9.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf fjármálastjóra. - Rekstur og fjárfestingar janúar-ágúst 1999.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 30. september s.l., þar sem hann setur fram yfirlit yfir rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar-ágúst 1999, borið saman við fjárhagsáætlun og spá um stöðu í árslok.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf fjármálastjóra. - Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 1. október s.l., þar sem hann fjallar um gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, en henni var vísað til fjármálastjóra til umsagnar á 166. fundi bæjarráðs þann 20. september s.l.

Lokaorð bréfsins eru svohljóðandi: Í ljósi þess að undirritaður telur að kostir við hina nýju gjaldskrá vega þyngra en gallarnir er lagt til að gjaldskráin verði samþykkt, en jafnframt að hún verði endurskoðuð í ljósi fyrirliggjandi reynslu, að þessu ári liðnu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að gjaldskráin verði samþykkt.

4. Sjöfn Kristjánsdóttir hdl. - Hafnarstræti 11, Ísafirði, sölutilboð.

Lagt fram bréf frá Sjöfn Kristjándóttur, hdl., dagsett 28. september s.l., þar sem hún, fyrir hönd þinglýstra eigenda, býður Ísafjarðarbæ til kaups fasteignina Hafnarstræti 11, Ísafirði, fyrir kr. 6.600.000.-

Bæjarráð hafnar ofangreindu sölutilboði.

5. Framhaldsskóli Vestfjarða. - Styrkbeiðni vegna grunndeildar tréiðna.

Lagt fram bréf frá Framhaldsskóla Vestfjarða dagsett 29. september s.l., þar sem farið er fram á styrk vegna stofnunar grunndeildar tréiðna við skólann. Kostnaður við framkvæmdir og nýkaup búnaðar er áætlaður um kr. 5.500.000.- og er farið fram á að sveitarfélögin greiði 40% af þeim kostnaði. Miðað við íbúafjölda í árslok 1997, verður hlutur Ísafjarðarbæjar í þátttöku sveitarfélaganna kr. 1.667.600.-, vegna stofnunar Grunndeildar tréiðna við skólann sumarið 1999.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

6. Össur Össurarson. - Umsókn um lóð undir reiðhöll.

Lagt fram bréf frá Össuri Össurarsyni, Hjallavegi 9, Ísafirði, dagsett 30. september s.l., þar sem hann sækir um lóð undir reiðhöll og óskar eftir viðræðum um staðsetningu í Engidal eða annarsstaðar.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

7. Bernharð Hjaltalín. - Greiðslur gatnagerða- og byggingaleyfisgjalda.

Lagt fram bréf frá Bernharð Hjaltalín, Ísafirði, dagsett 21. september s.l., þar sem hann fer fram á niðurfellingu dráttarvaxta af gatnagerða- og byggingaleyfisgjaldi og greiðsludreifingu.

Bæjarráð vísar erindinu til fjármálastjóra.

8. Afrit bréfs bæjarstjóra til bæjarverkfræðings vegna skíðasvæðis.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, dagsett 29. september s.l., þar sem bæjarstjóri óskar eftir að tveir menn úr áhaldahúsi verði fluttir til starfa á skíðasvæði tímabundið.

Bæjarráð samþykkir þessa ráðstöfun, þar sem hún hefur ekki í för með sér aukin fjárútlát fyrir bæjarsjóð, heldur er hér um að ræða tilfærslu á milli sviða.

9. Landbúnaðarráðuneytið, svar við fyrirspurn vegna Lækjaróss í Dýrafirði

Lagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneytinu dagsett 28. september s.l., þar sem fram kemur svar við fyrirspurn Ísafjarðarbæjar, vegna fyrirhugaðrar sölu á hluta jarðarinnar Lækjaróss í Dýrafirði, um heimild sveitarfélags til að grípa inn í skiptingu jarða í samærri parta sé það vilji sveitarfélagsins.

Meirihluti bæjarráðs leggur til að sala jarðarhlutans verði samþykkt.

10. Bréf samstarfshóps um hreinsi- og dælustöðvar fyrir sveitarfélög.

Lagt fram bréf frá samstarshópi um hreinsi- og dælustöðvar fyrir sveitarfélög dagsett 22. september s.l., þar sem áréttuð eru lög nr. 53 frá 8. mars, 1995 um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum, svo og upplýsingar og fróðleikur um búnað og þjónustu sem samstarfshópurinn mun bjóða á sviði hreinsunar frárennslisvatns og dælubúnað fyrir fráveitur.

Erindið sent umhverfisnefnd til kynningar.

11. Afrit bréfs bæjarstjóra til Viðlagatryggingar. - Tjónabætur á skíðalyftu.

Lagt fram afrit bréfs Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Viðlagatryggingar Íslands, dagsett 29. september s.l., er varðar tjónamat á skíðalyftu á Seljalandsdal, greiðslu tjónabóta og afstöðu Viðlagatryggingar til þess hvort skíðalyfta verði tryggð áfram á sama stað og undirstöður hennar standa á nú á Seljalandsdal.

Lagt fram til kynningar.

12. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Dagskrá 44. Fjórðungsþings Vestfirðinga og álit nefndar um Skólaskrifstofu Vestfjarða.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 27. september s.l., með boðaðri dagskrá 44. Fjórðungsþings Vestfirðinga, er haldið verður á Tálknafirði dagana 8. og 9. október n.k.
Jafnframt er fram lagt nefndarálit nefndar um framtíð Skólaskrifstofu Vestfjarða, tillaga til 44. Fjórðungsþings Vestfirðinga.

Lagt fram til kynningar.

13. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerð stjórnarfundar 07.09.99.

Lögð fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga, er haldin var þann 7. september s.l., á skrifstofu framkvæmdastjóra í húsnæði Þróunarseturs Vestfjarða á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

14. Menntamálaráðuneytið. - Tillaga um friðun Gamla sjúkrahússins.

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 27. september s.l., þar sem greint er frá að menntamálaráðuneytið hafi nú til meðferðar tillögu húsafriðunarnefndar ríkisins um friðun Gamla sjúkrahússins á Ísafirði. Gerð er tillaga um að friðunin taki til ytra borðs.
Ísafjarðarbæ er gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum áður en tillagan verður endanlega afgreidd í ráðuneytinu. Athugasemdir sendist ráðuneytinu fyrir 1. nóvember n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar menningarnefndar.

15. Byggðastofnun, Þróunarsvið. - Kynning starfs menningarráðgjafa.

Lagt fram bréf frá Þróunarsviði Byggðastofnunar dagsett 24. september s.l., þar sem kynntur er nýr þáttur í starfsemi Þróunarsviðs Byggðastofnunar, starf menningarráðgjafa.

Erindinu vísað til menningarnefndar.

16. Minnisblað bæjarstjóra. - Tilnefning varamanns í stjórn Náttúrustofu.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 27. september s.l., þar sem hann leggur til að Ísafjarðarbær tilnefni nýjan varamann í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða, þar sem Jón Reynir Sigurvinsson, sem er núverandi varamaður Ísafjarðarbæjar fyrir Smára Haraldsson, hefur jafnframt verið tilnefndur af ráðherra sem varamaður Sveins Bernódussonar.

Bæjarráð vísar tilnefningu til næsta bæjarstjórnarfundar.

17. Afrit bréfs bæjarstjóra til fjármálastjóra. - Viðræðuhópur um uppgjör á framlagi sveitarfélaga vegna framkvæmda við Fjórðungssjúkrahús.

Lagt fram afrit bréfs Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 27. september s.l., þar sem hann skipar fjármálastjóra sem full- trúa Ísafjarðarbæjar í viðræðuhóp um uppgjör á framlagi sveitarfélaga vegna framkvæmda við Fjórðungssjúkrahús árin 1994-1998. Aðrir í hópnum eru, Halldór Benediktsson fyrir Bolungarvík og Ágúst Kr. Björnsson, sveitarstjóri, fyrir Súðavíkur- hrepp.

Lagt fram til kynningar.

18. Félagsmálaráðuneytið. - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, framlög vegna fatlaðra nemenda í grunnskólum.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 22. september s.l., þar sem kallað er eftir umsóknum um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum, vegna næstkomandi fjárhagsárs þ.e. ársins 2000.
Umsóknir um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda þurfa að hafa borist Jöfnunarsjóði fyrir 31. október næstkomandi.

Erindinu vísað til fjármálastjóra og skóla- og menningarfulltrúa.

19. Heilbrigðisráðuneytið. - Sameining heilbrigðisstofnana.

Lagt fram bréf frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti dagsett 22. september s.l., þar sem rætt er um sameiningu heilbrigðisstofnana. Ráðuneytið óskar eftir afstöðu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar til sameiningar heilbrigðisstofnananna í Bolungarvík og á Ísafirði. Ráðuneytið er reiðubúið til að veita frekari upplýsingar um málið sé þess óskað, hafa má samband við Svein Magnússon skrifstofustjóra eða Viðar Helgason deildarstjóra.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

20. SkjáVarp. - Tilboð á útsendingu bæjarstjórnafunda.

Lagt fram bréf frá SkjáVarpi dagsett 27. september s.l., þar sem fyrirtækið býðst til að senda út tvo bæjarstjórnarfundi án þess að gjald verði tekið fyrir.
Með þessu vill SkjáVarp gefa Ísafjarðarbæ tækifæri á að kynna sér þennan möguleika nánar og sjá sér hag í því að nýta þennan miðil í aukinni þjónustu við bæjarbúa.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

21. DIGI-film. - Tilboð á upptöku bæjarstjórnafunda.

Lagt fram bréf frá DIGI-film dagsett 27. september s.l., þar sem fyrirtækið býður Ísafjarðarbæ upptökur þær sem DIGI-film gerði tilboð í fyrir skömmu ásamt öðru sem í því tilboði var vegna útsendinga sem SkjáVarp er að bjóða Ísafjarðarbæ af bæjarstjórnarfundum, að öllu leiti nema að ekki verður tekið neitt gjald fyrir þá tvo fundi sem SkjáVarp býður Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

22. Minnisblað bæjarstjóra. - Rekstur á skíðasvæði.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 1. október s.l., þar sem bæjarstjóri, með tilvísun til afgreiðslu bæjarráðs á 166. fundi 1. lið, leggur fram valkosti um rekstur á skíðasvæði Ísfirðinga, svo sem:

Valkostur - áhaldahús. Áhaldahús sjái um reksturinn.
Valkostur - útboð. Útboð á rekstri skíðasvæðisins.
Valkostur - forstöðumaður. Ráðinn verði forstöðumaður, sem ráði til sín starfsfólk á svæðið.
Valkostir eru ekki settir upp í forgangsröðun.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

23. Uppgjör við flóttamenn vegna húsnæðismála.

Tekið fyrir að nýju erindi fyrir bæjarráði 27. september s.l., 19. liður 167. fundar, þar sem fjallað var um uppgjör við flótamenn vegna húsnæðismála. Bæjarstjóri lagði fram upplýsingar um málið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá leiðréttingum.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.15

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.