Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

167. fundur

Árið 1999, mánudaginn 27. september kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnarnefnd 18/9 (tvær) og 19/9.
18.09. (fyrri). Fundargerðin er í einum málslið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18.09. (seinni). Fundargerðin er í einum málslið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
19.09. Fundargerðin er í einum málslið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Félagsmálanefnd 21/9.
105. fundur. Fundargerðin er í þremur töluliðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Húsnæðisnefnd 20/9.
39. fundur. Fundargerðin er í tveimur töluliðum.
2. tölul. Vísað er í 19. tölul. dagskrár.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 22/9.
94. fundur. Fundargerðin er í þrettán töluliðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Kvenfélagið Von, Þingeyri - félagsstarf aldraðra.

Lagt fram bréf ds. 13. ágúst s.l. frá Ástu G. Kristinsdóttur, form Kvenfélagsins Vonar Þingeyri, þar sem óskað er eftir styrk vegna starfsemi félagsins að málefnum eldri borgara á Þingeyri.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

3. Félagsmálaráðuneytið - kæra Indriða A. Kristjánssonar.

Lagt fram bréf ds. 20. sept. s.l. ásamt fylgiskjölum frá félagsmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á erindi Indriða A. Kristjánssonar vegna ráðningar í starf félagsmálastjóra hjá Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

4. Veitingarhúsið "Á Eyrinni" - umsókn um endurnýjun vínveitingarleyfis.

Lagt fram bréf ds. 6. sept. s.l. frá Árna B. Ólafssyni, f.h. veitingarhússins "Á Eyrinni" Mánagötu 1, Ísafirði, þar sem óskað er endurnýjunar á vínveitingarleyfi.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar og umhverfisnefndar og felur bæjarstjóra að vinna að málinu samkvæmt áfengislögum nr. 75/1998 og lögum nr. 8/1999 um breytingar á lögum nr. 75/1998. Bæjarstjóra er falið að óska umsagnar lögreglustjóra og heilbrigðisnefndar.

5. Halldór G. Hringsson - kauptilboð í Ólafstún 6, Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 22. sept. s.l. ásamt fylgiskjölum frá Halldóri G. Hringssyni., með kauptilboði, 1.100.000 kr., í húseignina að Ólafstúni 6, Flateyri.

Bæjarráð óskar umsagnar Ofanflóðasjóðs.

6. Birkir Friðbertsson - kæra vegna álagningar sorphreinsigjalds.

Lagt fram bréf ds. 22. sept. s.l. frá Birki Friðbertssyni varðandi álagningu sorphreinsigjalds á íbúðarhúsið að Birkihlíð, Súgandafirði. Ennfremur lagðir fram minnispunktar ds. 23. sept. frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, um sama mál.

Bæjarráð bendir á að í gildandi gjaldskrá sorphreinsigjalds fyrir Ísafjarðarbæ er sorphirða og sorpeyðing ekki aðskilin. Bréfritari á þess kost að koma heimilissorpi í gám sem staðsettur er á Suðureyri og fellst bæjarráð því ekki á rök bréfritara fyrir niðurfellingu gjaldsins.

7. Félagsmálaráðuneytið - heimsókn ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram bréf ds. 30. ágúst s.l. frá félagsmálaráðuneytinu þar sem þakkaðar eru góðar móttökur og gagnlegur fundur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga með fulltrúum sveitarfélagsins haldinn á Ísafirði 12. ágúst s.l.

Lagt fram til kynningar.

8. Súðavíkurhreppur - aðalskipulag Súðavíkurhrepps 1999-2019.

Lagt fram bréf ds. 14. sept. s.l. ásamt fylgiskjali frá Ágústi Kr. Björnssyni, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps, varðandi vinnu við aðalskipulag Súðavíkurhrepps. Landeigendum er gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar. Nefndinni er sérstaklega falið að athuga hvers vegna landareign Ísafjarðarbæjar, jörðin Reykjanes, er skráð hjá Fasteignamati ríkisins sem Reykjanes lóð 2.

9. Nanortalik - vinabæjarsamstarf.

Lagt fram bréf ds. 14. sept. s.l. frá forsvarsmönnum Nanortalik vinabæjar Ísafjarðarbæjar í Grænlandi varðandi vinabæjarsamstarfs þessara sveitarfélaga. Í bréfinu er fulltrúum Ísafjarðarbæjar boðið á 1000 ára aldamótahátíð Leifs heppna haldin 15.-17. júlí árið 2000.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar til umsagnar.

10. Ingibjörg Kjartansdóttir - lausaganga sauðfjár í fyrrum Snæfjallahreppi.

Lagt fram bréf ds. 15. sept. s.l. frá Ingibjörgu Kjartansdóttur ásamt undirskriftarlista nokkurra landeigenda í fyrrum Snæfjallahreppi. Í bréfinu er farið þess á leit við bæjaryfirvöld að lausaganga búfjár frá fyrrum Nauteyrarhreppi til fyrrum Snæfjallahrepps verði stöðvuð.

Bæjarráð vísar erindinu til Hólmavíkurhrepps og Vegagerðarinnar.

11. Sólveig Victorsdóttir - afhjúpun minnisvarða að Bessastöðum, Dýrafirði.

Lagt fram bréf ds. 15. sept. s.l. ásamt fylgiskjali frá Sólveigu Victorsdóttur, f.h. framkvæmdahóps, þar fulltrúum Ísafjarðarbæjar er boðið að vera viðstaddir við afhjúpun minnisvarða að Bessastöðum, Dýrafirði, þann 10. okt. nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bæjarfulltrúum erindið.

12. Jafnréttisnefnd Kópavogsbæjar - landsfundur jafnréttisnefnda.

Lagt fram bréf ds. 20. sept. s.l. frá Hafdísi Hansdóttur, jafnréttisráðgjafa, þar sem boðað er til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga haldinn 30. okt. nk.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

13. Hafsteinn Karlsson - upplýsingatækni í skólastarfi.

Lagt fram bréf ds. 28. ágúst s.l. frá Hafsteini Karlssyni þar sem boðin er til sölu handbók um upplýsingatækni í skólastarfi og nýjar áherslu í kennslu.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

14. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ - fundargerð.

Lögð fram fundargerð 12. stjórnarfundar Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæ haldinn 15. júní s.l.

Lagt fram til kynningar.

15. Fjórðungssamband Vestfirðinga - málefni fatlaðra.

Lagt fram bréf ds. 17. sept. s.l. frá Ásgeiri Þór Jónssyni, framkv.stj. FV, ásamt tillögum nefndar um valkosti um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaganna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bæjarfulltrúum og félagsmálanefnd erindið til kynningar.

16. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerð.

Lagður fram úrdráttur fundargerðar 22. samstarfsnefndarfundar Launanefndar sveitarfélaga og KÍ og HÍK frá 16. júní s.l.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og launafulltrúa til kynningar.

17. Vinnumálastofnun - atvinnuástandið í ágúst 1999.

Lagt fram yfirlit frá Vinnumálastofnun um atvinnuástandið í ágúst 1999.

Lagt fram til kynningar.

18. Bæjarstjóri - samstarf sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum.

Lagðir fram minnispunktar ds. 23. sept. s.l. frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, varðandi samstarf Ísafjarðarbæjar, Bolungurvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að sækja samráðsfund sveitarfélaganna.

19. Bæjarritari - uppgjör á húsaleigustyrk til flóttamanna.

Lagðir fram minnispunktar ds. 24. sept. s.l. frá Þorleifi Pálssyni, bæjarritara, varðandi uppgjör á húsaleigustyrk til flóttamanna frá Júgóslavíu, sem komu til Ísafjarðar árið 1996.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frágang málsins og leggja það fyrir bæjarráð til endanlegrar staðfestingar.

20. Bæjarstjóri - fundur með Fjárlaganefnd Alþingis.

Lagt fram minnisblað með áherslupunktum sveitarfélagsins vegna fundar með Fjárlaganefnd Alþingis 30. sept. nk.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að sækja fundinn.

21. Bæjarstjóri - vinnuferill að gerð fjárhagsáætlunar 2000.

Lögð fram tímaáætlun varðandi vinnuferil að gerð fjárhagsáætlunar árið 2000.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:02.

Þórir Sveinsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.