Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

166. fundur

Árið 1999, mánudaginn 20. september kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 14/9.
Fundargerðin er í tíu liðum.
2. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka út alla möguleika ár rekstri síðasvæðisins á komandi vetri, þó sérstaklega hvort hægt er að bjóða reksturinn út.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Starfshópur um framtíðaruppbyggingu síðasvæðis á Ísafirði 13/9.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Afsökunarbeiðni frá stjórn Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri dagsett 13. september s.l., þar sem allir þeir sem urðu fyrir aðkasti, á almennum borgarafundi á Þingeyri, af hálfu fráfarandi formanns samtakanna, eru beðnir afsökunar. Stjórnin vonast eftir góðu samstarfi eftir sem áður.

Bæjarráð þakkar bréfið og væntir góðs samstarfs í framtíðinni við Íbúasamtökin Átak.

3. Fjárfestingastofan Orkusvið. - Útgáfa sérrits um erlenda fjárfesta.

Lagt fram bréf frá Fjárfestingastofunni Orkusviði dagsett 8. september s.l., þar sem leitað er eftir þátttöku í útgáfu á sérriti um möguleika erlendra fjárfesta á Íslandi á vegum tímaritsins Corperate Location. Jafnframt framlagður tölvupóstur á milli Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra og Einars S. Magnússonar hjá Atvinnuþróunar-félagi Vestfjarða hf., þar sem fram kemur að Atvinnuþróunarfélagið er í samstarfi við Fjárfestingastofuna Orkusvið.

Bæjarráð lítur þar með svo á að Ísafjarðarbær sé þátttakandi í verkefninu í gegnum Atvinnuþróunarfélagið.

4. Brunabótafélag Íslands. - Magnútboð nýrra slökkvibifreiða.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 9. september s.l., þar sem greint er frá magnútboði nýrra slökkvibifreiða.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

5. Félagsmálaráðuneytið. - Nefnd sem endurskoða á tekjustofna sveitarf.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 8. september s.l., þar sem greint er frá skipan nefndar sem endurskoða á tekjustofna sveitarfélaga. Í bréfinu er óskað eftir athugasemdum eða ábendingum um málið frá sveitarfélögum. Einkum er þá haft í huga athugasemdum við núverandi tekjustofnakerfi sveitarfélaga, sbr. lög nr. 4/1995, sem og ábendingar um framtíðargerð tekjustofnakerfis sveitarfélaga á Íslandi.

Bæjarráð óskar eftir tillögu að svari til nefndarinnar frá bæjarstjóra og fjármálastjóra.

6. Landbúnaðarráðuneytið. - Sauðfjárframleiðsluréttur v/Eyri í Mjóafirði.

Lagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneyti dagsett 10. september s.l., ásamt afriti af bréfi til Búnaðarsambands Vestfjarða er varðar sauðfjárframleiðslurétt jarðarinnar Eyri í Mjóafirði. Í því bréfi hafnar ráðuneytið erindi Búnaðarsambands Vestfjarða frá 24. júní 1999, þar sem farið var fram á að flytja 16.9 ærgildi af jörðinni Eyri yfir á jörð í eigu Ísafjarðarbæjar, en Ísafjarðarbær hafði áður lánað þessi ærgildi til ábúenda á Eyri.

Lagt fram til kynningar.

7. Lögmenn Bæjarhrauni, Hafnarfirði. - Hjallavegur 5, Flateyri.

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Bæjarhrauni, Hafnarfirði, dagsett 6. september s.l., þar sem óskað er eftir afgreiðslu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á höfnun uppkaupa á íbúð að Hjallavegi 5, Flateyri, á grundvelli reglugerðar nr. 533/1997.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

8. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð Samtaka sveitarf. á köldum svæðum.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 9. september s.l., ásamt fundargerð 10. stjórnarfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, er haldinn var þann 3. september 1999.

Lagt fram til kynningar.

9. Lögfræðiskrst. Tryggva Guðmundssonar. - Forkaupsr. Mjallarg. 1, Ísaf.

Lagt fram bréf frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., Ísafirði, dagsett 16. september s.l., þar sem þess er farið á leit við Ísafjarðarbæ, að tekin verði afstaða til forkaupsréttar bæjarins að fasteigninni Mjallargötu 1, Ísafirði, talin eign Sjálfsbjargar Ísafirði, er selt var í apríl 1989. Málið hefur verið ófrágengið og afsal ekki gefið út.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

10. Steinunn Gunnlaugsdóttir. - Fitjateigur 4, Hnífsdal.

Lagt fram bréf Steinunnar Gunnlaugsdóttur, Fitjateig 4, Hnífsdal, dagsett 16. september s.l., þar sem hún fer fram á að Ísafjarðarbær kaupi húseign sína Fitjateig 4, Hnífsdal. Húsið sem stendur á snjóflóðahættusvæði í Hnífsdal hafði hún áður keypt af Ísafjarðarbæ sumarið 1998.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara og leita álits Ofanflóðasjóðs.

11. Haraldur Á. Konráðsson. - Veiðar á mink í gildrur.

Lagt fram bréf frá Haraldi Á. Konráðssyni, Hafraholti 10, Ísafirði, dagsett 15. september s.l., þar sem hann óskar eftir að taka að sér minkaveiðar í gildrur með skipulögðum hætti í Ísafjarðarbæ, samkvæmt nánara samkomulagi.

Bæjarráð óskar umsagnar landbúnaðarnefndar um erindið.

12. Endurhæfingarmiðstöð framtíðarinnar á Reykjalundi.

Lagt fram bréf frá Átaksnefnd SÍBS og stuðningsfélaga ódagsett, þar sem minnt er á landssöfnunina Sigur lífsins, en söfnunarfé rennur til uppbyggingar á Endurhæfingarmiðstöð framtíðarinnar á Reykjalundi.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

13. Guðmundur K. Gíslason, Höfða III, Dýrafirði. - Forkaupsréttur.

Lagt fram bréf undirritað af Fríðu Guðmundsdóttur, Ásbúð 86, Garðabæ, dagsett 7. september s.l., þar sem hún fyrir hönd föður síns Guðmundar K. Gíslasonar, Höfða III, Dýrafirði, óskar eftir að Ísafjarðarbær falli frá forkaupsrétti að jörðinni Höfða III, Dýrafirði, ásamt tilheyrandi húsum, þar sem kominn er á kaupsamningur á milli Guðmundar og Sighvatar J. Þórarinssonar bónda á Höfða, Dýrafirði.

Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti, en bendir á að erindið þarf að fara fyrir jarða- nefnd.

14. Samband ísl. sveitarf. - Fundargerð 654. fundar.

Lögð fram fundargerð 654. stjórnarfundar Samb. ísl. sveitarf. er haldinn var þann 25. ágúst s.l., að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

15. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar 11.09.99.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 13. september s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar er haldinn var þann 11. september s.l., svo og drög að nýrri gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlit á Vestfjörðum, er samþykkt voru á fundinum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og óskar eftir áliti fjármálastjóra á drögum að gjaldskrá um helbrigðis- og mengunareftirlit á Vestfjörðum.

16. Golfklúbbur Ísafjarðar. - Púttvöllur á Torfnesi.

Lagt fram bréf frá Golfklúbbi Ísafjarðar dagsett 16. september s.l., ásamt teikningum, þar sem fram kemur að tveir einstaklingar systkinin Vignir Jónsson og Margrét Jónsdóttir hafa boðið fjárframlag til að koma upp púttvelli á svæðinu milli sjúkrahúss og leikskóla á Torfnesi.
Golfklúbburinn óskar eftir leyfi til að hefja framkvæmdir og jafnframt eftir aðstoð Ísafjarðarbæjar við uppbygginguna með því að leggja til gröfu við frágang malarefnis og starfsfólk við útlitsfrágang og snyrtingu svæðisins á vori komanda.

Bæjarráð þakkar þann hlýhug er fram kemur frá gefendum og heimilar fyrir sitt leyti framkvæmdina, að fenginni samþykkt umhverfisnefndar. Bæjarráð bendir á að ekki er gert ráð fyrir meiri fjárframlögum til Golfklúbbs Ísafjarðar í ár, en nú þegar er orðið, samkvæmt fjárhagsáætlun.

Guðni G. Jóhannesson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

17. Samþykkt bæjarráðs Ísafjarðarbæjar á 164. fundi liður 11.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 17. september s.l., þar sem hann svarar samþykkt bæjarráðs frá 164. fundi lið 11, um frestun framkvæmda í umsjón bæjarverkfræðings. Í bréfinu eru tillögur að tvenns konar aðferðum við niðurskurð og/eða stöðvun framkvæmda.

Meirihluti bæjarráð samþykkir að fresta eftirfarandi framkvæmdum á þessu fjárhagsári: Endurbótum á slökkvistöð á Suðureyri kr. 1.000.000.-, göngustíg við Pollgötu kr. 1.200.000.- og götulýsingu við Ásgeirsgötu og Miðtúnsbrekku kr. 2.800.000.-

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir verksamninga og ræða við verktaka með það í huga að leita eftir frestun framkvæmda og/eða lengingu á framkvæmdatíma.

Fram kom í máli bæjarstjóra, að hann hefur óskað eftir því við sviðsstjóra að dregið verði úr innkaupum og hætt við þau, þar sem því verður við komið.

Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, mætti til fundar við bæjarráð undir þessum lið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:30

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.