Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

165. fundur

Árið 1999, mánudaginn 13. september kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnarnefnd 9/9.
Fundargerðin er í þremur málsliðum.

Félagsmálanefnd 7/9.
104. fundur. Fundargerðin er í einum málslið.

Hafnarstjórn 7/9.
32. fundur. Fundargerðin er í sex málsliðum.

Menningarnefnd 9/9.
47.fundur. Fundargerðin er í sjö málsliðum.
7. tölul. 2. málsl. Bæjarstjóri upplýsir: Samkvæmt upplýsingum bæjarritara vissi hann ekki til að umræddur fundur hafi verið haldinn enda barst fundargerð fundarins ekki til bæjarritara innan tilskilins tíma. Formaður bæjarráðs óskar eftir rökstuðningi fyrir bókun menningarnefndar.

Starfshópur um framtíðaruppbyggingu skíðasvæðis á Ísafirði 6/9.
4. fundur. Fundargerðin er í fjórum málsliðum.

Umhverfisnefnd 8/9.
93. fundur. Fundargerðin er í ellefu málsliðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Ráðstefna í Færeyjum um kennslugagnamiðstöðvar - skýrsla.

Lögð fram skýrsla samnorrænnar ráðstefnu fyrir kennslugagnamiðstöðvar haldin í Þórshöfn í Færeyjum 27.-30. maí 1999.

Bæjarráð vísar skýrslunni til fræðslunefnda til kynningar.

3. Félagsmálanefnd - erindi frá 104. fundi.

Lögð fram bókun frá 104. fundi félagsmálanefndar varðandi erindi félagsmála-stjóra um eldri skuldir fjögurra einstaklinga.

Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálastjóra að innheimtu skuldanna verði frestað með sama hætti og félagsmálanefnd mælir með.

4. Jón Kristvin Margeirsson - styrkbeiðni vegna útgáfu bókar.

Lagt fram bréf ds. 3. sept. s.l. frá Jóni Kristvin Margeirssyni þar sem hann óskar eftir styrk til útgáfu á bók sinni um deilur Hörmangarafélagsins og Íslendinga 1752-57.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

5. Rey og Jocelyn Calderon - kauptilboð í Goðatún 14, Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 9. sept. s.l. með kauptilboði frá Rey og Jocelyn Calderon í fasteignina Goðatún 14, Flateyri. Upphæð tilboðsins er 1.800.000 kr.

Bæjarráð óskar eftir umsögn Ofanflóðasjóðs.

6. Hallvarður Aspelund, Jón Björnsson - lóðin Sindragata 16 og 18.

Lagt fram bréf ds. 8. sept. s.l. frá Hallvarði Aspelund og Jóni Björnssyni þar sem þeir draga til baka umsókn sína um lóðina Sindragötu 16 og 18.

Lagt fram til kynningar.

7. Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerðir, fundarboðun á 44. Fjórðungsþing.

Lögð fram eftirfarandi gögn frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga:
a. Fundargerðir stjórnar frá 18. júní, 15. júlí og 1. sept. s.l.
b. Bréf ds. 6. sept. s.l. þar sem boðað er til 44. Fjórðungsþings Vestfirðinga haldið á Tálknafirði 8. og 9. október n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda fundarboðunina til bæjarfulltrúa.

8. Helga Jóhannesdóttir - kauptilboð í ritgerð.

Lagt fram bréf ds. 1. sept. s.l. frá Helgu Jóhannesdóttur þar hún býður til kaups ritgerð sína "Udlicitering af ældreområdet i Farum kommune."

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kaupa skýrsluna.

9. Umhverfisráðuneytið - kauptilboð í hús á Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 1. sept. s.l. frá umhverfisráðuneytinu þar sem ráðuneytið samþykkir fyrir sitt leyti tillögur Ísafjarðarbæjar að tekið verði kauptilboðum í Ólafstún 4, 7 og 9 og Sólbakka 6. Ennfremur lögð fram eftirfarandi bréf:

Frá Önfirðingafélaginu í Reykjavík ds. 12. sept. s.l. með tilboði í Sólbakka 6, Flateyri, kr. 1.400.000.- sbr. og bréf félagsins frá 9. júní sl. og frá Íbúasamtökum Önundar-fjarðar ds. 11. sept. sl.

Bæjarráð staðfestir sölu á Ólafstúni 4, 7 og 9 og frestar ákvörðun um sölu á Sólbakka 6 og felur bæjarstjóra að leita álits bæjarlögmanns í ljósi nýrra upplýsinga. Óskað er að álit bæjarlögmanns liggi fyrir fyrir næsta bæjarstjórnarfund.

10. Guðný Sóley Kristinsdóttir - leiga húsnæðis að Hafnarstræti 9.

Lagt fram bréf óds. frá Guðnýju Sóleyju Kristinsdóttur þar hún óskar eftir leigu á hluta húsnæðis bæjarsjóðs við Hafnarstræti 9, Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

11. Fasteignagjöld 1999 - Viktoría Guðmundsdóttir.

Lagt fram bréf ds. 18. ágúst s.l. ásamt fylgiskjali frá Viktoríu Guðmundsdóttur þar sem hún óskar eftir ívilnun fasteignagjalda 1999 vegna húseignar sinnar við Pólgötu 4, Ísafirði.

Meirihluti bæjarráðs bendir á að ekki er unnt að verða við erindinu þar sem kærufrestur varðandi álagningu fasteignagjalda ársins er liðinn en felur bæjarstjóra að taka tillit til erindisins við álagningu fasteignagjalda á næsta ári.

12. Jóhannes Jónsson - tilboð á upptöku bæjarstjórnarfunda.

Lagt fram bréf ds. 7. sept. s.l. frá Jóhannesi Jónssyni f.h. DIGI-film með tilboði á upptöku bæjarstjórnarfunda.

Bæjarráð sér sér ekki fært að nýta tilboðið að sinni.

13. Skjávarp - útsending bæjarstjórnafunda.

Lagt fram bréf ds. 8. sept. s.l. ásamt fylgiskjölum frá Jóhannesi Jónssyni f.h. SkjáVarps með tilboði á útsendingu bæjarstjórnarfunda.

Bæjarráð sér sér ekki fært að nýta tilboðið að sinni.

14. Fjárlaganefnd Alþingis - fundur með sveitarstjórnarmönnum.

Lagt fram bréf ds. 2. sept. s.l. frá Jóni Kristjánssyni, form. fjárlaganefndar Alþingis, þar sem sveitarstjórnarmönnum er boðið að eiga fund með nefndinni dagama 27.-30. sept. n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að panta tíma hjá nefndinni. Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs sæki fundinn.

15. Byggingarfulltrúi - sumarhúsahverfi í Tunguskógi.

Lagt fram bréf ds. 7. sept. s.l. frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, ásamt minnispunktum Andra Árnasonar hrl. ds. 7. sept. s.l. varðandi málefni sumarhúsahverfisins í Tunguskógi, sbr. 2. tölul. fundargerðar 163. fundar bæjarráðs og fundargerð 93. fundar umhverfisnefndar frá 8. sept. sl.

Lagt fram til kynningar.

16. Bæjarstjóri - starfsmannafélag bæjarskrifstofu, vinnufatnaður.

Lagðir fram minnispunktar ds.10. sept. s.l. ásamt fylgiskjölum frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, varðandi ítekun starfsmannafélags bæjarskrifstofu um setningu reglna varðandi endurnýjun á vinnufatnaði starfsmanna.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs.

17. Fjármálastjóri - mánaðarskýrsla rekstrar og fjárfestinga janúar-júlí 1999.

Lagt fram bréf ds. 10. sept. s.l. ásamt fylgiskjali frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, þar sem gert er grein fyrir stöðu rekstrar og fjárfestinga bæjarsjóðs og stofnana hans tímabilið janúar-júlí 1999.

Lagt fram til kynningar.

18. Jóhanna G. Kristjánsdóttir - Sólbakki 6, Flateyri.

Lagt fram bréf ds. 9. sept. s.l. ásamt fylgiskjölum frá Jóhönnu G. Kristjánsdóttur varðandi sölu á fasteigninni að Sólbakka 6, Flateyri.

Lagt fram til kynningar og vísað í 9. lið dagskrár. Bryndís G. Friðgeirsdóttur, bæjarfulltrúi, lét bóka: "Bendi á að í svarbréfi Ofanflóðasjóðs ds. 1. sept. 1999 til Jóhönnu G. Kristjánsdóttur kemur fram að endanleg ákvörðun um sölu hússins að Sólbakka 6 er hjá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar."

19. Bæjarstjóri - safnvörður við Byggðasafn Vestfjarða.

Lagðir fram minnispunktar ds.10. sept. s.l. ásamt fylgiskjölum frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, og Jóni Sigurpálssyni, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða, þar sem kynntar eru umsóknir um stöðu safnvarðar við Byggðasafns Vestfjarða frá Heimi G. Hanssyni og Andreu Sigrúnu Harðardóttur. Lagt er til að Heimir G. Hansson verði ráðinn safnvörður við Byggðasafn Vestfjarða.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrir sitt leyti að Heimir G Hansson verði ráðinn í stöðuna. Bæjarráð leggur áherslu á að rekstrarsamningur um Byggðasafn Vestfjarða milli eignaraðila þess liggi fyrir hið fyrsta. Bæjarstjóra falið að upplýsa formann menningarnefndar um málið.

20. Byggingarfulltrúi - varnargarður ofan Urðarvegar.

Lagt fram bréf ds.13. sept. s.l. frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, með tilboðum í gerð varnargarðs fyrir ofan Urðarveg, Ísafirði, eftirfarandi:

Tilboðsgjafi      Tilboðsupphæð      % af kostn.áætlun
Jón og Magnús ehf    988.000 kr. 58,8%
Græðir sf           1.127.000 kr.        67,1%
Jónas Haukur Jónbjörnsson 927.200 kr. 57,9%
Kostnaðaráætlun 1.680.000 kr. 100,0%

Tæknideild leggur til að lægsta tilboðinu verði tekið.

Bæjarráð samþykkir tillögu tæknideildar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:41.

Þórir Sveinsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.