Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

163. fundur

Árið 1999, mánudaginn 30. ágúst kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar björgunarsveita í Ísafjarðarbæ mættu til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð mættu fulltrúar björgunarsveita í Ísafjarðarbæ, þau Lára Helgadóttir, Brynjar Ingason, Sturla Páll Sturluson og Gísli Gunnlaugsson. Erindið var ósk um endurskoðun á álagningu fasteignagjalda á björgunarsveitirnar, niðurfellingu eða styrkveitingu til greiðslu gjaldanna að fullu. Því til staðfestingar var á fundinum fram lagt bréf björgunarsveitanna dagsett 30. ágúst 1999.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að móta tillögu til lausnar í þessu máli og leggja fyrir bæjarráð að nýju. Jafnframt er bæjarstjóra falið að fresta lögfræðilegri innheimtu fasteignagjalda ársins 1998 hjá þeim félögum þar sem það á við.

2. Formaður umhverfisnefndar mætti til fundar við bæjarráð.

Formaður umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar Kristján Kristjánsson mætti til fundar við bæjarráð. Málefnið til umræðu var lóðamál í Tunguskógi, Skutulsfirði. Fram kom að all nokkur eftirspurn er eftir lóðum í Tunguskógi undir sumarhús og að nokkrir núverandi lóðarhafar hafa ekki farið í framkvæmdir eftir snjóflóðið í apríl 1994.

Bæjarráð felur umhverfisnefnd að leita álits bæjarlögmanns á rétti Ísafjarðarbæjar til ónýttra lóða í Tunguskógi, svo og réttar Ísafjarðarbæjar til hugsanlegrar stækkunar á núverandi svæði.

3. Fundargerðir nefnda.

Umhverfisnefnd 16/8.
    Fundargerðin er í einum lið.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Umhverfisnefnd 25/8.
    Fundargerðin er í níu liðum.
    6. liður. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um starfsvið jarðanefndar.
    8. liður. Bæjarráð staðfestir tillögu umhverfisnefndar.
    Fundargerð umhverfisnefndar staðfest í heild sinni.

4. Bréf Valur Richter. - Fækkun villikatta í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá Val Richter, Fjarðarstræti 13, Ísafirði, dagsett 20. ágúst s.l., þar sem hann býður fram þjónustu sína við fækkun villikatta í Ísafjarðarbæ. Valur hefur réttindi sem löggiltur meindýraeyðir og keypt sérstakann búnað til að taka ketti í búr.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar.

5. Bréf Súðavíkurhrepps vegna leigu sundaðstöðu á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Súðavíkurhreppi dagsett 26. ágúst s.l., þar sem Súðavíkur- hreppur fer þess á leit, að kannað verði hvort svigrúm sé til að veita hreppnum afslátt af leigu á sundhöllinni á Ísafirði, vegna sundkennslu sem Súðavíkurskóli mun láta fara þar fram. Jafnframt eru lagðar fram upplýsingar frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.

Súðavíkurskóli hefur notið sömu kjara og Grunnsókli Ísafjarðar vegna afnota af sundlaug Ísafjarðar, bæjarráð telur sér því ekki fært að verða við erindinu.

6. Bréf Íbúðalánasjóðs, höfnun á kauptilboði í Túngötu 10, Suðureyri.

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dagsett 5. ágúst s.l., þar sem hafnað er kaup- tilboði Ísafjarðarbæjar í húseignina Túngötu 10, Suðureyri.

Jafnframt er lagt fram afrit af aðfararbeiðni frá Íbúðarlánasjóði, þar sem þess er krafist að útburður fari fram úr Túngötu 10, Suðureyri. Í húsinu dvelur Magnús S. Jónsson, skólastjóri, Suðureyri, á vegum Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Guðmund Bjarnason forstjóra Íbúðalánasjóðs.

7. Umhverfisráðuneytið. - Snjóflóðavarnir í Seljalandsmúla.

Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 10. ágúst s.l., þar sem rætt er um samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um frestun framkvæmda við snjóflóðavarnar- garð í Seljalandsmúla, samkvæmt bréfi Ísafjarðarbæjar til umhverfisráðuneytis dagsettu 11. maí s.l. Þar sem ekki liggja fyrir ástæður né lengd frestunarinnar, vill ráðuneytið fá upplýsingar um fyrirætlanir í ofangreindu máli.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu á grundvelli þeirr upplýsinga er fyrir lágu á fundi bæjarstjórnar þann 6. maí s.l. (Fundargerð bæjarráðs 145 19.04.99.)

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hafnar verði framkvæmdir við snjóflóða- varnir í Seljalandsmúla á vori komanda.

8. Lögsýn v/Strætisvagna Ísafjarðar. - Kvöldakstur á komandi vetri.

Lagt fram bréf Lögsýnar ehf., dagsett 24. ágúst s.l., fyrir hönd Strætisvagna Ísafjarðar h.f., þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar á kvöldakstri Strætisvagna Ísafjarðar h.f., á komandi vetri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita frekari upplýsinga hjá bréfritara.

9. Lögsýn v/Eyrarsteypa. - Niðurfelling fasteignagjalda vegna bruna.

Lagt fram bréf Lögsýnar ehf., dagsett 23. ágúst s.l., fyrir hönd Eyrarsteypu ehf., þar sem óskað er eftir niðurfellingu fasteignagjalda 10/12 hluta vegna fasteignanna 212-0984 010101 Verslun/trésmiðja. 212-0985 020101 Geymslur. Eignirnar eru með öllu ónýtar eftir bruna í febrúar 1999.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

10. Lögsýn v/Eyrarsteypa. - Leiðrétting á skráningu eignar og fasteignagj.

Lagt fram bréf Lögsýnar ehf., dagsett 23. ágúst s.l., fyrir hönd Eyrarsteypu ehf., þar sem greint er frá rangri eignarskráningu á fasteign 212-0970 (skrifstofa) og 212-0971 (bílskúr) við Grænagarð. Eignirnar voru skráðar á Steiniðjuna ehf., (Eyrarsteypu ehf.) allt til 1. desember 1998, en þá skráðar á Netagerð Vestfjarða hf. Þar sem greidd hafa verið ranglega fasteignagjöld af greindum eignum síðustu ár óskast það leiðrétt.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

11. Bréf Huldu Guðmundsdóttur vegna ráðningar félagsmálastjóra.

Lagt fram bréf frá Huldu Guðmundsdóttur dagsett 22. ágúst s.l., þar sem hún telur að spurningum sínum um menntun ráðins félagsmálastjóra Ísafjarðarbæjar, í bréfum dagsettum 5. júlí og 22. júlí s.l., hafi ekki verið svarað og ítrekar því fyrirspurnir þess efnis.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

12. Bréf Áslaugar Jensdóttur og Magnúsar Alfreðssonar v/Faktorshúss.

Lagt fram bréf Áslaugar J. Jensdóttur og Magnúsar H. Alfreðssonar, Austurvegi 7, Ísafirði, dagsett 19. ágúst s.l. Málið snýst um umhverfið í Hæstakaupstað, skipulag þess, merkingar og frágang og miklar og kostnaðarsamar endurbætur á Faktorshúsi í Hæstakaupstað. Jafnfram fyrri erindi send Ísafjarðarbæ vegna innheimtu og álagningar fasteignagjalda.

Bæjarráð vísar umhverfismálum í Hæstakaupstað til umhverfisnefndar, en felur bæjarstjóra að svara öðrum erindum bréfsins.

13. Afrit af bréfi Skipulagsstofu til Veðurstofu v/bráðabirgðahættumats.

Lagt fram bréf Skipulagsstofu til Veðurstofu Íslands dagsett 18. ágúst s.l., þar sem Skipulagsstofa óskar umsagnar Veðurstofu um erindi Ísafjarðarbæjar vegna bráðabirgðahættumats svæðis undir Hafrafelli, Holtahverfi, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

14. Bréf bæjarverkfræðings vegna ofanflóðavarna í Eyrarhlíð, Ísafirði.

Lagt fram bréf Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, dagsett 27. ágúst s.l., þar sem hann óskar heimildar bæjarráðs til að halda áfram vinnu við verkið ,,ofanflóðavarnir í Eyrarhlíð" og auglýsa útboð á verkinu nú í vikunni.

Bréfi bæjarverkfræðings fylgir bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 27. ágúst s.l., þar sem ráðuneytið fellst á að Ofanflóðasjóður styrki ofangreindar framkvæmdir sbr. 13. gr. laga nr. 49/1997, enda verði framkvæmdin boðin út.

Bæjarráð heimilar bæjarverkfræðingi áframhaldandi vinnu, svo og að auglýsa útboð á verkinu.

15. Bréf bæjarverkfræðings vegna húsnæðismála snjóflóðaeftirlitsmanns.

Lagt fram bréf Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, dagsett 27. ágúst s.l., þar sem hann greinir frá húsnæðismálum snjóflóðaeftirlitsmanns. Snjóflóðaeftirlitsmaður hefur haft aðstöðu á tæknideild, en nú þarf tæknideildin á þeirri aðstöðu að halda.

Bæjarráð samþykkir erindi bæjarverkfræðings.

16. Bréf Sigurðar R. Ólafssonar, bæjarfulltrúa.

Lagt fram bréf frá Sigurði R. Ólafssyni, bæjarfulltrúa K-lista, dagsett 30. ágúst 1999, þar sem hann tilkynnir um forföll vegna veikinda í óákveðinn tíma, sbr. 25. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:37

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.