Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

161. fundur

Árið 1999, mánudaginn 16. ágúst kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.
    Landbúnaðarnefnd 11/8.
        Fundargerðin er í sex liðum.
        Fundargerðin lögð fram til kynningar.
    Umhverfisnefnd 11/8.
        Fundargerðin er í þrettán liðum.
        2. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um erindi Hallvarðar Aspelund og  Jóns Björnssonar.
        Bæjarráð staðfestir aðra liði fundargerðar umhverfisnefndar.

2. Bréf Verkfræðist. Sig. Thor. hf., tjónsmat á Seljalandsdal.

Lagt fram bréf frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., dagsett 6. ágúst s.l., þar sem rætt er um athugasemdir Ísafjarðarbæjar við tjónsmat VST, á skíðalyftu á Seljalandsdal, unnið fyrir Viðlagatryggingu.

Spurt er í bréfinu hvort tjónþoli sé tilbúinn að tilnefna aðila til að fara yfir matið með fulltrúa VST og veita þeim aðila skilyrðislaust umboð til að semja fyrir hönd bæjarsjóðs um málið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

3. Bréf fjármálastjóra vegna skuldastöðu Básafells hf., við Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 6. ágúst s.l., þar sem hann greinir frá skuldastöðu Básafells hf., við Ísafjarðarbæ. Lögveðs- og viðskipta- skuldir Básafells hf., eru samkvæmt bréfi fjármálastjóra um kr. 23.550.000.-

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

4. Flugmálastjórn Ísafirði, umsókn um efnistöku.

Lagt fram bréf frá Flugmálastjórn á Ísafirði, dagsett 11. ágúst s.l., þar sem óskað er eftir heimild til efnistöku úr eyrum Sandár í Dýrafirði, allt að 27.000 m3 í burðarlag á Þingeyrarflugvöll og efnistöku úr námu, sem er innan við 2 km frá flugstöð, 1.500 m3 í slitlag á Þingeyrarflugvöll.

Bæjarráð samþykkir erindið enda liggi fyrir samþykki Náttúruverndar ríkisins, Veiðimálastjóra og landeiganda Hóla í Dýrafirði.

5. Samb. ísl. sveitarf. - Slysavarnir í skólum.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 3. ágúst s.l., ásamt niðurstöðum nefndar um slysavarnir í skólum.

Lagt fram til kynningar.

6. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 653. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 653. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarf. er haldinn var þann 24. júní s.l., á Hótel Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

7. Skólanefnd Framhaldsskóla Vestfjarða, fundargerð 47. fundar.

Lögð fram fundargerð skólanefndar Framhaldsskóla Vestfjarða frá 47. fundir er haldinn var þann 13. júlí 1999.

Lagt fram til kyningar.

8. Erindi bæjarverkfræðings venga lóðaframkvæmda við Eyrarskjól.

Lagt fram bréf Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, dagsett 12. ágúst s.l., varðandi tilboð Garðamúrs ehf., í framkvæmdir við lóð Eyrarskjóls á Ísafirði og með tilvísun í afgreiðslu bæjarráðs í l6. lið fundargerðar 160. fundar.

Bréfinu fylgir verksamningur við Garðamúr ehf., vegna framkvæmda á þessu ári svo og tilboðsskilmálar vegna verksins í heild sinni.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf fjármálastjóra, upplýsingar um fjárhagsstöðu Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 13. ágúst s.l., þar sem hann greinir frá útboði á seinni lántöku bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans samkvæmt heimild í fjárhagsáætlun ársins. Niðurstaða úr útboðinu var engin.

Á meðan þetta ástand varir óskar fjármálastjóri eftir því við bæjarráð, að frestað verði og eða seinkað verði fyrirhuguðum framkvæmdum og fjárfestingum.

Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá bæjarverkfræðingi, um stöðu framkvæmda miðað við fjárhagsáætlun ársins.

10. Bréf 36 einstaklinga á Þingeyri, varðandi atvinnumál.

Lagt fram bréf frá 36 einstaklingum á Þingeyri, dagsett 12. ágúst s.l., varðandi fund á Þingeyri um framtíð atvinnumála þar. Á fundinum var samþykkt að beina tilmælum til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og stjórnar Byggðastofnunar, varðandi atvinnuuppbyggingu á Þingeyri og ráðstöfun byggðakvóta.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu með tilvísun til afgreiðslu bæjarráðs í 11. lið þessarar fundargerðar.

11. Samkomulag um veiðar og vinnslu byggðakvóta.

Lagt fram samkomulag um veiðar og vinnslu 387 tonna byggðakvóta sem Byggðastofnun hefur úthlutað til Ísafjarðarbæjar, undirritað af fiskvinnslunni Fjölni hf. og Vísi hf. og samþykkt og undirritað af Byggðastofnun og Ísafjarðarbæ.

Samkomulagið er dagsett þann 14. ágúst 1999.

Bæjarráð staðfestir samkomulagið og felur bæjarstjóra að svara þeim umsóknum, sem borist hafa í byggðarkvóta Ísafjarðarbæjar, það er Básafelli hf., Haraldi Haraldssyni, Rana ehf., Svani Guðmundssyni, Unni ehf. og forsvarsmanni 36 einstaklingar á Þingeyri.

13. Fjölnir hf. - Framtíðarbörn ehf.

Lagður fram samningur er Fjölnir hf. gerði við Framtíðarbörn ehf. og felur í sér ótakmarkaðan aðgang Grunnskóla Þingeyrar að námsefni Futurekids International, sem Framtíðarbörn ehf. á Íslandi hafa einkaumboð fyrir. Samningurinn gildir í þrjú ár frá 1. september 1999 til 31. ágúst 2002.

Bæjarráð staðfestir samninginn og þakkar gjöf Fjölnis hf.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:25

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Sigurður R. Ólafsson.