Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

160. fundur

Árið 1999, mánudaginn 9. ágúst kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Afrit bréfs Unnar ehf., Þingeyri, til Byggðastofnunar.

Lagt fram afrit af bréfi Unnar ehf., Þingeyri, til Byggðastofnunar dagsett þann 28. júlí s.l., þar sem lögð er fram beiðni frá félaginu um þátttöku í hlutafjáraukningu. Í bréfinu er jafnframt greint frá rekstri félagsins og áformun í framtíðinni. Bréfinu fylgir rekstrar og fjárhagsáætlun 1999 - 2004.

Lagt fram til kynningar.

2. Bréf fjármálastjóra vegna Þjóðahátíðar 1999.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 28. júlí s.l., þar sem hann greinir frá útlögðum kostnaði Ísafjarðarbæjar við Þjóðahátið 1999 kr. 630.000.- að viðbættum styrk kr. 100.000.-

Bæjarráð frestar að taka afstöðu til bréfsins.

3. Bréf skattstjóra Vestfjarða v/meðferðar virðisaukaskatts.

Lagt fram bréf skattstjóra Vestfjarða dagsett 23. júlí s.l., sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar er sent var ríkisskattstjóra með tölvupósti þann 28. júní 1999, er varðar fyrirspurn um meðferð virðisaukaskatt af vinnu eða þjónustu við björgunarstörf og öryggisgæslu í tilefni af náttúruhamförum og sem lið í almannavörnum.

Bréfinu vísað til fjármálastjóra til athugunar.

4. Orkubú Vestfjarða. - Tilkynning um hugsanlega skerðingu orku.

Lagt fram bréf Orkubús Vestfjarða dagsett 22. júlí s.l., ásamt afriti af bréfi Landsvirkjunar til Orkubúsins dagsett 9. júlí 1999, þar sem tilkynnt er um að líklega þurfi að grípa til skerðingar á sölu á ótryggðri orku á næsta vetri.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Haraldar Haraldssonar, Flateyri, umsókn um byggðakvóta.

Lagt fram bréf Haraldar Haraldssonar, Drafnargötu 6, Flateyri, dagsett 25. júlí s.l., þar sem hann óskar eftir að sér verði úthlutað af þeim byggðakvóta er Byggðastofnun úthlutaði til Flateyrar. Ef svo fer að öllum byggðakvótanum í Ísafjarðarbæ verði úthlutað til Þingeyrar, er hann tilbúinn að landa á Þingeyri og þá tonni á móti tonni. Hann hefur í dag um 110 tonn af kvóta til ráðstöfunar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis Haraldar Haraldssonar á sömu forsendum og erindi Unnar ehf., Þingeyri, í 26. lið fundargerðar 159. fundar bæjarráðs.

6. Bréf Rana ehf., Þingeyri, umsókn um byggðakvóta.

Lagt fram bréf frá Rana ehf., Þingeyri, dagsett 4. ágúst s.l., þar sem undirritaðir óska eftir því að hluti þeirra aflaheimilda, sem ráðstafað verður til að styðja við sjávarútveg á Þingeyri, muni nýtast Mýrarfelli ÍS 123 með einhverjum hætti. Sú ráðstöfun gæti m.a. verið bundin þeim skilyrðum að öllum afla bátsins, einnig þeim sem byggist á hans eigin aflamarki, yrði ladað til vinnslu á Þingeyri. Mýrarfell ÍS. hafði á yfirstandandi fiskveiðiári til ráðstöfunar um 138 þorskígildistonn.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis Rana ehf. á sömu forsendum og erindi Unnar ehf., Þingeyri, í 26. lið fundargerðar 159. fundar bæjarráðs.

7. Verkfræðistofa Sig. Thor. hf., v/aurskriður úr Eyrarhlíð, Skutulsfirði.

Lagt fram bréf frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., f.h. Viðlaga- tryggingar Íslands, dagsett 30. júlí s.l., þar sem greint er frá mati á tjóni er aurskriður úr Eyrarhlíð, Skutulsfirði, ollu dagana 11. og 12. júní 1999. Matið hljóðar upp á samtals kr. 1.475.169.-

Bæjarráð vísar bréfinu til bæjarverkfræðings og fjármálastjóra til umsagnar.

8. Bréf skattstjóra Vestfjarða, vegna skráningar lögaðila.

Lagt fram bréf skattstjóra Vestfjarða dagsett 4. ágúst s.l., þar sem þess er óskað að bæjarstjórn hlutist til um upplýsingagjöf til skattstofu Vestfjarðaumdæmis, í þeim tilvikum að lögaðilar, sem hafa starfsemi eða starfsstöð í Vestfjarðaumdæmi, eru skráðir í þjóðskrá í öðrum sveitarfélögum.

Bæjarráð felur bæjarritara að fylgja eftir efni bréfsins.

9. Afrit bréfs sýslumannsins á Ísafirði til Vegamálastjóra.

Lagt fram afrit bréfs sýslumannsins á Ísafirði til Vegamálastjóra dagsett þann 23. júlí s.l., vegna hámarkshraða á þjóðvegi 6l Djúpvegi er tengir Ísafjörð og Bolungarvík, í tilefni af bréfi sýslumannsins í Bolungarvík dagsettu 1. júlí 1999 um sama efni.

Lagt fram til kynningar.

10. Gunnlaugur Finnsson, Hvilft, Önundarfirði, vegna veðleyfis.

Lagt fram bréf frá Gunnlaugi Finnssyni, Hvilft, Önundarfirði, dagsett 27. júlí s.l., þar sem hann óskar eftir veðleyfi frá Ísafjarðarbæ, vegna veðsetningar á jörðinni Hvilft í Önundarfirði, upp á kr. 2.000.000.-, þar sem Ísafjarðarbær er þinglýstur eigandi jarðarinnar að hluta á móti Gunnlaugi.

Jafnframt var lagt fram bréf frá Gunnlaugi Finnssyni dagsett 5. ágúst s.l., þar sem hann falast eftir eignarhluta Ísafjarðarbæjar í jörðinni Hvilft til kaups.

Bæjarráð samþykkir veitingu veðleyfis fyrir láni að upphæð allt að kr. 2.000.000.- að því tilskyldu að íbúðarhúsið að Hvilft I verði undanskilið við veðsetningu.

Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við Gunnlaug Finnsson um hugsanlega sölu eignarhluta Ísafjarðarbæjar og leggja samningsdrög fyrir bæjarráð.

11. Samtök garðyrkju- og umhverfisstjóra, þakkarbréf.

Lagt fram bréf frá Samtökum garðyrkju- og umhverfisstjóra dagsett 26. júlí s.l., þar sem þakkað er fyrir möttökur Ísafjarðarbæjar þann 29. og 30. apríl s.l.

Lagt fram til kynningar.

12. Básafell hf., Ísafirði. - Vinnsla á Þingeyri og byggðakvóti.

Lagt fram bréf frá Básafell hf., Ísafirði, dagsett 28. júlí s.l., þar sem lýst er áhuga fyrirtækisins á starfrækslu vinnslu á Þingeyri um byggðakvótann sem hugmynd er um að úthluta til Þingeyrar.

Bæjarráð frestar erindinu og vísar til samþykktar bæjarráðs í 26. lið 159. fundar bæjarráðs.

13. Bréf frá Svani Guðmundssyni, vegna stofnunar fyrirtækis á Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Svani Guðmundssyni dagsett 28. júlí s.l., þar sem hann lýsir yfir áhuga sínum á að stofna fyrirtæki á Þingeyri um byggðakvótann sem hugmynd er um að úthluta til Þingeyrar.

Bæjarráð frestar erindinu og vísar til samþykktar bæjarráðs í 26. lið 159. fundar bæjarráðs.

14. Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. - Styrktarsjóður EBÍ.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 7. júlí s.l., þar sem kynntar eru mögulegar styrkveitingar úr Styrktarsjóði EBÍ, til tiltekinna verkefna í þágu sveitarfélaga, athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar, hafnarstjórnar, menningarnefndar og umhverfisnefndar.

15. Kirkjuvegur á Þingeyri, varðar framkvæmdir.

Lagt fram bréf Ármanns Jóhannessonar, bæjarverkfræðings, dagsett 4. ágúst s.l., þar sem hann greinir frá viðræðum við Gunnar Sigurðsson f.h. Brautarinnar á Þingeyri, varðandi framkvæmdir við Kirkjuveg á Þingeyri. Viðræður hafa leitt til að gert hefur verið tilboð í verkið upp á kr. 4.391.750.- og fellur tilboðið að áður gerðri áætlun. Varðandi fjármögnun verksins þá eru eftir fjármunir á 10-31-

Bæjarráð heimilar bæjarverkfræðingi að ganga til samninga við tilboðsgjafa á grundvelli tilboðs hans.

16. Eyrarskjól, Ísafirði, endurnýjun lóðar.

Lagt fram bréf frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, dagsett 6. ágúst s.l., þar sem greint er frá tilboði Garðamúrs ehf. í endurnýjun lóðar Eyrarskjóls. Heildar tilboðsfjárhæð er kr. 7.727.290.- að teknu tilliti til þeirra leiktækja sem þegar hafa verið keypt. Gert er ráð fyrir að í ár verði framkvæmt fyrir kr. 2.000.000.-

Óskað er eftir heimild til að ganga til samninga við Garðamúr á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

Bæjarráð samþykkir beiðni bæjarverkfræðings um að gengið verði til samninga við Garðamúr ehf., um að unnið verði fyrir kr. 2.000.000.- á þessu ári, en óskar eftir frekari upplýsingum um tilboðið í heild sinni.

17. Básafell hf., Ísafirði, hluthafafundur 12. ágúst 1999.

Lögð fram auglýsing um hluthafafund í Básafelli hf., Ísafirði, er haldinn verður þann 12. ágúst n.k. kl. 11:00 á Hótel Ísafirði.

Bæjarráð felur Guðna G. Jóhannessyni að mæta á fundinn og fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sigurður R. Ólafsson.