Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

157. fundur

 

Árið 1999, mánudaginn 12. júlí kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Sæmundur Kr. Þorvaldsson mætti í bæjarráð sem fulltrúi K-lista, þar sem Sigurður R. Ólafsson og Bryndís G. Friðgeirsdóttir voru forfölluð. Fulltrúar D-lista samþykkja setu Sæmundar á þessum bæjarráðsfundi.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.
    Félagsmálanefnd 6/7.
    Fundargerðin er í níu liðum.
    9.liður. Bæjarráð tekur undir bókun félagsmálanefndar um að lokið verði við byggingu
    hússins sem fyrst og felur bæjarstjóra að koma því á framfæri við viðkomandi aðila.
    Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
    Hafnarstjórn 6/7.
    Fundargerðin er í fjórum liðum.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.
    Umhverfisnefnd 8/7.
    Fundargerðin er í sex liðum.
    Bæjarráð staðfestir fundargerð umhverfisnefndar.

2. Minnisblað bæjarstjóra - Sunnukórinn - Nanortalik.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 8. júlí s.l., þar sem rætt er um væntanlega ferð Sunnukórsins til Nanortalik og tilnefningu fulltrúa frá Ísafjarðarbæ til fararinnar.

Bæjarráð samþykkir að Inga Ólafsdóttir, formaður menningarnefndar, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar og jafnframt fer Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, sem verið hefur tengiliður Ísafjarðarbæjar við Nanortalik.

3. Fagrimúli ehf., Patreksfirði, afrit bréfs til Byggðastofnunar.

Lagt fram afrit bréfs eigenda Fagramúla ehf., Patreksfirði, til Byggðastofnunar dagsett 5. júlí s.l., þar sem sótt er í 1.500 tonna byggðakvóta með skuldbindingum um að landa afla á Bíldudal og Þingeyri.

Lagt fram til kynningar.

4. Verkalýðsfélagið Brynja, Þingeyri, v/fulltrúa í Þingeyrarnefnd.

Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélaginu Brynju, Þingeyri, dagsett 7. júlí s.l., þar sem farið er fram á að félagið fái að tilnefna fulltrúa í væntanlega Þingeyrarnefnd, til að gæta hagsmuna félagsmanna sinna.

Formaður bæjarráðs upplýsti um fund bæjarráðs Ísafjarðarbæjar með íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri 5. júlí s.l., þar sem ákveðið var að koma á fót þriggja manna nefnd, sem skipuð yrði fulltrúa frá Átaki, fulltrúa frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og fulltrúa Ísafjarðarbæjar. Fulltrúi Ísafjarðarbæjar verði formaður bæjarráðs og verði jafnframt formaður nefndarinnar.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að ræða við fulltrúa Verkalýðsfélagsins Brynju, um erindi félagsins varðandi ósk um fulltrúa í Þingeyrarnefnd.

5. Afrit áskorunar til Básafells frá áhöfn Sléttaness ÍS 808.

Lagt fram afrit af áskorun áhafnar Sléttaness ÍS 808, til stjórnar Básafells ofl., um að endurskoðuð verði sú ákvörðun að selja Sléttanesið og leitað verði annarra leiða til skuldalækkunar fyrirtækisins.

Lagt fram til kynningar.

6. Ásgeir Sigurðsson, hækkun fargjalda með SVÍ.

Lagt fram bréf frá Ásgeiri Sigurðssyni vegna Strætisvagna Ísafjarðar, dagsett 8. júlí s.l., þar sem hann vísar til 3. greinar í samningi um akstur almenningsvagna í Ísafjarðarbæ og fer fram á hækkun í samræmi við hækkun hjá Reykjavíkurborg á fargjöldum með Strætisvögnum Reykjavíkur. Fargjald fullorðinna verði kr. 150.- pr. ferð, barna kr. 75.- pr. ferð. Tuttugu miða kort fullorðinna verði selt á kr. 2.500.- og tuttugu miða kort barna á kr. 1.250.-

Bæjarráð samþykkir beiðni um ofangreinda hækkun fargjalda og kortagjalda. Jafnframt samþykkir bæjarráð sömu hækkun fargjalda og kortagjalda til handa Friðfinni S. Sigurðssyni og Sófusi Magnússyni, vegna aksturs á leiðum Þingeyri - Flateyri - Ísafjörður - Suðureyri.

7. Landssíminn - Lagning ljósleiðara sumarið 1999.

Lagt fram bréf frá Landssímanum dagsett 5. júlí s.l., þar sem greint er frá fyrirhugaðri lagningu ljósleiðara á Vestfjörðum sumarið 1999.

Reiknað er með að leggja ljósleiðara annarsvegar að Þingeyri og hinsvegar að Flateyri frá Holti í Önundarfirði, hluti leiðara í sæstreng, samkvæmt meðfylgjandi kortum. Landssíminn óskar eftir samþykki Ísafjarðarbæjar vegna þessara framkvæmda.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

8. Veðurstofa Íslands. - Veðurfregnir, Ísafjörður - Bolungarvík.

Lagt fram bréf frá Veðurstofu Íslands dagsett 30. júní s.l., sem svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 1. júní 1999, þar sem hvatt vat til að nota upplýsingar um veður frá Ísafirði í veðurfregnum útvarðs og sjónvarps. Í bréfinu eru skýrðar ástæður fyrir því hvers vegna notast er við veðurlýsingar frá Bolungarvík frekar en Ísafirði.

Bæjarráð vill áfram hvetja Veðurstofu Íslands til að birta í útvarpi og sjónvarpi tölur um hita og vindstyrk frá veðurathugunarstöð í Skutulsfirði.

9. Sæunn Guðmundsdóttir, beiðni um lækkun gatnagerðargjalda.

Lagt fram bréf frá Sæunni Guðmundsdóttur, Bakkavegi 4, Hnífsdal, dagsett 7. júlí s.l., þar sem hún óskar eftir lækkun gatnagerðargjalda af viðbyggingu við Bakkaveg 4, Hnífsdal, á grundvelli þess að hún sé 75% öryrki.

Bæjarráð bendir á að umsókn Sæunnar fellur ekki undir heimildir til lækkunar gatnagerðargjalda, en mælist til, að Sæunni verði veitt heimild til greiðsludreifingar sökum aðstæðna.

10. Ingibjörg Sigtryggsdóttir, forkaupsréttur að Fjarðarstræti 14, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Sigtryggsdóttur, Fjarðarstræti 14, Ísafirði, dagsett 7. júlí 1999, þar sem hún tilkynnir væntanlega sölu á íbúð sinni að Fjarðarstræti 14, n.h. Ísafirði, og óskar svars um hvort Ísafjarðarbær muni neyta forkaupsréttar síns.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

11. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða - Styrkir úr Atvinnuleysistryggingasjóði.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 2. júlí s.l., þar sem sveitarfélögum er bent á þann möguleika að sækja um úthlutun styrkja úr Atvinnu- leysistryggingasjóði til sérstakra verkefna á vegum svæðisvinnumiðlana. Meðfylgjandi eru reglur um úthlutun styrkja úr Atvinnuleysistryggingasjóði.

Bæjarráð vísar erindinu til allra nefnda Ísafjarðarbæjar er málið kann að varða.

12. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarsk. rekstur og fjárfestingar jan.-maí 1999.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 9. júlí s.l., þar sem hann gerir grein fyrir rekstri og fjárfestingum á tímabilinu janúar - maí 1999.

Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið. Þórir fór yfir og útskýrði meðfylgjandi upplýsingar fyrir bæjarráðsmönnum.

13. Erindi bæjarverkfræðings. - Kirkjuvegur Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi, dagsett 9. júlí s.l., þar sem hann greinir frá, að settur hefur verið í gang, að beiðni bæjarstjóra, undirbúningur framkvæmda við varanlega uppbyggingu Kirkjuvegar á Þingeyri. Lögð er fram kostnaðaráætlun miðuð við þrjá framkvæmdakosti.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarverkfræðing að afla frekari upplýsinga á grundvelli umræðna í bæjarráði.

14. Mjölvinnsalan hf., Hnífsdal. - Urðun á slógi.

Lagt fram bréf frá Mjölvinnslunni h.f., Hnífsdal, dagsett 9. júlí s.l., þar sem óskað er eftir heimild og aðstoð til urðunar á slógi.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:44

Þorleifur Pálsson, ritari.

 

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.