Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

156. fundur

 

Árið 1999, mánudaginn 5. júlí kl. 17:00 kom bæjarráð saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.
        Fræðslunefnd 29/6.
        Fundargerðin er í tólf liðum.
        2. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna frekar 2. og 3. málslið þessa liðar.
        6. liður. Erindinu vísað til félagsmálastjóra.
        Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
        Menningarnefnd 1/7.
        Fundargerðin er í fimm liðum.
        3. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu menningarnefndar.
        5. liður. Bæjarstjóra falið að ræða við skóla- og menningarfulltrúa um 3. málslið.
        Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

2. Bréf til Vegagerðarinnar 29. júní 1999.
Jafnframt fundargerð bæjarráðs og fulltrúa Vegagerðar af fundi 29. júní.

Lagt fram afrit bréfs Ísafjarðarbæjar til Vegagerðarinnar dagsett 29. júní s.l., þar sem rætt er um árangur af fundi bæjarráðs og fulltrúa Vegagerðarinnar, um framkvæmdir við Pollgötu á Ísafirði og ósk um að Vegagerðin leggi niðurföll og ræsi eftir því sem þörf er á við lagningu Pollgötu nú í sumar. Jafnframt er fram lögð fundargerð þess fundar rituð af Ármanni Jóhannessyni, bæjarverkfræðingi.

Bæjarráð staðfestir efni ofangreinds bréfs.

3. Bréf til umboðsmanns Alþingis 30. júní 1999.

Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til umboðsmanns Alþingis dagsett 30. júní s.l., sem er svar við bréfi umboðsmanns frá 8. mars 1999 og varðar Hörð Kristjánsson, Hlégerði 2, Hnífsdal.

Bæjarráð staðfestir svar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

4. Bréf til umboðsmanns Alþingis 30. júní 1999.

Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til umboðsmanns Alþingis dagsett 30. júní s.l., sem svar við bréfi umboðsmanns frá 4. júní 1999 og varðar Steinunni F. Gunnlaugsdóttur, Fitjateig 4, Hnífsdal.

Bæjarráð staðfestir svar bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.

5. Samb. ísl. sveitarf. - Vinna skólastjórnenda á sumri.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarfélaga dagsett 29. júní s.l., er varðar vinnu (vinnuskyldu) skólastjórnenda á sumri.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar, fjármálastjóra og launafulltrúa til kynningar.

6. Samb. ísl. sveitarf. - Sveigjanleg starfslok, erindi eldri borgara.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarfélaga dagsett 28. júní s.l., ásamt afriti af erindi og ályktun eldri borgara til Samb. ísl. sveitarfélaga dagsettu 25. maí 1999, er varðar sveigjanleg starfslok eldri borgara.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar og launafulltrúa til kynningar.

7. Björgvin Þorsteinsson hrl. - Kröfuhafar Rauðsíðu ehf., ofl.

Lagt fram bréf frá Björgvin Þorsteinssyni hrl., dagsett 25. júní 1999, þar sem greint er frá heimild til greiðslustöðvunar fyrir Rauðsíðu ehf., Rauðharmar ehf., Rauðfeld ehf. og Bolfisk ehf. Jafnframt er boðað til fundar með kröfuhöfum þessara fyrirtækja þann 9. júlí n.k., hverju á sínum stað.
Fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar Þórir Sveinsson kom til fundar við bæjarráð undir þessum dagskrárlið. Hann lagði fram á fundinum skuldastöðu Rauðsíðu ehf., við Ísafjarðarbæ, samtals kr. 12.690.000.- og gaf upplýsingar um skuld Bolfisks efh., við Ísafjarðarbæ, samtals um kr. 600.000.-

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að mæta á boðuðum fundum með kröfuhöfum.

8. Samtök forstöðum. almenningsbókasafna. - Lög um almenningsbókasöfn.

Lagt fram bréf frá Samtökum forstöðumanna almenningsbókasafna dagsett 23. júní s.l., þar sem greint er frá fundi samtakanna í Borgarnesi dagana 5. og 6. maí 1999. Bréfinu fylgja lög um almenningsbókasöfn.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarnefndar.

9. Samband ísl. sveitarfélaga. - Fundur stjórnar 24. júní 1999.

Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga dagsett 28. júní s.l., þar sem stjórn og starfsmenn Sambands ísl. sveitarfélaga þakka bæjarstjórnum Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar og oddvita Súðavíkurhrepps fyrir hlýjar móttökur og fróðlega leiðsögn um þessi sveitarfélög 24. og 25. júní 1999.

Lagt fram til kynningar.

10. Drög að reglum um fjárhagsaðstoð í Ísafjarðarbæ.

Lögð fram drög að reglum um fjárhagsaðstoð í Ísafjarðarbæ, er samþykkt voru á fundi félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar þann 16. mars 1999.

Bæjarráð vísar drögum um fjárhagsaðstoð aftur til félagsmálanefndar til endurskoðunar.

11. Bréf Valís ehf., Bolungarvík. - Mengunar- og heilbrigðisgjald.

Lagt fram bréf frá Valís ehf., Bolungarvík, dagsett 10. júní s.l., þar sem farið er fram á niðurfellingu mengunar- og heilbrigðisgjalds, vegna verslunarreksturs Vöruvals á Ísafirði, en honum lauk þann 31. mars 1998.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

12. Félag skógarbúa Tungudal. - Vegamál í Tungudal.

Lagt fram bréf frá Félagi skógarbúa í Tungudal dagsett 30. júní s.l., þar sem vakin er athygli bæjaryfirvalda á vegalagningu við nýja golfskálann og því að engin skilti hafa verið sett upp né leiðbeiningar fyrir ferðamenn að tjaldstæði í Tungudal.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarverkfræðings.

13. Starfshópur um tónlistauppeldi í Ísafjarðarbæ. - Stefnumörkun.

Lögð fram stefnumörkun í tónmennt í leik- og grunnskólum Ísafjarðarbæjar, unnin af starfshópi um tónlistaruppeldi í Ísafjarðarbæ, dagsett í júní 1999.

Lagt fram til kynningar.

14. Bréf Báru Einarsdóttur. - Erindi fyrir starfskjaranefnd.

Lagt fram bréf frá Báru Einarsdóttur, launafulltrúa, dagsett 30. júní s.l., þar sem hún kvartar undan, að ekki hafi borist svör við erindum til starfskjaranefndar, erindum sem dagsett eru 26. mars 1998 og 26. október 1998.

Bæjarráð vísar erindinu til starfskjaranefndar.

15. Bréf Boltafélags Ísafjarðar. - Uppbygging Torfnessvæðis.

Lagt fram bréf frá Boltafélagi Ísafjarðar dagsett 29. júní s.l., þar sem óskað er eftir tilnefningu Ísafjarðarbæjar á fulltrúa frá tæknideild og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa í vinnuhóp ásamt fulltrúum frá Boltafélagi Ísafjarðar, til að vinna að verkáætlun ásamt kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við uppbyggingu Torfnessvæðisins á Ísafirði.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

16. Bréf frá Verkalýðsfélaginu Brynju, Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélaginu Brynju, Þingeyri, dagsett 5. júlí s.l., þar sem óskað er eftir aðstoð Ísafjarðarbæjar vegna fjármagnskostnaðar við greiðslu launa til launalausra starfsmanna Rauðsíðu ehf., Þingeyri.

Bæjarstjóra falið að ræða við formann Verkalýðsfélagsins Brynju, Þingeyri.

17. Umsókn um byggðakvóta.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja nú þegar um byggðakvóta handa Þingeyri hjá stjórn Byggðastofnunar. Byggðakvóti til Þingeyrar getur orðið til styrkingar atvinnulífi á staðnum.

18. Íbúasamtökin Átak á Þingeyri.

Lögð fram ályktun um atvinnumál á Þingeyri frá íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri, er barst í símbréfi þann 2. júlí 1999.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.